Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Similar documents
Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

Uppsetning á Opus SMS Service

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

spjaldtölvur í skólastarfi

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Vefskoðarinn Internet Explorer

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Orðaforðanám barna Barnabók

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Námsvefur um GeoGebra

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Name of the University: Copenhagen Business School Names of the students: Snorri Páll Sigurðsson og Tómas Björnsson Exchange semester: Spring, 2012

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Huglægt mat hlutlægt mat: Val prófatriða

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

HEIMSPEKI Í UMHVERFINU (TÍU VERKEFNI EFTIR GUÐRÚNU HÓLMGEIRSDÓTTUR)

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

BS ritgerð í viðskiptafræði. Sitja námsmenn allir við sama borð?

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS

SOS! Hjálp fyrir foreldra:

Bjarna-Dísa. Kennsluleiðbeiningar

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Færni í ritun er góð skemmtun

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel...

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítala

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður

Stafræn borgaravitund

Aðgengismál fyrir byrjendur

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði?

LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Endurnýting í textílkennslu

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Transcription:

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk hefur á prófum. Sumir líta á próf sem hin stóra óvin númer eitt og kvíða prófum allt árið svo að segja, aðrir sjá próf sem óhjákvæmilegan og nauðsynlegan hluta þess að vera í skóla, nokkrir fagna prófum og finnst gaman það þreyta þau. Þó held ég að flestir séu sammála um að nánast allir finni til ákveðinnar streitu í prófatíð og fyrir einstök próf. Það er eðlilegt að finna fyrir því. Ofurlítil streita getur verið eflandi orkugjafi og haldið okkur við efnið á meðan á próftöku stendur. Of mikið magn af streitu er hamlandi og ef það er í allt of miklu magni virkar streitan oftar en ekki eyðileggjandi fyrir frammistöðu á prófum. Hvað mæla einkunnir og af hverju kvíðum við prófum? Það er talsverður misskilningur meðal manna um hvað einkunnir mæla. Sumum finnst að prófið í stærðfæði, líffærafræði, fjárhagsbókhaldi o.s.frv. muni endanlega verða til þess að opinbera fyrir öðrum og þeim sjálfum hversu lítilsverðir þeir eru. Sumir kvíða prófum s.s. af því að þeir hræðast hvað öðrum finnst um þá ef útkoma úr prófi hefur verið slæm? Þeir halda etv. að vinir og vandamenn meti manngildi þeirra eftir frammistöðu á prófi. Það sem einkunnir mæla er þekking manna á því sem prófið fjallaði um og hefur ekkert að gera með hvernig persóna maður er. Sannleikurinn er sá að ef þér hefur gengið illa á prófi ertu manneskja sem hefur gengið illa í prófi,- það er allt og sumt. Einkunnir mæla t.d. ekki: almennar gáfur manna hæfileika þeirra til að leggja af mörkum til samfélagsins sköpunarhæfileika sjálfsvirðingu aðra persónulega hæfileika Það er einnig misskilningur að halda að einkunn á prófi segi allt um hvernig fólk hefur staðið sig í áfanga. Einkunn á prófi segir til um það hvernig frammistaðan var á prófinu sjálfu. Ef einstaklingur hefur verið illa fyrirkallaður eða þjáist af prófkvíða eru líkur á að hann/hún hafi ekki komið allri þekkingu sinni frá sér. Á hinn bóginn getur verið að sumum líði vel í prófaðstæðum og/eða að viðkomandi sé heppinn að geta sér til með spurningar t.d. á krossaprófum. Hvorugt tilfellið endurvarpar nákvæmri mynd af því hvað hann/hún raunverulega kann og heldur ekki hversu vel viðkomandi er undirbúin(n). Að hafa óljósar eða rangar hugmyndir um próf og hvað þau mæla í reynd, getur aukið ótímabæran og ónauðsynlegan kvíða vegna prófa. Það er auðveldara að fá góða einkunn á prófi ef sá kvíði er ekki fyrir hendi. Fall á prófi getur augljóslega dregið úr sjálfsáliti og haft í för með sér aðrar sálrænar afleiðingar en þegar öllu er á botninn hvolft eru próf í skóla ekki uppá líf eða dauða. Í versta falli er fallniðurstaða úr prófi spurning um fjárhag og seinkun á því að takmarki sé náð og að einstaklingur þarf stundum að byggja upp sjálfstraust á ný. Prófkvíði er mjög margslungið fyrirbæri ekki síst af því að orsakirnar eru svo bundnar einstaklingum. Þannig getur prófkvíði t.d. verið hluti almennra kvíðaraskana hjá fólki.

Prófkvíði getur einnig verið sértækur þ.e. að einstaklingur þjáist einungis af prófkvíða en er annars ekki sérstaklega kvíðinn. Sumir sérfæðingar álíta að orsaka prófkvíða sé helst að leita í því að nemendur séu einfaldlega ekki nógu vel undirbúnir fyrir prófin. Samkvæmt minni reynslu sem námsráðgjafa við HA er þetta stundum satt en þó engan veginn eina ástæðan fyrir prófkvíða. Heilræði I: Til að vera í góðu formi fyrir próf, andlega og líkamlega, þarf m.a. að huga að hollu mataræði, rétt samsettri fæðu, og hreyfingu. Þar sem það sem það er mjög misjafnt hvaða líkamsrækt er best fyrir einstaklinga þarf hver og einn að finna hvað hentar honum/henni best. Heilræði II: Kynntu þér vel prófareglur HA. Þetta er nauðsynlegt t.d. til að lenda ekki í ógöngum með skráningar úr og í próf. Huga þarf að frestum sem gilda um skráningar og auk þess eru í þessum reglum ýmislegt um rétt og skyldur nemenda og skólans sem gagnlegt er að kynna sér. Undirbúningur fyrir próf Utan við augljósan undirbúning allra prófa, þ.e. ástundun náms, lestur og þekkingu á efninu, skil á nauðsynlegum verkefnum auk kunnáttu í góðum námsvinnubrögðum, er gott að fara yfir eftirfarandi gátlista: Hvaða námsefni er til prófsins. Reynið að sjá fyrir hvaða efni verður á prófinu. Þetta krefst ekki mikillar yfirlegu eða fágætra dulrænna hæfileika. Spyrjið kennarann t.d. hvaða námsefni þarf að skoða sérstaklega m.t.t. námsbóka, ýmis konar ítarefnis, glósa o.þ.h. Hugsanlega eru einhverjir kennarar sem geta sagt tiltölulega nákvæmlega í hverju þeir prófa. Eflaust munu sumir kennarar segja að allt sem farið hefur verið yfir og allt ítarefni sé lesefni fyrir prófið og þá er bara að haga seglum eftir vindi og skipuleggja undirbúning samkvæmt því. Finnið út hvaða tegund prófs verður viðhöfð. Er þetta krossapróf, eða munu verða ritgerðarspurningar? Margar stuttar eða færri og langar, eða er prófið blanda af hvoru tveggja. Verður dregið niður fyrir rangt svar á krossaprófi? Er prófið verkefni sem gera má heima? Er prófið munnlegt eða skriflegt, er það tekið á tölvu. Hvað má hafa með í prófið, bækur glósur, allt námsefnið, reiknivélar o.fl. Hvaða vægi er á prófinu? Hér er um að ræða hversu mörg prósent af heildareinkunn námskeiðsins prófið gefur. Þetta er oft gefið til kynna í kennsluskrá og alla vega ætti þetta að vera gefið upp í kennsluáætlun kennara. Þá er mikilvægt að vita stöðu sína í námskeiðum fyrir prófin t.d. hvaða einkunn er búið að ná fyrir verkefni eða annað verkframlag. Hvaða lágmarkseinkunn verður að fá á prófinu. Hvaða einkunn langar þig að fá, nauðsynlegt er að hafa raunhæf markmið. Að sjálfsögðu vilja allir gera sitt besta og fá góðar einkunnir en stundum er rétt að meta tíma, álag, þekkingu á efninu og mikilvægi einkunnar og hvers námskeiðs og taka ákvarðanir samkvæmt því sem varða undirbúning fyrir próf.

Hvar er prófið haldið og hversu langan tíma tekur það? Það virðist liggja í augum uppi að nemendur geri sér grein fyrir þessu. Þó eru alltaf einhverjir sem koma eða hringja fimm mínútum fyrir upphaf prófs á skrifstofur HA og spyrja hvar próf er haldið. Þetta veldur óþarfa streitu sem auðvelt er að fyrirbyggja. Próftöflur liggja fyrir tímanlega fyrir próf og eiga að vera aðgengilegar fyrir alla nemendur á vef HA einnig hanga þær á auglýsingartöflum skólans. Hefðbundin próf í HA geta varað í 3-4 tíma en einnig getur verið um lengri próf að ræða. Þá getur verið gott og nauðsynlegt að taka stutt hlé. Í löngum prófum getur verið nauðsynlegt stoppa skriftir augnablik að teygja aðeins úr sér eftir því sem hægt er í sæti sínu. Þá er gott að draga andann djúpt nokkrum sinnum, anda hægt frá sér og slaka á. Þetta kemur blóðinu á ofurlítið meiri hreyfingu, veitir örlitla slökun og gefur orku til áframhaldsins. Gætið að því að gera þetta á þann hátt að það trufli ekki aðra. Áætlun um upplestur. Áætlun um upplestur ætti að innihalda skipulag á lestrinum sjálfum og gott að setja það skipulag upp í tímatöflu eða stundaskrá sem er gerð með eigin þarfir í huga og miðuð að þeim tíma sem þú hefur. Hægt er að gera gátlista sem hentar í slíka áætlanagerð. 1. Gera nákvæma áætlun um allan tíma sem er til upplesturs fyrir hvert próf fyrir sig. 2. Yfirfara efni sem er til prófsins. Gera sér grein fyrir umfangi efnisins, áætla tíma í að endurskoða og lesa. 3. Undirstrika, yfirstrika, skoða/skima bækur, kafla, glósur. Sjóða efnið ennþá frekar niður t.d. með því að endurskrifa glósur í minna umfangi en þær fyrri voru. Farið yfir það sem höfundur bókar hefur sett fram sem aðalatriði t.d. í innrömmun á síðum og lesið samantekt í lok kaflanna eða hvers kyns aðra samantekt sem um er að ræða. Notið Post-it miða eða lítil spjöld úr kartoni (flash cards) til að skrifa á það sem þið verðið að kunna. T.d. skilgreiningar, formúlur og/eða aðrar staðreyndir sem þarf að kunna skil á. Post-it miðana er síðan hægt að líma upp hvarvetna þar sem þú ert heima og rekst á þá t.d. við skrifborðið, á eldhússkápa o.s.frv. Spjöldin er hægt að hafa í vasanum og hafa með hvert sem farið er. Taka þessi spjöld upp í tíma og ótíma til að lesa og festa í minni, jafnvel í biðröðinni við kassann í matvörubúðinni. 4. Læra utanað ef þörf er á ýmsar upplýsingar s.s. einstöku skilgreiningar, formúlur, gröf, og aðra grafíska framsetningu á efni. 5. Notið glósur til að búa til spurningar sem þú heldur að muni koma á prófi eða svara (munnlega) spurningum úr gömlu prófi. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum. Hægt er að sækja um aðstoð vegna próftöku. Fólk með fatlanir eða sem af líkamlegum ástæðum þarf sérmeðferð á prófum á að snúa sér til námsráðgjafa sem hefur umsýslu með þeim málflokki innan HA. Þetta á einnig við um fólk með leshamlanir og prófkvíða og vanda af slíkum toga. Ef upp koma önnur vandamál vegna próftöku er best að snúa sér til prófstjóra. Munið að jafn og markviss lestur, góð tímasókn og regluleg ástundun náms alla önnina eru bestu og skilvirkustu vinnubrögð í námi.

Fyrir próf. Mæta snemma. Þetta gefur oft tíma til að slaka á aðeins áður en þið byrjið. Það er mjög gott að kunna slökunaræfingar sem hægt er að nota áður en gengið er inn í próf og ef þörf þykir annars. Það er alltaf góð byrjun á hverju prófi að slaka aðeins á áður en hafist er handa. Þó er einkum nauðsynlegt fyrir fólk með prófkvíða að kunna slökunaraðferðir því að slökun er að margra áliti ein aðalforsenda kvíðastjórnunar. Fyrir prófkvíðna er gott að muna að tala sem minnst við samnemendur áður en prófið hefst. Það er samdóma álit margra að það geti aukið kvíðann. Mörgum þykir gott að ganga til próftökustaðar og einnig er gott að borða næringarríka en létta máltíð áður en farið er í próf. Í prófinu sjálfu. Hlustið vel á allar munnlegar leiðbeiningar sem gefnar eru í upphafi prófsins og lesið vel allar skriflegar leiðbeiningar sem kunna að liggja fyrir. Lesið prófið yfir, gangið úr skugga um að þið skiljið allar útskýringar og fyrirmæli. Ef þið þurfið að fá útskýringar hjá kennara skulið þið merkja við það strax og vera tilbúin í að kalla á kennarann þegar hann/hún kemur. Lesið prófið aftur, nú ýtarlegar, til að fá hugmynd um hversu mikið þarf að skrifa og gerið ykkur grein fyrir hvaða upplýsingar þurfa að koma fram. Gerið ykkur grein fyrir tíma sem þið hafið til að svara spurningunum og hvert vægi hverrar spurningar er. Það er algengt að fólk noti of mikinn tíma til að svara spurningum með litlu vægi. Ef þið byrjið að svara spurningu og festist í henni þ.e. gleymið atriðum sem þið haldið að þið kunnið, er oft gott að geyma hana og koma að henni síðar. Byrjið á að svara þeim spurningum sem ykkur finnast auðveldastar. Það eykur sjálfstraust til áframhaldsins. Það örvar einnig oft hugarflæði og getur hjálpað við að tengja á milli ýmissa þátta og annarra spurninga í prófi. Ef ekki er dregið niður fyrir röng svör, reynið þá að svara öllum spurningunum. Farið vel yfir prófið áður en skilað er. Tillitssemi Sýndu samnemendum þínum tillitssemi á próftökustað. Próftími er mjög viðkvæm stund fyrir marga og nauðsynlegt að hafa hana sem hljóðlátasta. Margir hafa kvartað um óróleika á próftökustað og samkvæmt þeim kvörtunum ætti t.d. að; forðast að smella í pennum og að tyggja tyggjó með smellum og skellum. Háværar stunur og andvörp og að vera óróleg(ur) í sæti sínu eru pirrandi fyrir marga. Verið með hljóðlátt nesti. Mismunandi gerðir prófa. Krossapróf, fjölvalsspurningar Einn af kostum þessarar gerðar prófa er að próftaki er venjulega fljótur að taka þau og kennari fljótur að fara yfir þau.

Hér getur verið um að ræða mjög margar gerðir spurninga en nokkuð sameiginlegt með þeim er að próftaki er beðin(n) að velja á milli gefinna atriða. Fjölvalsspurningar geta verið með mismunnandi mörgum svarmöguleikum í sama prófinu. Hér eru nokkur heilræði varðandi töku krossaprófa. Ef í vafa er stundum ráðlegt að láta sjón ráða för, hvað lítur út fyrir að vera réttast, Láta heyrn ráða för, hvað hljómar réttast. Varið ykkur samt á þessu tvennu ef dregið er niður fyrir rangt svar. Útilokið öll svör sem eru örugglega röng Varist gildrur t.d. svör sem gætu litið út fyrir að vera rétt, bullsvör, svör sem eru ætluð til að villa um fyrir próftaka, spurningum sem eru ruglingslega orðaðar t.d. Allt sem hér á eftir er rétt nema... Skoðið vel og varist fullyrðingar sem segja; -- allt, ekkert, alltaf, aldrei. Byrjið á léttustu spurningum Ef spurningarnar eru langar er oft gott ráð að byrja á að lesa svörin Skoðið gömul próf með það fyrir augum að læra hvernig maður tekur krossapróf Ritgerðarspurningar Í þessu tilfelli þarf próftakinn að vera nákvæmur og skýr því að jafnan er ætlast til að nemandi komi frá sér miklum upplýsingum í stuttum og hnitmiðuðum texta. Próftakinn þarf því að skipuleggja hugsun sína út frá þekkingu á efninu og samtímis gera sér grein fyrir tímamörkum. Nokkur heilræði varðandi ritgerðaspurningar: Lesið allar spurningarnar fyrst. Gangið úr skugga um að þið skiljið allt sem þar stendur. Það að lesa allar spurningarnar fyrst er ekki síst hugsað til að athuga hvort þær tengjast að einhverju leyti. Ef þær tengjast innbyrðis er hægt með yfirlestrinum að fá vitneskju um hvað á við að skrifa við hverja spurningu fyrir sig. Þetta er einskonar flokkun á efni og þekkingu. Þegar lesið er yfir er mikilvægt að punkta niður stikkorð sem koma upp í hugann við lesturinn. Góð hugmynd er að búa til lítið hugtakakort, sem svör eru síðan skrifuð út frá. Svara spurningunni eins vel og hægt er. Ekki blanda óviðkomandi efni inn í hana. Skoðið vel hvað beðið er um í spurningunum, athugið orðanotkun kennarans og svarið eftir því. Ef beðið er um að bera saman tvær kenningar þá þarf að gera það en ekki útskýra þær, skilgreina eða lýsa þeim nema að beðið sé um það líka. Haldið ykkur við það sem beðið er um. Ekki nota slanguryrði og/eða styttingar sem þið hugsanlega notið annars. Sýnið að þið kunnið góða íslensku og notið fagorð ef/þegar það á við. Skrifið skýrt, vandið frágang eins og hægt er. Reynið að vera eins skýr og skorinorð og ykkur er unnt. Lesa vel yfir hvert svar fyrir sig að lokum. Próf þar sem öll gögn eru leyfð. Próf þar sem kennari leyfir öll gögn eru oft erfiðustu prófin því að þá er gjarna ætlast til að próftaki geti skilað mikilli og jafnvel flókinni þekkingu á stuttum tíma. Þegar verið er að búa sig undir próf af þessu tagi er nauðsynlegt að vinna skipulega og fara vel yfir gögnin sem áætlað er að hafa í prófinu. Skrifið á sérstakt blað t.d. allar formúlur, mikilvægar skilgreiningar og annað sem þarf að kunna. Merkið bækur með Post-it miðum eða einhverju slíku, límið á blaðsíður t.d. þar sem eru mikilvæg gröf, myndir og slíkt. Þetta auðveldar að finna mikilvæga hluti í bókinni í prófinu og sparar tíma sem annars færi í að leita og fletta fram og tilbaka.

Ef reiknað er með að nota glósur sem safnast hafa upp yfir misserið er rétt að númera þær í einhverju kerfi og jafnvel skrifa efnisyfirlit á eitt blað. Athugið að engir af þessum punktum eru hugsaðir sem staðgenglar þess að lesa vel undir próf og alltaf gildir það sem sagt var í upphafi að; jafn og markviss lestur, góð tímasókn og regluleg ástundun náms alla önnina eru bestu og skilvirkustu vinnubrögð í námi. Munið að nálgast prófið með því viðhorfi að þið ætlið að gera ykkar besta. Gangi ykkur vel. Tekið saman af Solveigu Hrafnsdóttur haustið 2002 og endurskoðað í febrúar 2003. Efniviður sóttur í bækurnar: Becoming a Master Student eftir Dave Ellis, Houghton Mifflin Company, Boston, New York. The Secrets of Taking Any Test, eftir Judith N. Meyers, Learnig Express, New York. Teaching Study Skills and Strategies in College eftir Patricia Iannuzzi, Stephen S. Strichart og Charles T.Mangrum II, Allyn and Bacon og The Great Big book of How to study eftir Ron Fry, CareersPress, Franklin Lakes New York.