Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Similar documents
Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Málavextir Þann 4. ágúst 2015 barst Einkaleyfastofunni tilkynning frá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO)

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Auðkennið ÍSFABRIKKAN. I. Erindið

HVERSU LANGT NÆR VERND VÖRUMERKJA? ÓLÖGMÆT NOTKUN ÞRIÐJA AÐILA Á SKRÁÐU VÖRUMERKI MEÐ HLIÐSJÓN AF SAMKEPPNISLEGUM SJÓNARMIÐUM

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt

Auðkenni Super Jeep Drive. I. Erindið

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Föstudagurinn, 19. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com

Balsamískur ávaxtailmur með vott af kanil

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

I. Erindi Atlassíma ehf.

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Reykjavík, 7. desember Úrskurður nr. 22/2017. Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15)

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta

Miðvikudagur, 23. febrúar fundur samkeppnisráðs

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 299/2018 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi nr. FI219 þann 17. desember 2017

Kaup Pressunnar ehf. á Birtingi útgáfufélagi ehf.

Samruni KS sölu ehf., Sláturhússins Hellu hf. og Skanka ehf.

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

*Tollverð. Úrskurður nr. 1/2004.

Úrskurður nr. 3/2010.

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012

1*1 Minnisblað Dags

*Tollverð *Gjafaafsláttur. Úrskurður nr. 1/2009

Samruni Johan Rönning hf. og Efnissölu G.E. Jóhannssonar ehf.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Miðvikudagurinn 23. maí fundur samkeppnisráðs

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007. Misnotkun Hf. Eimskipafélags Íslands á markaðsráðandi stöðu sinni

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Uppsetning á Opus SMS Service

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Fimmtudaginn 3. maí 2018.

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf.

Föstudagurinn 26. febrúar 1999 kl. 11: fundur samkeppnisráðs. Fyrirhuguð kaup Coca-Cola Nordic Beverages A/S á öllu hlutafé í Vífilfelli ehf.

Samruni 365 miðla ehf. og Konunglega kvikmyndafélagsins ehf.

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf.

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Þriðjudagurinn 9. maí fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Iðnvéla ehf. yfir viðskiptaháttum Merkúrs ehf. I. Erindið

Kaup Límtrés Vírnets ehf. á öllum hlutum í Bindir og Stál ehf.

SKÝRSLA FRAMSÖGUMANNS í máli E-3/11. gegn

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Eðlishyggja í endurskoðun

áhrif Lissabonsáttmálans

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 2/2015 vegna kvörtunar um aflýsingu flugs WOW air þann 17. júní 2014

Brot Forlagsins ehf. á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2008 Samruni JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf.

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013

(Ebba Schram hrl.) Dómsorð:

Samruni Samhentra Kassagerðar hf. og Frjó Umbúðasölunnar ehf.

Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd. - Lögfræðileg úttekt -

Beiðni Forlagsins ehf. um endurupptöku ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2008 um samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf.

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Birting auglýsingar frá PokerStars.com á Stöð 2 Sport

Vörumerkjasamfélag Apple

Kæruefni: Kærður er úrskurður Tollstjóra um endurákvörðun nr. 1/2014 END dags

Leiðbeinandi tilmæli

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf.

Fimmtudagur, 17. október Ákvörðun nr. 24/2013

Mánudagurinn 12. janúar 1998 kl. 15: fundur samkeppnisráðs. Viðskiptahættir í greiðslukortastarfsemi. I. Málavextir og málsmeðferð

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Misnotkun Sorpu bs. á markaðsráðandi stöðu sinni

Kaup Alvogen Iceland ehf. á samheitalyfjum Teva á Íslandi

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins...

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Áhrif aldurs á skammtímaminni

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu

Erindi WOW Air ehf. vegna úthlutunar Isavia ohf. á afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli. Efnisyfirlit

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu

Transcription:

Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september 2016 lagði Umboðssalan Art inn umsókn um skráningu vörumerkisins North Rock, nr. V0102054. Óskað var skráningar fyrir vörur í flokki 25. Merkið var skráð og birt í ELS-tíðindum þann 15. desember 2016. Með erindi, dags. 14. febrúar 2017, andmælti Árnason Faktor ehf., f.h. IIC-Intersport International Corporation GmbH, Wölflistrasse 2, 3006 Bern, Sviss, skráningu merkisins. Andmælin byggja á ruglingshættu við skráð vörumerki andmælanda, NORTHBROOK, alþjóðleg skráning nr. 1020558, sbr. 6. og 8. tl. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki (vml.), sbr. 1. mgr. 4. gr. sömu laga. Meðan á málsmeðferð stóð lagði andmælandi inn eina greinargerð en engar athugasemdir bárust frá eiganda. Með erindi Einkaleyfastofunnar, dags. 19. apríl 2017, var aðilum tilkynnt að gagnaöflun væri lokið og að málið yrði tekið til meðferðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Að mati andmælanda er ruglingshætta til staðar á milli merkis eiganda og merkis andmælanda, NORTHBROOK (orðmerki), alþjóðleg skráning nr. 1020558, sbr. 6. og 8. tl. 1. mgr. 14. gr. vml., sbr. 1. mgr. 4. gr. sömu laga. Enn fremur vísar andmælandi til 11. gr. reglugerðar nr. 310/1997 um skráningu vörumerkja. Andmælandi fer fram á að skráning merkis eiganda verði afmáð úr vörumerkjaskrá með vísan í eftirfarandi rökstuðning. Andmælandi vísar til þess að samkvæmt 14. gr. vml. sé óheimilt að skrá vörumerki ef ruglast megi á því og vörumerki sem sé notað, þegar skráð eða vel þekkt. Í 6. tl. 1. mgr. 14. gr. vml. sé kveðið á um að vörumerki megi ekki skrá ef villast megi á merkinu og vörumerki sem skráð hafi verið hér á landi eða hafi verið notað þegar umsókn um skráningu sé lögð inn og sé enn notað hér. Í 8. tl. 1 mgr. 14. gr. vml. sé kveðið á um að vörumerki megi ekki skrá ef villast megi á því og vörumerki sem skráð hafi verið alþjóðlegri vörumerkjaskráningu að því gefnu að hún hafi öðlast gildi hér á landi áður en umsóknin hafi verið lögð inn. Andmælandi tilgreinir að þegar metið sé hvort að bein ruglingshætta sé milli tveggja merkja sé annars vegar litið til þess hvort merkin séu það lík að hætta sé á ruglingi og hins vegar hvort vöru- eða þjónustulíking sé með merkjunum, sbr. 1. mgr. 4. gr. vml. Mati á merkjalíkingu megi

síðan skipta í þrennt. Í fyrsta lagi skuli meta hvort sjónlíking sé með merkjunum. Í öðru lagi skuli líta til þess hvort hljóðlíking sé til staðar og í þriðja lagi geti merkingarlíking einnig komið til skoðunar. Andmælandi bendir á að grundvallarreglan við mat á ruglingshættu sé sú að meta skuli heildarmynd merkjanna sem um sé deilt. Einnig geti það haft áhrif hvort eldra merkið teljist mjög sérkennandi í sjálfu sér. Þar geti t.d. haft áhrif hvort um sé að ræða tilbúin orð eða almenn þekkt orð í tungumálinu. Það er mat andmælanda að í máli þessu séu til staðar skilyrði um beina ruglingshættu, sbr. 6. og 8. tl. 1. mgr. 14. gr. vml. Andmælandi bendir á að merki hans hafi verið skráð á Íslandi frá árinu 2015, en umsóknardagur merkisins sé 19. janúar 2015. Merkið sé skráð fyrir clothing, footwear, gloves and bonnets; fishing boots; articles of clothing for hiking, for the mountains, for climbers, for hunting, for fishing and for horse-riding í flokki 25 ásamt öðrum tilgreindum vörum í flokkum 9, 14, 18, 20, 22 og 28. Andmælandi lætur fylgja með útprentun af vefsíðu Einkaleyfastofunnar varðandi upplýsingar um skráninguna. Andmælandi bendir einnig á að merki hans séu skráð víða um heim og leggur fram yfirlit skráninganna því til stuðnings. Andmælandi bendir á að hið andmælta merki sé vörumerkið North Rock (orðmerki), sbr. skráning nr. V0102054. Merkið sé skráð fyrir fatnað, skófatnað og höfuðfatnað í flokki 25. Merki andmælanda sé skráð fyrir sömu vörur í flokki 25 og sé vörulíking því alger með merkjunum sem um ræði. Að mati andmælanda eykur sú staðreynd að vörulíking sé til staðar með merkjunum enn á hættuna á ruglingi milli merkjanna. Andmælandi tilgreinir að við mat á ruglingshættu milli vörumerkja sé nauðsynlegt að gæta að tengslum allra þeirra þátta sem komi til álita við það mat. Það mikilvægasta í því sambandi séu líkindin milli vörumerkjanna sjálfra og milli þeirra vara og þjónustu sem þeim sé ætlað að auðkenna. Þannig geti mikil líkindi milli merkjanna sjálfra vegið á móti minni líkindum milli þeirra vöru eða þjónustu sem merkjunum sé ætlað að auðkenna og öfugt. Merki sem teljist sérkennandi hvort heldur í sjálfu sér eða vegna þess að um sé að ræða vel þekkt merki njóti víðtækari verndar en vörumerki sem ekki séu eins sérkennandi. Andmæladi vísar til niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli C-39/97, Canon Kabushiki, Japan v. Metro-Goldwyn-Mayer, Inc., 17.- 18. mgr., máli sínu til stuðnings. Að mati andmælanda skal við mat á merkjalíkingu miða við neytanda sem sé þokkalega upplýstur og athugull. Þó verði að hafa í huga að neytendur hafi yfirleitt aðeins annað merkið fyrir sjónum hverju sinni og hafi því ekki möguleika á að bera merkin saman hlið við hlið, heldur verði þeir að treysta á þá óljósu mynd sem þeir hafi af merkinu í huga sínum. Í þessu sambandi vísar andmælandi til niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli C-342/97 Lloyd Schuhfabrik v. Klijsen Handel BV, 26. mgr., máli sínu til stuðnings. Andmælandi bendir á að bæði merkin sem um ræði í málinu séu orðmerki og því sé ekki um neina stílfærslu að ræða. Að mati andmælanda er mikil sjónlíking með merkjunum. Viðurkennd venja sé við mat á ruglingshættu merkja hér á landi að forskeyti hafi sérstaklega mikið vægi, sér í lagi þar sem í íslensku máli sé áhersla jafnan á fyrsta atkvæði orðs. 2

Andmælandi tilgreinir að hið andmælta merki innihaldi forskeyti merkis hans, NORTHBROOK, í heild sinni, ásamt þremur af fjórum/fimm stöfum viðskeytisins. Merkin séu afar lík á að líta, ásamt því að vera svipað löng. Af þessu sé ljóst að mikil sjónlíking sé með merkjunum og merkin deili í heildina átta af níu/tíu stöfum. Andmælandi telur að mikil hljóðlíking sé með merkjunum NORTHBROOK og North Rock þar sem fimm stafa forskeyti sé nákvæmlega það sama, ásamt því sem þrír af fjórum/fimm stöfum viðskeytis séu þeir sömu og í sömu röð. Merkin hafi einnig jafn mörg atkvæði, ásamt R-hljóði við upphaf viðskeytis og hörðu K-hljóði í endann. Andmælandi ítrekar að meta skuli ruglingshættu út frá sjónarhóli neytandans og þeirri staðreynd að hinn almenni neytandi hafi alla jafna aðeins annað merkið fyrir augum hverju sinni. Í ljósi þeirrar miklu sjón- og hljóðlíkingar sem sé með merkjunum að mati andmælanda, ásamt nær algjörri vörulíkingu, er það mat andmælanda að ruglingshætta sé til staðar með vörumerkjunum. Þá bendir andmælandi á að þónokkur merkingarlíking sé með orðunum þar sem bæði hafi að geyma tilvísun til norðursins ásamt náttúrufyrirbæra, þ.e. steins og lækjar. Andmælandi telur því afar líklegt að neytendur ruglist og telji vörunar af sama uppruna, þ.e. frá andmælanda. Að mati andmælanda brýtur skráning eiganda gegn fyrri vörumerkjarétti hans, sbr. 6. og 8. tl. 1. mgr. 14. gr. vml. og telur andmælandi að ógilda beri skráningu eiganda. Engar athugasemdir bárust frá eiganda. Niðurstaða Andmælin eru lögð fram innan tilskilins frests og eru því lögmæt. Andmælt er skráningu vörumerkisins North Rock, skráning V0102054 sem skráð er fyrir fatnað, skófatnað og höfuðfatnað í flokki 25. Andmælin eru byggð á ruglingshættu með vísan til 6. og 8. tl. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki (vml.), sbr. 1. mgr. 4. gr. sömu laga, við merkið NORTHBROOK, alþjóðleg skráning nr. 1020558 í eigu andmælanda. Meginhlutverk vörumerkja er að greina vörur eða þjónustu eins aðila frá vörum og þjónustu annarra, sbr. 2. gr. vml. Í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að í vörumerkjarétti felist að aðrir en eigandi vörumerkis megi ekki heimildarlaust nota í atvinnustarfsemi tákn sem eru eins eða lík vörumerki hans. Þau skilyrði eru sett að notkunin taki til eins eða svipaðrar vöru eða þjónustu og vörumerkjarétturinn nær til eða að hætt sé við ruglingi, þ.m.t. að tengsl séu með merkjunum. Í 6. tl. 1. mgr. 14. gr. vml. segir að óheimilt sé að skrá merki ef villast má á merkinu og vörumerki sem skráð hefur verið hér á landi eða hefur verið notað hér þegar umsókn um 3

skráningu er lögð inn og er enn notað hér. Í 8. tl. 1. mgr. 14. gr. vml. segir að óheimilt sé að skrá merki ef villast má á merkinu og vörumerki sem skráð hefur verið alþjóðlegri vörumerkjaskráningu, að því tilskildu að sú skráning hafi öðlast gildi hér á landi áður en umsókn var lögð inn, sbr. 59. gr. vml. Það sem einkum skiptir máli við mat á því hvort ruglingshætta sé með vörumerkjum er hvort sjón-, hljóð- og vöru- eða þjónustulíking sé með merkjunum. Meta verður þessa þætti alla saman og það sem úrslitum ræður er hvort heildarmynd merkjanna sé svo lík að ruglingi geti valdið. Þá er almennt talið að því ólíkari sem merkin eru, þeim mun skyldari eða svipaðri mega vörurnar eða þjónustan vera og öfugt. Í máli þessu er um að ræða annars vegar merki eiganda, North Rock, sem skráð er fyrir fatnað, skófatnað og höfuðfatnað í flokki 25 og hins vegar merki andmælanda, NORTHBROOK, sem er skráð fyrir vörur í flokkum 9, 14, 18, 20, 22, 25 og 28. Sjón-, hljóð- og merkingarlíking Hvað sjónlíkingu varðar þá er sameiginlegur hluti merkjanna sem um ræðir orðið north sem er fremri hluti beggja merkjanna. Samkvæmt Snöru veforðabók þýðir orðið north, m.a. norður. Samkvæmt sömu orðabók þýðir orðið brook m.a. lækur og orðið rock m.a. berg, grjót eða klöpp. Að mati Einkaleyfastofunnar telst orðhlutinn north vera veikari hluti merkjanna, en um algengan orðhluta er að ræða fyrir vörur í flokki 25. Er áherslan í merkjunum þar af leiðandi annars vegar á orðhlutann brook og hins vegar á orðhlutann rock. Að mati stofnunarinnar er því um litla sjónlíkingu að ræða. Það sama er að segja um hljóðlíkingu, en orðið brook og rock eru ólík í framburði. Orðið brook er að mati stofnunarinnar borið fram sem brúkk á meðan orðið rock er borið fram sem rokk. Þá telur stofnunin að merkingarlíking sé takmörkuð og vísast til ofangreindrar þýðingar á orðunum sem um ræðir í merkjunum í því samhengi. Vörulíking Merki eiganda er skráð fyrir fatnað, skófatnað og höfuðfatnað í flokki 25. Merki andmælanda er skráð fyrir clothing, footwear, gloves and bonnets; fishing boots; articles of clothing for hiking, for the mountains, for climbers, for hunting, for fishing and for horse-riding í flokki 25, auk ýmissa vara í flokkum 9, 14, 18, 20, 22 og 28. Að mati Einkaleyfastofunnar er um vörulíkingu að ræða á milli merkjanna í flokki 25. Með vísan til framangreinds, þ. á m. þess að merking orðhlutans north telst vera veik í skilningi vörumerkjalaga fyrir umræddar vörur er það mat Einkaleyfastofunnar að þrátt fyrir vörulíkingu sé heildamynd merkisins, North Rock annars vegar og merkisins NORTHBROOK hins vegar, ekki svo lík að ruglingi geti valdið, sbr. 6. og 8. tl. 1. mgr. 14. gr. vml., sbr. 1. mgr. 4. gr. sömu laga. Krafa um að skráning nr. V0102054, North Rock, verði felld úr gildi er því ekki tekin til greina. Vakin er athygli á því að skv. 1. mgr. 63. gr. laga um vörumerki geta aðilar máls áfrýjað 4

ákvörðun Einkaleyfastofunnar innan tveggja mánaða frá dagsetningu úrskurðarins til áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Áfrýjunargjald samkvæmt gildandi reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. greiðist atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti við áfrýjun. Vinnist mál hjá áfrýjunarnefnd er hluti áfrýjunargjalds endurgreitt. Úrskurðarorð Skráning merkisins North Rock nr. V0102054 skal halda gildi sínu. Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfr. 5