Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Similar documents
Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Leiðbeinandi tilmæli

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Leiðbeinandi tilmæli

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Rekstraráhætta í áhættustjórnun viðskiptabanka

Leiðbeinandi tilmæli

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

1*1 Minnisblað Dags

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Innri endurskoðun Október 1999

Tengdir aðilar á markaði

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Úrbætur/ breytingar. Tapsáhætta sem bankarnir þrír báru vegna eigin hlutabréfa og hlutabréfa hinna bankanna. 2

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND. jármál. Vefrit Fjármálaeftirlitsins. Efni:

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Nr janúar 2010

Kynning á viðmiðunarreglum EIOPA sem fylgja Solvency II fyrri hluti

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir)

III. Umgjörð og eftirlit

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni Reykjavík 25. september 2016

ENDURSKOÐUN LAGA UM OPINBERT EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLASTARFSEMI O.FL. Skýrsla og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Samkeppnismat stjórnvalda

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf.

Stefna RIM um gagnaleynd

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun. Janúar 2013

Nr nóvember 2017 REGLUGERÐ. um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna.

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur

Nýmæli á verðbréfamarkaði Kynning á EMIR

Ed Frumvarp til laga [286. mál]

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

SÉRRIT SEÐLABANKI ÍSLANDS. Hlutverk seðlabanka í fjármálaeftirliti. Nr. 5

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Uppsetning á Opus SMS Service

Áhættur í rekstri sveitarfélaga

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

1. gr. 2. gr. 3. gr. 4. gr.

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

Viðauki 6. Birtur með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

MS ritgerð. Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone

- Kerfisgreining með UML

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND. jármál. Vefrit Fjármálaeftirlitsins. Efni:

I. Erindi Atlassíma ehf.

FRÍVERSLUNARSAMNINGUR MILLI RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS OG RÍKISSTJÓRNAR ALÞÝÐULÝÐVELDISINS KÍNA

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

spjaldtölvur í skólastarfi

Viðskiptadeild Sumarönn Verðmat. Verðmatsaðferðir og raunvirði fyrirtækja á tímum mikillar óvissu. Þórarinn Ólason

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

Mat á umhverfisáhrifum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA

B.Sc. í viðskiptafræði

Ný Evrópulöggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga

Markaðsáherslur og markaðshneigð

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

Verðmat á Valitor hf. og Borgun hf.

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

September Siðareglur í opinberri stjórnsýslu

MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja

Transcription:

Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. 17. apríl 2007

Fjármálaeftirlitið apríl 2007 I. Inngangur Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2007 um viðmiðunarreglur til að efla samræmi í eftirlitsaðferðum. Viðmiðunarreglur Samstarfsnefndar evrópskra eftirlitsaðila á lánamarkaði (Committee of European Banking Supervisors (CEBS)) til að efla samræmi í aðferðum í eftirliti með fjármálafyrirtækjum, Guidelines on the Application of the Supervisory Review Process under Pillar 2 (GL 03), eru hluti af þeim leiðbeinandi tilmælum. Þar kemur fram að við mat á eiginfjárþörf (ICAAP) eigi fjármálafyrirtæki að taka með í reikninginn áhrif vegna efnahagssveiflna auk næmni fyrir utanaðkomandi áhættu, s.s. landaáhættu, áhættu tengdri því lagaumhverfi sem þau starfa í og áhættu vegna aðgerða samkeppnisaðila. Til að meta þessi áhrif eru álagspróf notuð. Þá getur Fjármálaeftirlitið notað álagspróf til að kanna hvort þörf er á afskiptum þess af starfsemi fjármálafyrirtækisins. Þá ber einnig, við mat á eiginfjárþörfinni, að taka tillit til ýmissa áhættuþátta s.s. samþjöppunaráhættu og vaxtaáhættu í liðum utan veltubókar, en um það er einnig fjallað í leiðbeinandi tilmælum þessum. II. Álagspróf Viðmiðunarreglur þessar um álagspróf eru hluti af eftirlits- og matsferlinu (SREP). Þau ákvæði sem liggja til grundvallar þessum hluta leiðbeinandi tilmælanna um álagspróf eru grein nr. 114 og í viðaukum V, VII 4. hluta, VIII 3. hluta og XI í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/48/EB Ekki um í gildi stofnun og rekstur lánastofnana og auk þess í viðaukum III og V í tilskipun nr. 2006/49/EB um eiginfjárkröfur fjárfestingarfyrirtækja og lánastofnana. Tilskipun 2006/48/EB: Í 114. gr. er tilgreint að fjármálafyrirtæki eigi að gera álagspróf vegna samþjöppunaráhættu í tengslum við stórar áhættuskuldbindingar og taka þar með í reikninginn innleysanlegt virði veðtrygginga. Í viðauka V er greint frá að stjórnendur skuli staðfesta og fylgjast reglulega með aðferðum og stefnu vegna þeirrar áhættu sem fjármálafyrirtæki tekur, áhættustýringar og mildunar áhættu, þar með talið áhættu vegna þess efnahagsumhverfis sem það starfar í. Einnig skulu vera til staðar stefna og ferlar vegna mælingar og stýringar á fjármögnun og taka skal mið af breyttum en líklegum aðstæðum. Þá skulu þær forsendur sem liggja að baki ákvörðunum um fjármögnun endurskoðaðar reglulega. Einnig skulu vera til staðar viðbúnaðarferlar til að takast á við verulega lausafjárerfiðleika (e. liquidity crisis). Viðauki VII fjallar um innramatsaðferð (IRB). Þar er tilgreint að nota skuli álagspróf við mat á eiginfjárþörf þar sem bera á kennsl á hugsanlega framtíðar atburði í efnahagsumhverfinu sem geti haft neikvæð áhrif á útlán fjármálafyrirtækisins og mat á hæfni þess til að standast slíkar breytingar. Gera á álagspróf vegna útlánaáhættu reglulega og skal prófið valið af fjármálafyrirtækinu 2

en vera undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Gera skal ráð fyrir að tilfærsla (e. migration) geti orðið á lánshæfismati viðskiptavina við mismunandi aðstæður. Meta skal tap að gefnum vanefndum (LGD) og breytistuðla m.t.t. hugsanlegrar efnahagslegrar niðursveiflu og skulu varfærnissjónarmið ráða. Einnig skulu vera til staðar álagspróf vegna hlutabréfaeignar og virðisáhættulíkana (VaR). Þá skal kynna fyrir stjórnendum samanburð á endanlegum tapshlutföllum (e. realised default rates), tapi að gefnum vanefndum (LGD) og breytistuðlum (e. conversion factors) og hver niðurstaðan er við álagspróf. Í viðauka VIII er fjallað um innri líkön vegna mildunar útlánaáhættu og um innlausnartíma illseljanlegra eigna og álagspróf vegna þeirra. Í viðauka XI er greint frá hvernig eftirliti með áhættustýringu og álagsprófum fjármálafyrirtækja skuli háttað. Mat og eftirlit Fjármálaeftirlitsins skal m.a. fela í sér að skoðaðar séu niðurstöður úr álagsprófum hjá þeim fyrirtækjum sem nota innramatsaðferð, hvernig samþjöppunaráhættu er stjórnað, hversu öflugir og viðeigandi ferlar varðandi mildun útlánaáhættu eru, hvort nægilegt eigið fé sé til staðar vegna eigna sem notaðar eru í verðbréfun, hvernig lausafjáráhættu sé stjórnað og áhrif áhættudreifingar (e. diversification effects) í áhættustýringu. Tilskipun 2006/49/EB: Í viðauka III er lögð áhersla á að til staðar séu álagspróf vegna mótaðila- og útlánaáhættu (Counterparty credit risk CCR) sem viðbót við þau kerfi sem meta og greina þessa áhættu. Niðurstöður Ekki þessara í gildi prófana skulu endurspeglast í þeim stefnum og mörkum sem stjórnendur setja. Þegar álagspróf vegna þessarar áhættu eru gerð skal taka tillit til þátta vegna bæði útlána- og markaðsáhættu. Þá skal hugað að samþjöppunaráhættu, fylgni milli markaðs- og útlánaáhættu auk þeirra áhrifa sem innlausn stórra hluta/staða hafi á markaðinn. Í viðauka V er vikið að því að fjármálafyrirtæki sem hafa heimild til að nota innri líkön þurfi að hafa víðtæk og nákvæm álagspróf þar sem sérstaklega eru könnuð áhrif á seljanleika eigna, samþjöppunaráhættu o.fl. sem virðisáhættulíkön ná ekki yfir. Viðmiðunarreglur CEBS um álagspróf: Technical aspects of stress testing under the supervisory review process (CP12) 1 eru hluti af leiðbeinandi tilmælum þessum og ber eftirlitsskyldum aðilum að kynna sér efni þeirra. Viðmiðunarreglurnar lýsa markmiðum og æskilegum niðurstöðum. Þar sem breytingar í viðskipta- og efnahagsumhverfi fjármálafyrirtækja hafa fyrst áhrif á tekjur þeirra ættu þau að meta hver áhrifin eru á innri eiginfjárþörf við ýktar aðstæður. Við túlkun þessara reglna er mikilvægt að greina milli mismunandi tegunda tilvika. Í þeim tilvikum þar sem reglurnar endurspegla sameiginlegan skilning eftirlitsaðila er talað um hvað fjármálafyrirtæki ætu að gera (should). Þegar orðin geta, mega (could, 1 http://www.c-ebs.org/getdoc/e68d361e-eb02-4e28-baf8-0e77efe5728e/gl03stresstesting.aspx 3

may) o.s.frv. eru notuð er fjármálafyrirtækjum frjálst að nota aðrar lausnir. Þegar orðasambandið ætu að íhuga (should consider) er notað gefur það fjármálafyrirtækjum möguleika á að nota ekki þá aðferð sem um er rætt, ef þau telja hana ekki fullnægjandi, án þess að þurfa að skýra það nánar. Þegar vitnað er í tilskipanir 2006/48/EB og 2006/49/EBer notað orðið skal eða ber að (shall). Orðið álagspróf (stress testing) er almennt orðalag sem lýsir hinum ýmsu aðferðum sem fjármálafyrirtæki nota til að meta fjárhagslega veikleika gagnvart óvenjulegum en trúverðugum atburðum. Fjármálaeftirlitið telur mikilvægt að álagspróf sé hluti af áhættustýringu fjármálafyrirtækja. III. Samþjöppunaráhætta Þau ákvæði sem liggja til grundvallar þessum hluta leiðbeinandi tilmælanna um samþjöppunaráhættu eru í viðaukum V og XI í tilskipun nr. 2006/48/EB. Í viðauka V, um tæknileg viðmið vegna fyrirkomulags og meðferðar áhættu, er í 7. tl. fjallað um samþjöppunaráhættu vegna áhættuskuldbindinga mótaðila, tengdra mótaðila, mótaðila innan sömu atvinnugreina, landfræðilegra svæða, starfsemi og hrávara. Sérstaklega ber að hafa í huga áhættu tengda stórum, óbeinum áhættuskuldbindingum þar sem veð er veitt af einum aðila. Reglur og ferlar skulu skjalfestir. Í viðauka XI, um tæknileg viðmið vegna könnunar og mats þar til bærra yfirvalda, er í 1. tl. (b) tilgreint að eftirlitsaðilar skulu kanna og meta samþjöppunaráhættu fjármálafyrirtækja auk útlána-, markaðs- og rekstraráhættu. Í 17. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki með breytingum í desember 2006 er fjallað um eftirlit fjármálafyrirtækja með áhættu: Fjármálafyrirtæki skal á hverjum tíma hafa yfir að ráða tryggu eftirlitskerfi með áhættu í tengslum við alla starfsemi sína. Hjá fjármálafyrirtæki skulu vera til staðar fullnægjandi og skjalfestir innri ferlar til að meta nauðsynlega stærð, samsetningu og innri dreifingu eiginfjárgrunns með hliðsjón af þeim áhættum sem starfsemin felur í sér hverju sinni. Innri ferlar skulu endurmetnir reglulega til að tryggja að þeir séu fullnægjandi með hliðsjón af eðli, umfangi og margbreytileika starfseminnar. Viðmiðunarreglur CEBS um samþjöppunaráhættu: Technical aspects of the management of concentration risk under the supervisory review process CP 11-2 nd Part 2 eru hluti af leiðbeinandi tilmælum þessum og ber eftirlitsskyldum aðilum að kynna sér efni þeirra. Í reglum þessum er samþjöppunaráhætta skilgreind sem sérhver stök, bein eða óbein, áhættuskuldbinding eða flokkur áhættuskuldbindinga sem hugsanlega geta valdið fjármálafyrirtæki það miklu tapi að það hafi áhrif á heilbrigði þess eða getu til þess að viðhalda kjarnastarfsemi. 2 http://www.c-ebs.org/getdoc/00ec6db3-bb41-467c-acb9-8e271f617675/gl03.aspx 4

Samþjöppunaráhætta hlýst af: Stórum, einstökum áhættuskuldbindingum, hugsanlega fjárhagslega tengdum, eins og skilgreint er í reglum Fjármálaeftirlitsins nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar. Skilgreiningin á fjárhagslega tengdum aðilum þarf í þessu skyni að vera nægilega víðtæk til að ná til þeirra áhættuskuldbindinga sem tengjast t.d. gegnum sameiginlegt eignarhald, stjórnun eða ábyrgðir, og verulegum áhættuskuldbindingum hópa af mótaðilum (e. groups of counterparts) þar sem auknar líkur á vanefndum stafa af sameiginlegum, undirliggjandi þáttum s.s.: o atvinnuvegi, o landfræðilegri staðsetningu, o gjaldmiðli, o aðgerðum til mildunar útlánaáhættu. IV. Vaxtaáhætta í liðum utan veltubókar Þau ákvæði sem liggja til grundvallar þessum hluta leiðbeinandi tilmælanna um vaxtaáhættu í liðum utan veltubókar eru nr. 123 og 124 og í viðauka V í tilskipun nr. 2006/48/EB. Í 123. gr. er fjallað um að fjármálafyrirtækjum beri að hafa trausta, virka og heilsteypta stefnu og ferla til að stöðugt meta og viðhalda eiginfjárgrunni sem þau telja fullnægjandi til að ná yfir eðli þeirrar áhættu og áhættustig sem fylgir starfseminni. Í 124. gr. er tilgreint að eftirlitsaðilar þurfi að gera úttekt á (e. review) áhættustýringarferlum og eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja. Í 5. mgr. greinarinnar er sérstaklega tiltekið, að eftirlitsaðilar skuli grípa til viðeigandi ráðstafana gagnvart fjármálafyrirtæki ef eigið fé þess rýrnar um meira en 20% við skyndilega breytingu á vöxtum, en Fjármálaeftirlitið ákveður stærð þeirrar breytingar sem miðað er við. Fjármálaeftirlitið hyggst fylgja ráðleggingum Baselnefndarinnar (Principles for the Management and Supervision of Interest Rate Risk, júlí 2004) og CEBS um 200 punkta breytingu á vöxtum sbr. 4. mgr. 52. gr. reglna Fjármálaeftirlitsins nr. 215/2007 um eiginfjárkröfu og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. Í viðauka V, tæknileg viðmið vegna fyrirkomulags og meðferðar áhættu, er í 11. tl. vikið að því að hjá fjármálafyrirtækjum þurfi að vera til staðar kerfi til að meta og stjórna þeirri áhættu sem stafar af hugsanlegum breytingum á vöxtum og þau áhrif sem það kann að hafa á liði utan veltubókar. Í reglum þessum er vaxtaáhætta talin vera núverandi eða væntanleg áhætta sem áhrif hefur á bæði tekjur og eigið fé fjármálafyrirtækja vegna óhagstæðra breytinga á vöxtum. Þetta á aðeins við um liði utan veltubókar í tengslum við aðra stoðina (Pillar II), þar sem gengið er út frá að fjallað sé um vaxtaáhættu í veltubók í reglum varðandi markaðsáhættu 5

undir fyrstu stoðinni (Pillar I). Mikilvægt er að huga að áhrifum af vaxtaáhættu bæði á skammtímatekjur og á efnahagsvirði (e. economic value) og ber sérstaklega að taka tillit til flökts í tekjum og áhrif þess á eiginfjárgrunninn. Mat á áhrifum af vaxtaáhættu á efnahagsvirði gefur hins vegar betri mynd af mögulegum langtímaáhrifum á heildaráhættu (e. overall exposures) fjármálafyrirtækis. Eftirlitsskyldum aðilum ber að kynna sér efni viðmiðunarreglna CEBS: Technical aspects of the management of interest rate risk arising from non-trading activities under the supervisory review process 3 og eru þær hluti af leiðbeinandi tilmælum þessum. V. Niðurlag Með viðmiðunarreglum þessum eru kröfur í tilskipun 2006/48/EB útfærðar nánar með tilliti til álagsprófa, samþjöppunaráhættu og vaxtaáhættu í liðum utan veltubókar vegna áhættustýringar og við mat á eiginfjárkröfu. Þær eru nánar innleiddar sem hluti af skoðanaskiptum (e. dialogue) milli fjármálafyrirtækis og Fjármálaeftirlitsins um eftirlitsog matsferla (SREP) og innri matsferla fyrir eiginfjárþörf (ICAAP). Það ber að líta á þessar reglur sem leiðbeinandi tæki til áhættustýringar. og þær eiga ekki að leiða sjálfvirkt til viðbótar eiginfjárkröfu. Hvert og eitt fjármálafyrirtæki ber ábyrgð á því að þróa eigin kerfi og álagspróf sem eru í samræmi við áhættustöðu (e. risk profile) og áhættustýringu þess. Áhersla er lögð á að ekki er til nein ein algild aðferðafræði eða ferli. Sú meginregla að taka tillit til stærðar, mikilvægis og margbreytileika fjármálafyrirtækisins gildir einnig varðandi álagspróf, samþjöppunaráhættu og vaxtaáhættu í liðum utan veltubókar þar sem gert er ráð fyrir að samræmi sé þar á milli. Reykjavík, 17. apríl 2007 FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Jónas Fr. Jónsson Ragnar Hafliðason 3 http://www.c-ebs.org/getdoc/e3201f46-1650-4433-997c-12e4e11369be/guidelines_irrbb_000.aspx 6