Greinargerð vegna úttektar á stjórnkerfi skóla á Akureyri eftir Björgu Sigurvinsdóttur

Similar documents
Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

Störf deildarstjóra í grunnskólum

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Skóli án aðgreiningar

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Nemendamiðuð forysta

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

spjaldtölvur í skólastarfi

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Áherslur og valdatengsl í samstarfi starfsfólks og foreldra í leikskólum

Stundum er betra að hlusta en tala

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS

Atriði úr Mastering Metrics

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Lykilorð Afburðaárangur, grunnskólar, gæðastjórnun, skólastjórnendur, stjórnunaraðferðir. 1. INNGANGUR G

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild framhaldsbraut. Þjónandi forysta í stjórnun grunnskóla á Norðurlandi eystra og tengsl hennar við starfsánægju

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði?

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

...hendist milli Kópaskers og Kína... skólastjórnun í austri og vestri

Mig langar, ég hef bara ekki tíma

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara

Einelti í grunnskóla

Uppsetning á Opus SMS Service

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Tónlist og einstaklingar

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Orðaforðanám barna Barnabók

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla

Við erum eins og samfélag

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

16. árgangur, 2. hefti, 2007

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Júlíana Jónsdóttir. Lokaverkefni til MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun. Leiðbeinendur: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Skólastefna sveitarfélaga

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel...

Þar var kominn afgangurinn af hópnum og allir innrituðu sig í flug WOW125 til Boston.

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla

Leikskólinn Vesturkot. Starfsáætlun 2010

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Innleiðing á Byrjendalæsi

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi?

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Lean Cabin - Icelandair

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Transcription:

Akureyri 31. maí 2011 Greinargerð vegna úttektar á stjórnkerfi skóla á Akureyri eftir Björgu Sigurvinsdóttur Í úttekt á stjórnkerfi skóla á Akureyri var rannsóknarspurningin: Í hverju felst starf skólastjóra, hverju má breyta og hvernig, til að tryggja fjárhagslegan ávinning án þess að skerða faglegt starf skólanna? Með skýrslu sem rannsakendurnir Bryndís Elfa Valdimarsdóttir og Sigurbjörg Rúna Jónsdóttir gerðu og í skýrslu um stjórnkerfi skóla á Akureyri, sem Birna María Svanbjörnsdóttir og Trausti Þorsteinsson gerðu, er starfi skólastjóra gerð vel skil. Hins vegar kemur mjög á óvart að mjög lítið er komið inn á hver fjárhagslegur ávinningur er að breyta stjórnkerfi skóla á Akureyri. Einnig er erfitt að lesa út úr skýrslunni á hvern hátt faglegur ávinningur náist við þær tillögur sem lagðar eru til. Þannig er rannsóknarspurningunni lítið eða ekki svarað. Benda má á að slík vinnubrögð skora lágt í fræðaheiminum, mikilvægt er að rannsóknarspurningu sé svarað, áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar um breytingar, skólastarfinu til heilla. Fram kemur að tölulegar niðurstöður bendi til þess að í leikskólum með 90 rými eða fleiri skapist frekar möguleikar á nýtingu plássa en á minni leikskólum. Í því ljósi er lagt til að fækka leikskólum og stækka til að ná fram stjórnunarlegri hagræðingu og faglegri. Í þessu samhengi er erfitt að sjá fyrir sér að með tillögum um að sameina leikskólana Holtakot og Síðusel annars vegar og Flúðir og Pálmholt hins vegar, náist fram faglegur ávinningur. Þrátt fyrir að þessir skólar eigi nokkrar faglegar áherslur sameiginlegar má fastlega gera ráð fyrir að menning og hefðir sem skapast hafa í þessum húsum sé ólík og mikilvægt er að horfa á vægi þess þáttar áður en farið er í svona sameiningu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Jóhönnu Einarsdóttur byggjast starfshættir tveggja leikskólakennara að mörgu leyti á svipuðum merg. Þar ber helst að nefna óbeina kennslu, valfrelsi og leik. En starfsaðferðir sem endurspegla ólíka sýn og sannfæringu þeirra er það sem leikskólakennararnir eiga minnst sameiginlegt. Menning leikskólanna hefur einnig mótandi áhrif á vinnu þeirra og skýrir að hluta til muninn á starfsháttum þeirra og sannfæringu. Guðrún Alda Harðardóttir ræðir um hugtakið staðblæ sem hegðun í hópi fólks og þá hegðun sem einkennir hópinn í heild sinnni. Segja má að staðblær sé nokkurskonar lím sem heldur stofnunni saman. Það veitir stjórnandanum mikinn styrk ef hann þekkir starfsfólkið sitt vel og eykur möguleika hans á að ná settum markmiðum í gegnum fólkið. Samkvæmt Jóhönnu og Guðrúnu Öldu er menning og staðblær leikskólans mjög mikilvægur þáttur og segir til um hversu miklum árangri stofnunin nær. Það er því vandséð á hvern hátt sameining tveggja stofnana geti leitt til meiri faglegs ávinnings. Þá er vert að hugleiða vel í breytingastarfi að fólkið sé haft með í ráðum og má segja að í þessu samhengi er mjög jákvætt að í þessu vinnuferli er ætlunin að hafa rýnihópa kennara, foreldra og stjórnenda í þeim skólum sem lagt er til að verði sameinaðir.

Það er mjög mikilvægt segja Barth og Sergiovanni að starfsfólk skólanna byggi og móti þróunarstarf á þeirra eigin sýn á skólann. Til að breytingarnar festist í sessi verður að vinna að þeim af heilindum, eldmóði og trú. Útkoman verður þá heilsteyptari, með þekkingu og víðsýni skólafólksins að leiðarljósi. Lykilatriðið að árangursríku umbótastarfi er fagmennskan og hún er hjá skólafólkinu sjálfu. Samkvæmt þessu ætti það sem kemur út úr rýnihópum foreldra, kennara og skólastjórnenda í þessum skólum að hafa mikið vægi, skólastarfinu til heilla. Fram kemur að gengið sé út frá að 90-150 börn sé heppilegasti fjöldi í leikskólum. Í fundargerð frá stýrihóp 8. apríl er þess getið að 90-120 börn sé freistandi stærð að horfa á. Í því samhengi er vert að skoða reynslu þeirra sem hafa rekið ýmsar stærðargráður í leikskólum. Til dæmis er æskilegt að heyra sjónarmið Margrétar Pálu Ólafsdóttur, sem rekur Hjalla skólana, en hún hefur reynslu að reka bæði allt 90-120 barna leikskóla og 144-150 barna leikskóla. Samkvæmt Margréti Pálu er eins og við 5. og 6. deildina verði grunnbreyting á stjórnuninni þannig að nálægð og yfirsýn minnkar umtalsvert. Þannig eru 90-120 barna leikskólar hjá hjallastefnunni, að starfa á svipuðum grunni og gömlu þriggja deilda skólarnir gerðu áður, en eftir það fer allt að verða þyngra í vöfum. Hins vegar segist hún ekki hafa harða statistik fyrir þessu og þykir virkilega vert að rannsaka málið og undir það tekur undirrituð að heilum hug. Eitt af því sem Sergiovanni nefnir sem ranga stefnu er hvernig skólar eru byggðir. Stefnan hefur verið að byggja sem stærsta skóla þrátt fyrir að rannsóknir bendi eindregið til þess að minni skólar henti mun betur. Auk þess nefnir hann að stjórnun skólanna gangi betur í minni skólum. Sergiovanni nefnir að bilið milli umhyggju og að læra sé oft stutt. Ef nemendur þekkja kennarann vel og treysta honum eru þeir mun líklegri til að leggja sig fram í námi og ná góðum árangri. Heppilegasti vettvangurinn til að skapa þessar aðstæður eru minni skólarnir. Sergiovanni veltir upp spurningunni hvers vegna við höldum áfram að byggja stóra skóla þrátt fyrir að flestar rannsóknir bendi til að minni skólar séu mun heppilegri. Ein skýringin á því telur hann að geti verið sú að í stærri skólum þrífast kenningar sem eru viðskiptaeðlis. Sergiovanni segir að við verðum að snúa þróuninni við og fara að byggja minni skóla. Haukur Viggósson kemst að svipaðri niðurstöðu í bók sinni I fjärran blir fjällen blå en þar fjallar hann um doktorsritgerð sína sem segir frá faglegu leiðtogahlutverki skólastjóra og virðist stærð skóla skipta þar miklu máli. Sergiovanni kemur ekki inn á skólastofnanir sem hafa verið sameinaðar, fróðlegt væri að sjá rannsóknir sem byggðar væru á slíkum rannsóknum í þéttbýli. Einnig væri forvitnilegt að gera könnun nú meðal foreldra og leikskólakennara á því hvaða skoðun þeir hafa á hvaða stærð leikskóla þeir telja heppilegasta. Það að hafa sömu skólastofnun í tveim/fjórum aðskildum húsum hlýtur óneitanlega að vera mun torsóttari leið en í einu/tveimur húsum, stjórnun verður mun flóknari og skólastjórinn óneitanlega minna sýnilegri en áður. Samkvæmt ofan greindum skýrslum er tilgangurinn þveröfugur, nefnilega að skólastjórinn verði sýnilegri. Þannig er vandséð á hvern hátt það á að bæta faglegt skólastarf. 2

Haukur Viggósson segir að þó nokkur munur virðist vera eftir stærð skóla hvað varðar nærveru skólastjóra og endurgjöf til kennara. Það er áberandi meiri fylgni á milli heimsókna skólastjóra í kennslustofur og þess að veita kennurum endurgjöf eftir því sem skólarnir voru minni. Þetta er eitt af því sem er lagt er til í skýrslunni að skólastjórnendur rækti, ef slíkt á skila árangri þarf það að vera unnið markvisst, þetta þarfnast mikillar umræðu og skólastjórinn þarf tíma til að geta sinnt þessu. Í skýrslunni kemur fram að einsleitt stjórnunarkerfi sé í leikskólum. Lagt er til að öllum deildarstjórum sé sagt upp og búið til teymi á hverri deild. Þessi hugmynd kemur óneitanlega mjög á óvart, þar sem aldrei hefur verið minnst á þessa hugmynd á meðan úttektarferlið hefur verið í gangi, hins vegar verið sagt að ekkert sé verið að skoða deildarstjóra í þessum úttektum. Það verður að teljast mjög ámælisvert að jafn víðtæk hugmynd hafi ekki verið viðruð fyrr, þar sem ávallt hefur verið sagt að skólastjórnnendur yrðu mjög vel upplýstir um gang mála. Þá er rétt að benda á þann kostnað sem þessi aðgerð hefði í för með sér en margir deildarstjórar eiga nokkuð langan biðlaunarétt. Í rannsókn sem undirrituð gerði ásamt Margréti J. Þorvaldsdóttur 2001 er rætt við sex leikskólastjóra í stærri leikskólunum á Akureyri. Þar kemur greinilega fram að hlutverk leikskólastjóra sem starfsmannastjóri og menntafrömuður er að breytast í átt til aukinnar valddreifingar. Aukin áhersla er á það að deildarstjórar séu sjálfstæðari stjórnendur sinnar deildar en áður. Þeir deila út verkefnum til sinna starfsmanna, nýta mannauðinn og annast starfshvatningu og stuðning. Þá sjá deildarstjórar um starfsþróunarsamtöl starfsmanna á sinni deild. Mjög ákveðin og aukin krafa virðist vera gerð um að þeir leiði faglega starfið inni á deildum og veiti starfsfólki kennslufræðilega ráðgjöf án tillits til menntunarstigs starfsmanna sinna og hugsanlega eru þeim ekki tryggðar nægar bjargir en það er mjög nauðsynlegt samanber Covey og Sergiovanni. Arna H. Jónsdóttir ræðir um að ef til vill sé kominn tími til að umbreyta stjórnunar- og forystufyrirkomulaginu í þágu aukinnar fagmennsku og mun ákveðnari teymis- og leiðtogavinnu þvert á leikskólann. Það er þó full ástæða til að fara sér hægt og stökkva ekki á einhverjar lausnir. Það er einnig ástæða til að leggja áherslu á að það þarf ekki að vera sama stjórnunar- og forystufyrirkomulagið í öllum leikskólum landsins. Leikskóli með töluverðan fjölda fagmanna getur þróað annars konar stjórnun en leikskóli með fáa fagmenn og fjölda af ungu og óreyndu fólki. Vert er þó að benda á í þessu samhengi að breytingar á þessa veru leiða til útgjaldaauka, þar sem fleiri en nú sem eru á deildarstjóralaunum myndu fá greitt fyrir faglega ábyrgð. Það er hægt að taka undir þá skoðun Örnu um að skoða stjórnkerfi skóla, það verður hins vegar að gerast með þróunarstarfi. Einnig má benda á að óæskilegt er að gera kerfið aftur einsleitt með þessum aðgerðum sem óneitalega yrði ef allir væru með sama kerfið, teymiskennslu. Að sjálfsögðu er brýnt að skólafólkið sjálft sé algjörlega með í ráðum saman ber Barth og Sergiovanni hér að ofan. Það er einnig athyglisvert að ekki er lagt til að samskonar breytingar eigi sér stað í grunnskólanum, það er að segja upp öllum umsjónarkennurum og búa til teymiskennslu í öllum grunnskólum, hins vegar 3

er lagt til að styðja við og koma á teymiskennslu/teymisvinnu í öllum skólum. Eiga þá grunnskólakennarar að vera áfram umsjónarkennarar samt sem áður? Þá er umræða í skýrslunni um að gæsluhlutverk skólanna hafi verið ríkjandi í starfi þeirra til langs tíma en í nýrri aðalnámskrá leikskóla komi fram áhersla á aukinn menntunarþátt leikskólanna. Á Akureyri er, eins og fram kemur í skýrslunni, hátt hlutfall fagmenntaðra leikskólastarfsmanna, sem rétt er að ítreka að í mörg ár hefur skilað mjög góðu og metnaðafullu faglegu starfi. Þessi skilaboð fer þá best á að túlka sem klaufalega sett fram og óheppileg. Í þessu samhengi koma upp í hugann orð Ayers, sem segir að stundum sé litið á leikskólakennara sem fátæku frænkuna í fagmennskufjölskyldunni. Í orði og riti er leikskólum ávallt hampað, stundum svo mjög að leikskólakennurum hefur jafnvel þótt stundum óþægilegt hve hallað er á grunnskólann, hér er svo sannarlega ekkert slíkt á ferðinni, þvert á móti það viðist sem svo að mun brýnna sé að lagfæra faglegt starf í leikskólum. Í skýrslunni kemur fram að ákveðið hefur verið að hlusta á orð skólastjórnenda um að ekki sé heppilegt að sameina leikskóla og grunnskóla, ánægjulegt er að sjá að það er tekið tillit til þess sem skólastjórnendur leggja til í þessu samhengi. Í því samhengi er skrítið að sjá tillögu um að Naustaskóli og Naustatjörn jafnvel sameinist og séu teikn um það sem gæti gerst í öðrum skólum. Hins vegar er jákvætt að sjá tillögur um meira samstarf milli skólastiganna, hafa verður í huga að slíkt samstarf kallar á mikinn tíma. Í fræðilegum kafla er rætt um fyrirkomulag í Partille í Svíþjóð þar kemur meðal annars fram að skólastjórar bera ekki ábyrgð á mötuneytum, þrifum og húsvörslu sinna skóla. Leikskólastjórar hafa í mörg ár óskað eftir að losna undan húsvarðarhlutverki sínu og einnig að fá ritara til að létta undir með sér, til að geta sinnt faglega starfi sínu enn betur og í viðtalsrannsókninni kemur þetta vel fram. Því miður er ekkert komið inn á þessa þætti í seinni skýrslunni, vert er að gefa þessu gaum, leikskólastjórar taka svo sannarlega undir það að mikill ávinningur faglegu starfi til heilla er að létta á þessum þáttum starfsins. Mikið er lagt upp úr að efla eigi skólastjórnendur sem faglega forystumenn, í því samhengi þarf að endurskoða stjórnunartíma aðstoðarleiksólastjóra en í dag er stjórnunartími aðstoðarleikskólastjóra að lágmarki frá einum upp í sextán tíma á viku. Í kjarasamningi 2006 2008 er í bókun I kafli um stjórnun, þar stendur:,,stjórnendur skulu sérstaklega huga að því í hve miklum mæli sé rétt að binda starf aðstoðarleikskólastjóra við deildarstjórn fremur en önnur störf innan leikskólans sem teljast utan þess tíma sem hann sinnir almennri stjórnun. Eitt af því sem leikskólastjórar á Akureyri hafa barist fyrir í mörg ár er að fá samþykkt í fjárhagsáætlun að aðstoðarleikskólastjóri sé jafnframt ekki deildarstjóri, sú barátta hefur ekki enn skilað árangri. Stoll segir að ákveðnir þættir þurfi að vera fyrir hendi eins og að aðstoðarleikskólastjórinn sé virkur og taki þátt í stjórnun skólans. Saman mynda skólastjórnendur teymi sem bætir skólastarfið. Margir sjá aðstoðarleikskólastjóra í handleiðsluhlutverki og að hann taki að sér aukið faglegt leiðtogahlutverk. Miðað við þessar væntingar er ekki hægt að sjá hvernig hann á að sinna þessu með ágætum samhliða 4

deildarstjóraábyrgðinni. Til þess að aðstoðarleikskólastjórinn geti með skipulögðum hætti farið milli deilda þarf að losa hann út af deild. Að mati Holly og Southworth er meginatriðið að svara fyrst lykilspurningunni: Á hlutverk aðstoðarleikskólastjórans einungis að vera að létta undir með leikskólastjóra við stjórnsýsluna, eða á hann að vera hluti af stjórnunarteymi skólans sem ætlað er að móta umbótasinnaða menningu hans? Starf deildarstjóra á deild segir Jóhann Thoroddsen er mjög viðamikið. Hann þarf að leiða starfið og halda starfsmannahópnum saman. Sá deildarstjóri sem jafnframt er aðstoðarleikskólastjóri, þarf reglulega og óreglulega að yfirgefa deild, sem rýrir óneitanlega þetta starf og getur valdið urg og öryggisleysi hjá starfsmönnum. Í leikskólum er stjórnunarteymi leikskóla sem skipað er af skólastjórnendum og deildarstjórum. Stjórnunarteymið ber yfirábyrgð á samstarfi milli deilda, þeir leggja línurnar með nánu samstarfi og upplýsingastreymi. Allir starfsmenn verða að leggja rækt við samstarfið og það er á ábyrgð hvers og eins að það vaxi og dafni, þannig stuðlum við að samábyrgð allra (úr starfsmannahandbók Lundarsels 2010). Flestir leikskólar byggja á svipuðum áherslum þ.e. ákveðið stjórnunarteymi sem heldur utan um heildarstarfið. Þá má ætla að það geti haft mikil áhrif á starfsemi og jafnvægi stofnunarinnar ef gerðar eru breytingar á þessum stjórnunaráherslum á krepputímum, nema eins og áður hefur komið fram, að starfsfólkið sé haft með í ráðum. Í skýrslunni koma fram nokkrar tillögur sem jákvætt er að hafa með, rætt er um ógnanir og tækifæri, hins vegar er mjög skrítið að sjá að engar ógnanir eða tækirfæri virðast vera með tillögu um að segja upp deildarstjórum. Þá má benda á að sárlega vantar að rætt sé um fleiri ógnanir með tillögum um sameiningu Flúða og Pálmholts og Holtakots og Síðusel. Þar vantar setningar eins og til dæmis þungt í vöfum, kallar á mikinn tíma í byrjun, ólík menning og staðblær sem liggur að baki tveim stofnunum, En eins og áður er getið er menning og staðblær leikskólans mjög mikilvægur þáttur og segi til um hversu miklum árangri stofnunin nær. Einnig má benda á í þessu samhengi að mun heppilegra sé að bíða eftir að hægt verði að byggja við Síðusel, heldur en að sameina Holtakot og Síðusel. Sömu hugmynd má sjá framkvæmda við hina leikskólana, til dæmis að byggja við Flúðir. Einnig er vert að komi fram að ég fagna þeirri hugmynd að byggt sé við Lundarsel, hægt er að sjá mörg góð tækifæri skapast við það. Að lokum vil ég þakka fyrir það tækifæri að fá að skrifa greinargerð um úttekt þessa, að ýmsu er að taka og hægt hefði verið að ræða um marga aðra punkta í sambandi við þessa skýrslu, en ég læt hér staðar numið. Með bestu kveðju, Björg Sigurvinsdóttir, leikskólastjóri Lundarsels og stjórnarmaður í Félagi stjórnenda leikskóla 5

Heimildir Arna Hólmfríður Jónsdóttir. 1999. Starfsánægja og stjórnun í leikskólum. Kennaraháskóli Íslands. [Ópr. M.Ed.-ritgerð.] Arna Hólmfríður Jónsdóttir. 2009. Fagmennska og forysta. Ráðstefna haldin á Akureyri 18. apríl 2009 á vegum Skólaþróunarsviðs hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Arna Hólmfríður Jónsdóttir. 2011. Fagmennska og forysta [tölvupóstur arnahj@hi.is 31.05.2011.] Ayers, William 1989. The Good Preschool Teacher: Six teachers reflect on their lives. New York, Teachers College Press. Barth, Roland S. 1990. Improving Schools From Within: Teacher, parents and principals can make the difference. San Francisco, Jossey-Bass. Björg Sigurvinsdóttir og Margrét J. Þorvaldsdóttir. 2001. Að stuðla að skólaþróun Á hvern hátt geta skólastjórnendur haft forgöngu um skólaþróun í leikskólum? [Ópr. sérsviðsritgerð í stjórnun ] Covey, S. R. 1991. Sjö venjur þeirra sem ná raunverulegum árangri. Siðfræði skapgerðarinnar endurvakin. [Bessastaðahreppur], Aldamót. Guðrún Alda Harðardóttir. 2001. Í leikskóla lífsins. Akureyri. Textasmiðjan. Haukur Viggósson. 1998. I Fjårran Blir Fjällen Blå. Stockholm, Almquist & Wiksell International. Haukur Viggósson. 1999. Skólastjórar í klípu. Ný menntamál 17,1:6 11. Holly, Peter og Geoff Southworth. 1989. The developing school. Philadelphia, Falmer. Jóhanna Einarsdóttir. 2001. Starfsaðferðir og sannfæring leikskólakennara. Uppeldi og menntun 10:149 165. Jóhanna Einarsdóttir. 2003. Belives of Early Childhood Teachers. Studying teachers in early childhood settings, (ritstj. Olivia N. Saracho og Bernard Spodek), bls.113-133. Greenwich (Connecticut), Information Age Publishing. Jóhann Thoroddsen. 1999. Stjórnun í leikskóla staða aðstoðarleikskólastjóra. Athöfn 31,1:37-38. Margrét Pála Ólafsdóttir. 2011. Stærð leikskóla [tölvupóstur margretpala@gmail.is 30.05.2011.] Sergiovanni, Thomas J. 1995. The Principalship: A reflective practice perspective. 3. útg. Boston, Allyn og Bacon. Sergiovanni, Thomas J. 1996. Leadership for the Schoolhouse: How is it different? Why is it important? San Francisco, Jossey-Bass. Sergiovanni, Thomas J. 2004. Building a community of hope. Educational Leadership 8,61:33 37. 6

Sergiovanni, Thomas J. 2005. Strengthening the Heartbeat: Leading and learning together in schools. San Francisco, Jossey-Bass. Stoll, Louise. 1991. School effectiveness in action supporting growth in schools and classrooms. Effective schools for all (ritstj. Mel Ainscow). London, David Fulton. 7