Föstudagurinn, 19. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com

Similar documents
Auðkenni Super Jeep Drive. I. Erindið

Auðkennið ÍSFABRIKKAN. I. Erindið

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Þriðjudagurinn 9. maí fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Iðnvéla ehf. yfir viðskiptaháttum Merkúrs ehf. I. Erindið

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

I. Erindi Atlassíma ehf.

Miðvikudagur, 23. febrúar fundur samkeppnisráðs

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni

Brot Forlagsins ehf. á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2008 Samruni JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf.

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt

Málavextir Þann 4. ágúst 2015 barst Einkaleyfastofunni tilkynning frá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO)

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf.

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samruni KS sölu ehf., Sláturhússins Hellu hf. og Skanka ehf.

Miðvikudagurinn 23. maí fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf.

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Kaup Pressunnar ehf. á Birtingi útgáfufélagi ehf.

Föstudagurinn 26. febrúar 1999 kl. 11: fundur samkeppnisráðs. Fyrirhuguð kaup Coca-Cola Nordic Beverages A/S á öllu hlutafé í Vífilfelli ehf.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

HVERSU LANGT NÆR VERND VÖRUMERKJA? ÓLÖGMÆT NOTKUN ÞRIÐJA AÐILA Á SKRÁÐU VÖRUMERKI MEÐ HLIÐSJÓN AF SAMKEPPNISLEGUM SJÓNARMIÐUM

Mánudagurinn 12. janúar 1998 kl. 15: fundur samkeppnisráðs. Viðskiptahættir í greiðslukortastarfsemi. I. Málavextir og málsmeðferð

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 70/2007. Misnotkun Hf. Eimskipafélags Íslands á markaðsráðandi stöðu sinni

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Fimmtudagur, 17. október Ákvörðun nr. 24/2013

Reykjavík, 7. desember Úrskurður nr. 22/2017. Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf.

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar...

*Tollverð *Gjafaafsláttur. Úrskurður nr. 1/2009

Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

Samruni Johan Rönning hf. og Efnissölu G.E. Jóhannssonar ehf.

1*1 Minnisblað Dags

LÖGMANNA BLAÐIÐ. Kveðja fráfarandi formanns. Bls. 3. Réttur til svæðisnetfanga. Bls. 8. Réttarstaða fanga og sakborninga. Bls.

Kvörtun Frostfisks ehf. yfir viðskiptaháttum fiskmarkaða

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15)

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Skýrsla Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2008. Viðskiptasamningar birgja og annað samstarf fyrirtækja á matvörumarkaði

Uppsetning á Opus SMS Service

Vefskoðarinn Internet Explorer

Samruni 365 miðla ehf. og Konunglega kvikmyndafélagsins ehf.

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

Skattaleg mismunun mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum. Vala Valtýsdóttir Forstöðumaður skatta- & lögfræðisviðs Deloitte

Brot Greiðslumiðlunar hf., Kreditkorts hf. og Fjölgreiðslumiðlunar hf. á bannákvæðum samkeppnislaga

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Kaup Landsbankans hf. á eignarhlut í Verdis hf. (áður Arion verðbréfavarsla).

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Balsamískur ávaxtailmur með vott af kanil

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

Gæða- og umhverfiskerfi

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

MATVÖRUMARKAÐURINN Leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og matvöruverslana

*Tollverð. Úrskurður nr. 1/2004.

Kaup Alvogen Iceland ehf. á samheitalyfjum Teva á Íslandi

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins...

SKÝRSLA FRAMSÖGUMANNS í máli E-3/11. gegn

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson.

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf.

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Birting auglýsingar frá PokerStars.com á Stöð 2 Sport

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

Erindi WOW Air ehf. vegna úthlutunar Isavia ohf. á afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli. Efnisyfirlit

Misnotkun Sorpu bs. á markaðsráðandi stöðu sinni

Kaup Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Efnisyfirlit. bls. I. SAMANDREGIN NIÐURSTAÐA... 3 II. SAMRUNATILKYNNINGIN OG MÁLSMEÐFERÐ... 5

Úrskurður nr. 3/2010.

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 2/2015 vegna kvörtunar um aflýsingu flugs WOW air þann 17. júní 2014

Umsögn Samkeppniseftirlitsins við drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu

Reglur um veiðipróf fyrir retriever hunda

Transcription:

Föstudagurinn, 19. september 2003 205. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 38/2003 Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com I. Málavextir og málsmeðferð 1. Með bréfi, dags. 19. mars 2003, kvartar Hasso Ísland ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com. Hasso Ísland er bílaleiga sem hefur m.a. haldið úti vefsetri á léninu hasso.is. Í erindinu kemur fram að viðskiptavinir Hasso Íslands hafi reynt að hafa samband við fyrirtækið um Internetið með því að fara inn á lénið hasso.com en þá komið inn á heimasíðu þar sem fram komi að lénið sé til sölu. Fyrir neðan þann texta sé blikkandi merki frá bílaleigunni Átaki ehf. Í erindi Hasso Íslands segir að Átak virðist vera að reyna að fá til sín viðskiptavini Hasso Íslands með því að sigla undir fölsku flaggi og ekki sé ólíklegt að það hafi tekist í einhverjum tilvikum. Hasso Ísland telur að með skráningu lénsins hafi verið brotið gegn ákvæðum 20. og 25. gr. samkeppnislaga. Óskað er eftir að athæfið verði stöðvað sem og misnotkun á vörumerki Hasso Íslands og að viðurlögum samkeppnislaga verði beitt. 2. Erindi Hasso Íslands var sent Átaki til umsagnar með bréfi Samkeppnisstofnunar, dags. 20. mars 2003, og er svar fyrirtækisins dagsett 21. mars 2003. Þar kemur fram að Átak ehf. eigi ekki lénið heldur Kúlan ehf. Kúlan hafi eignast lénið 24. febrúar 1998 og hafi það verið til sölu og falt þeim sem áhuga hafi fyrir rétt verð. Ekki sé Átaki kunnugt um að Hasso Ísland hafi falast eftir kaupum á léninu. Það sé misskilningur að bílaleigan Átak sé að ná af Hasso Íslandi viðskiptum þar sem engin viðskipti hafi skapast í gegnum lénið og enginn hafi neinn sérstakan áhuga á að kaupa lénið. Ef svo hefði verið hefði Átak keypt það. Ekki sé rétt að blikkandi takki bendi á Átak heldur sé bent á að skoða vefsvæði Átaks. Átak hafi gleymt að merki fyrirtækisins væri þarna. Átak sé ekki háð viðskiptum frá Hasso Íslandi.

Að lokum kemur fram að bílaleigan Átak hafi ekki notað nafn Hasso Íslands í auglýsingaskyni og hafi ekki brotið nein lög. Ef farið verði fram á að merki Átaks verði fjarlægt af heimasíðunni verði það gert þó Átak telji sig ekki bera skyldu til þess samkvæmt lögum. 3. Með vísan til þess sem fram kom í bréfi bílaleigunnar Átaks sendi Samkeppnisstofnun erindi Hasso Íslands til umsagnar Kúlunnar ehf. með bréfi, dags. 31. mars 2003. Í svari Kúlunnar, dags. 1. apríl 2003, segir að lénið hasso.com hafi verið keypt í þeim eina tilgangi að selja það aftur hæstbjóðanda. Fram komi á heimasíðunni að það sé til sölu og standi öllum til boða að gera í það tilboð. Þá segir: Það skal tekið fram að Átak ehf. bað ekki um að ég setti lógóið þeirra þarna inn ég gerði það upp á mitt eindæmi. Eigendur Átaks ehf. eru ekki eigendur í Kúlunni, ég er ein eigandi Kúlunnar ehf. Fram kemur að lénið sé ekki skráð til að skemma fyrir né að taka viðskipti frá einhverjum. Ef verið sé að leita á Netinu eftir bílaleigu á Íslandi leiti flestir eftir öðru en Hasso þar sem það sé ekki vel þekkt í heiminum sem bílaleiga. Þá er tekið dæmi um að lénið rentacar.is sé notað til að auglýsa bílaleigu á Íslandi en lénið rentacar.com sé notað til að auglýsa bílaleigur AVIS-fyrirtækisins um allan heim, þ.m.t. á Íslandi. Að lokum er tekið fram að Kúlan sé ekki í bílaleigurekstri og skilji fyrirtækið ekki tilganginn með erindi Hasso Íslands. 4. Með bréfi Samkeppnisstofnunar, dags. 3. apríl 2003, var Hasso Íslandi gefinn kostur á að tjá sig um svar Kúlunnar. Fyrirtækið kaus að koma ekki að frekari athugasemdum. Með bréfi, dags. 30. apríl 2003, tilkynnti Samkeppnisstofnun málsaðilum að gagnaöflun í máli þessu væri lokið. Jafnframt var tilkynnt að málið yrði lagt fyrir fund samkeppnisráðs til ákvörðunar. II. Niðurstöður Á fundi samkeppnisráðs, þann 19. september 2003, var ákvörðun tekin í þessu máli. Þátt í fundinum tóku Kirstín Þ. Flygenring, Atli Freyr Guðmundsson, Karitas Pálsdóttir og Ragnheiður Bragadóttir. 2

1. Í máli þessu kvartar Hasso Ísland yfir skráningu lénsins hasso.com. Einkahlutafélagið Hasso Ísland er bílaleiga og skráður eigandi lénsins hasso.is. Fram hefur komið að Kúlan hafi skráð lénið hasso.com í þeim eina tilgangi að selja það aftur hæstbjóðanda. Á heimasíðu lénsins hasso.com sem Kúlan er skráður eigandi að segir eingöngu að lénið sé til sölu og ef frekari upplýsinga sé óskað er bent á að senda tölvupóst með því að smella á hnapp sem sendir tölvupóst á netfangið kulan@isl.is. Þá er á heimasíðunni að finna hnapp þar sem segir Átak Car Rental þar fyrir neðan er textinn: Take a look at this side. Fyrrnefndur hnappur tengist vefsetri bílaleigunnar Átaks, á léninu atakcar.com, sem auglýsir bílaleiguna á átta tungumálum. Í svari Kúlunnar er öllum tengslum við bílaleiguna Átak hafnað en bílaleigan auglýsir eins og fyrr segir á heimasíðu hasso.com. Við málsmeðferð vakti það því athygli að Kúlan og Átak eru til húsa á sama stað; að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi. Við athugun í hlutafélagaskrá kemur síðan í ljós að framkvæmdastjóri Átaks, svokallaður stjórnarmaður skv. hlutafélagaskrá, er einnig titlaður varamaður í tveggja manna stjórn Kúlunnar. Þá er framkvæmdastjóri Átaks með prókúruumboð fyrir Kúluna ásamt með framkvæmdastjóra Kúlunnar. Jafnframt eru framkvæmdastjóri, og stjórnarmaður, Kúlunnar og framkvæmdastjóri Átaks til heimilis á sama stað. Með vísan til framangreinds fær samkeppnisráð ekki séð að fyrirtækin séu alls ótengd. Í ljósi þess að Hasso Ísland og Átak eru keppinautar á sviði bílaleiga fær samkeppnisráð ekki séð að tilviljun hafi ráðið skráningu Kúlunnar á léninu hasso.com. 2. Uppbyggingu lénnafnakerfisins er þannig háttað að annars vegar er um að ræða svæðisbundin rótarlén, samanber.is sem vísar til Íslands. Hins vegar er um að ræða almenn rótarlén sem ekki hafa svæðisbundna skírskotun, svo sem.com. Á Íslandi er það Internet á Íslandi hf., ISNIC, sem sér um skráningu og úthlutun léna undir þjóðarléninu.is og hefur fyrirtækið sett reglur um lénaúthlutun. Um úthlutun almennra rótarléna, svo sem.com, gilda engar reglur en fyrirtækið Network Solutions, Inc., í Bandaríkjunum, heldur utan um skráningu þeirra. Sama meginregla á þó við um úthlutun léna hvað varðar bæði framangreind rótarlén; fyrstur kemur fyrstur fær. Í ljósi þess að reglur um skráningu lénnafna eru víðast hvar takmarkaðar hafa komið upp árekstrar m.a. við firma- og vörumerkjarétt en segja má að þessi kerfi hafi þróast án tillits til hvort annars. Á vegum Sameinuðu þjóðanna er starfrækt stofnun sem ber heitið World Intellectual Property Organization, skammstafað WIPO. Hlutverk WIPO er m.a. að styrkja á alþjóðavísu vernd einkaleyfa og vörumerkja. Á vegum WIPO er síðan starfrækt miðstöð, WIPO Arbitration and Mediation Center, sem 3

býður upp á gerðardóm og sáttaumleitanir til lausnar alþjóðlegum viðskiptadeilum einkaaðila svo sem um skráningu léna. Deilur um skráningu léna eru fyrst og fremst tilkomnar vegna þess sem kalla má gíslingu (e. cybersquatting). Gísling felst í því að aðili skráir sem lén vörumerki eða nöfn fyrirtækja eða frægs fólks án þess að hafa nokkur tengsl við viðkomandi. Skráningin er gerð í þeim tilgangi að hagnast síðan á sölu lénanna. Takist ekki að selja lénið getur viðkomandi notað lénið til að ná til sín viðskiptum fyrir eigið vefsetur. Á árinu 2002 fékk WIPO Center til meðferðar alls 1.494 mál sem varða lénnöfn og notar við úrlausn málanna svo kallaðar Uniform Domain Name Dispute Resolution Policy (UDRP) reglur. Vinnureglur ISNIC fyrir úrskurðarnefnd léna eru áþekkar þessum reglum. Í framangreindum UDRP-reglum er að finna eftirfarandi skilyrði fyrir afskiptum af skráningu léna og verða öll skilyrði að vera uppfyllt: i) lénnafn er eins eða mjög líkt vörumerki sem kvartandi á; og ii) sá sem lénið skráði hafi engan rétt á eða lögmæta hagsmuni af lénnafninu; og iii) að góð trú hafi ekki ráðið skráningu eða notkun lénsins. Eftirtalin atriði eru tekin sem dæmi um að ekki hafi verið sótt um lén í góðri trú: i) aðstæður bendi til að lénið hafi verið skráð í þeim tilgangi að selja, leigja eða að flytja lénnafnið yfir á kvartanda sem sé eigandi vörumerkis, eða keppinautur kvartanda, fyrir umtalsvert hærra verð en kostnaður við lénnafnið er; eða ii) lénnafnið hafi verið skráð í þeim tilgangi að hindra eiganda vörumerkis í að skrá lénið; eða iii) lénnafnið hafi verið skráð til að trufla viðskipti keppinautar; eða iv) með notkun lénsins hafi af ásetningi, í viðskiptalegum tilgangi, verið reynt að laða Internetnotendur að öðru vefsetri með því að skapa rugling við kvartanda. Úrskurðarnefnd ISNIC um úthlutun léna tekur eingöngu á málum sem varða þjóðarlénið.is. Aftur á móti telur samkeppnisráð að ætla megi að Hasso Ísland gæti leitað til WIPO Arbitration and Mediation Center hvað varðar skráningu Kúlunnar á léninu hasso.com. Í því sambandi er rétt að geta þess að WIPO Center metur það svo að almennt geti dómstólar dæmt í deilum um lénnöfn og er þar bæði vísað til rótarlénsins og til þess lands sem stjórnunarlegur tengiliður lénnafnsins á lögheimili í, enda bindi niðurstöður þeirra ekki dómstóla. Samkvæmt 3. gr. samkeppnislaga taka lögin til samninga, skilmála og athafna sem hafa eða er ætlað að hafa áhrif hér á landi. Enda þótt lén Kúlunnar, hasso.com, sé 4

skráð undir almennu rótarléni þykir samkeppnisráði einsýnt að því sé ekki ætlað að hafa að meginmarkmiði alþjóðlega skírskotun heldur það að hafa áhrif hér á landi í atvinnulegu tilliti. Í þessu sambandi skal einnig bent á að samkeppnisráð hefur áður ákvarðað í málum sem snerta skráningu léna, sbr. ákvarðanir ráðsins nr. 33/2000 og 37/2000. 1 3. Til stuðnings máli sínu vísar Hasso Ísland til 20. og 25. gr. samkeppnislaga. Í 20. gr. kemur fram að óheimilt sé að hafast nokkuð það að sem brjóti í bága við góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi eins og þeir eru tíðkaðir eða eitthvað það sem óhæfilegt sé gagnvart hagsmunum neytenda. Ákvæðið er almenn vísiregla að því er varðar viðskiptasiðferði og er ætlað að stuðla að góðum siðum í viðskiptum. 25. gr. laganna hljóðar svo: Óheimilt er að nota í atvinnustarfsemi firmanafn, verslunarmerki eða því líkt sem sá hefur ekki rétt til er notar eða rekur atvinnu undir nafni sem gefur villandi upplýsingar um eignarrétt eða ábyrgð atvinnurekanda. Enn fremur er sérhverjum bannað að nota auðkenni, sem hann á tilkall til, á þann hátt að leitt geti til þess að villst verði á því og öðru einkenni sem annað fyrirtæki notar með fullum rétti. Í greinargerð með frumvarpi til samkeppnislaga nr. 8/1993 kemur fram að í 25. gr. laganna felist almenn samkeppnisregla um vernd auðkenna og sé hún til fyllingar á vörumerkjavernd. Þar segir jafnframt að í 2. málslið 25. gr. sé rétturinn til að nota eigin auðkenni takmarkaður á þann veg að óheimilt sé að nota auðkenni þannig að leitt geti til þess að villst verði á því og öðru auðkenni sem annað fyrirtæki noti með fullum rétti. Ekki hefur annað komið fram en að lénnöfnin hasso.is og hasso.com séu skráð á réttan hátt hjá skráningaraðilum viðkomandi rótarléna. Samkeppnisráð telur því að 2. málsliður 25. gr. komi til álita í máli þessu. Ber þá að líta til þess hvort skráningaraðili hafi verið í góðri trú og hvort hægt sé að ruglast á lénnöfnunum. Fram hefur komið að Hasso Ísland er skráð einkahlutafélag og á m.a. lénið hasso.is. Tengsl Kúlunnar til orðsins hasso eru vandséð og fyrirtækið ekki komið fram með nokkrar skýringar á því aðrar en að skráning lénsins hasso.com hafi verið gerð eingöngu í þeim tilgangi að selja lénið aftur til hæstbjóðanda. 1 Sjá ákvörðun nr. 33/2000, Kvörtun Jónasar R. Sigfússonar yfir notkun Iceland Export Directory á orðinu export við rekstur tölvuvefs á Internetinu og ákvörðun nr. 37/2000, Erindi Hönnunar hf. vegna notkunar Stefáns Helga Kristinssonar á léninu honnun.com og ritunar firmans Sígild hönnun. 5

Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið, m.a. svokallaðra UDRP-reglna, fær samkeppnisráð ekki séð að Kúlan hafi verið í góðri trú þegar fyrirtækið skráði lénið hasso.com og sett þar upp auglýsingu frá keppinaut Hasso Íslands, bílaleigunni Átaki. Kúlan hafi vísvitandi verið að nota sér það álit sem Hasso Ísland hafi skapað sér í þeim tilgangi að vekja beint eða óbeint með neytendum hugmyndir um tengsl við fyrirtækið. Þá fær samkeppnisráð ekki séð hver annar en kvartandi, Hasso Ísland, ætti að hafa hagsmuni af því að kaupa lénið af Kúlunni. Samkeppnisráð telur því að skráningin hafi verið framkvæmd til þess að hindra keppinaut í að skrá lénið, valda ruglingi og trufla með því viðskipti hans. Slíkt telur samkeppnisráð að brjóti í bága við góða viðskiptahætti samanber ákvæði 20. gr. samkeppnislaga. Jafnframt hafi Kúlan brotið gegn ákvæðum 2. ml. 25. gr. laganna með því nota lénið hasso.com á þann hátt að gera megi ráð fyrir að neytendur myndu halda að lénið sýndi tengsl við Hasso Ísland og þannig villst á því og léninu hasso.is sem Hasso Ísland notar með fullum rétti. Með vísan til framangreinds telur samkeppnisráð nauðsynlegt að banna Kúlunni að nota lénið hasso.com og leggur fyrir fyrirtækið að láta afskrá það. III. Ákvörðunarorð: Kúlan ehf., Smiðjuvegi 1, Kópavogi, hefur með skráningu lénsins hasso.com brotið gegn ákvæðum 20. og 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Með vísan til 2. mgr. 30. gr. samkeppnislaga bannar samkeppnisráð Kúlunni ehf. alla notkun lénsins hasso.com og leggur fyrir fyrirtækið að afskrá lénið innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunar þessarar. Verði ekki farið að banninu má gera ráð fyrir að viðurlögum verði beitt. 6