Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Similar documents
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Ný Evrópulöggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga

1*1 Minnisblað Dags

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Leiðbeinandi tilmæli

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Kaup Landsbankans hf. á eignarhlut í Verdis hf. (áður Arion verðbréfavarsla).

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf.

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Tengdir aðilar á markaði

Inngangur að upplýsingagjöf Hlutabréf

KREDITKORTASKILMÁLAR ARION BANKA HF.

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

I. Erindi Atlassíma ehf.

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Samningur. samning um þátttöku á alþjóðlegum mótum fyrir hönd KRAFT

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Leiðbeinandi tilmæli

Stefna RIM um gagnaleynd

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

Innri endurskoðun Október 1999

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins...

Ed Frumvarp til laga [286. mál]

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

STJÓRNARHÁTTAYFIRLÝSING KVIKU BANKA HF.

Samkeppnismat stjórnvalda

MATVÖRUMARKAÐURINN Leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og matvöruverslana

Point-and-click -samningur CABAS

Frumvarp til laga. Frá fjármála- og efnahagsráðherra.

Fimmtudagur, 17. október Ákvörðun nr. 24/2013

Samruni KS sölu ehf., Sláturhússins Hellu hf. og Skanka ehf.

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 8 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Siglingareglur. Alþjóðasiglingareglur Vaktreglur á farþega- og flutningaskipum Vaktreglur á fiskiskipum Stjórnskipanir í brú og vélarúmi

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Tækifæri First North á Íslandi

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Nr janúar 2010

Undanþága frá banni við samráði vegna samstarfs tæknimanna sem starfa að net- og upplýsingaöryggismálum fjármálafyrirtækja

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 299/2018 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi nr. FI219 þann 17. desember 2017

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Lánssamningur. Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi. Íslands. umboðsmanna breska fjármálaráðuneytisins

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf.

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2014 vegna kvörtunar um seinkun flugs X9 445 þann 16. ágúst 2013

Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

Nr nóvember 2017 REGLUGERÐ. um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna.

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

Afleiðusamningar. Gildandi réttur og nýtt reglu- og eftirlitskerfi Evrópusambandsins. Auður Árný Ólafsdóttir. Meistararitgerð í lögfræði

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND. jármál. Vefrit Fjármálaeftirlitsins. Efni:

REGLUGERÐ KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15)

Skýrsla. félags- og húsnæðismálaráðherra um réttindi og skyldur aldraðra, samkvæmt beiðni. (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi

Föstudagurinn, 19. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com

Rekstraráhætta í áhættustjórnun viðskiptabanka

Ákvörðun nr. 10/2017

Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga

Vefskoðarinn Internet Explorer

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V.

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf.

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND. jármál. Vefrit Fjármálaeftirlitsins. Efni:

Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun. Janúar 2013

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 31/555. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 713/2009. frá 13.

Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd. - Lögfræðileg úttekt -

Samruni 365 miðla ehf. og Konunglega kvikmyndafélagsins ehf.

Setning fundar. Verið velkomin á kröfuhafafund Kaupþings hf. Fundarstjóri er Viðar Lúðvíksson, hæstaréttarlögmaður.

Kaup Pressunnar ehf. á Birtingi útgáfufélagi ehf.

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir)

Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur. Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði

Landsamtök lífeyrissjóða Bt. stjórnar og framkvæmdastjóra Guðrúnartúni Reykjavík 25. september 2016

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

Yfirtaka Seðlabanka Íslands á Fjölgreiðslumiðlun hf. (nú Greiðsluveitunni hf.)

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi

RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM VI LAGADEILD

Transcription:

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl.) og reglugerðar nr. 995/2007 um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. 1.2. Með reglum um bestu framkvæmd viðskipta leitast Kvika banki hf. (hér eftir nefndur bankinn) við að ná fram bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptamenn sína við framkvæmd viðskiptafyrirmæla, eignastýringu og fjárfestingaráðgjöf, með tilliti til verðs, kostnaðar, hraða, líkinda til þess að af viðskiptunum verði, umfangs, eðlis og annarra þátta sem máli skipta. Bankinn skal einnig leitast við að upplýsa viðskiptamenn sína um efni reglnanna. 1.3. Í reglunum og viðauka 1 við þær kemur fram á hvaða mörkuðum bankinn framkvæmir viðskiptafyrirmæli viðskiptamanna sinna þegar ekki er óskað eftir sérstakri framkvæmd og á hvaða forsendum starfsmenn bankans byggja við framkvæmd fyrirmæla. 1.4. Reglurnar gilda um almenna fjárfesta og fagfjárfesta. Reglurnar gilda aðeins um viðurkennda gagnaðila hafi þeir sérstaklega óskað eftir því, sbr. 3. mgr. 22. gr. vvl. 1.5. Reglurnar gilda um framkvæmd viðskiptafyrirmæla um viðskipti með fjármálagerninga, eins og það hugtak er skilgreint í 2. tl. 1. mgr. 2. gr. vvl., nema viðskiptamaður mæli sérstaklega fyrir um tiltekna framkvæmd. 1.6. Reglurnar gilda ekki þegar bankinn birtir verðtilboð fagfjárfesta, kallar eftir verðtilboði fagfjárfesta eða þegar fagfjárfestar óska eftir verðtilboði. Vörur sem falla ekki undir skilgreiningu laganna heyra ekki undir reglur þessar. 1.7. Reglurnar gilda þegar bankinn beinir fyrirmælum um viðskipti með fjármálagerninga á grundvelli eignastýringar til annarra aðila og þegar hann veitir þjónustu við móttöku og miðlun fyrirmæla til annarra aðila. 2. Þættir sem hafa áhrif á bestu framkvæmd viðskipta 2.1. Við framkvæmd viðskiptafyrirmæla metur bankinn mikilvægi ólíkra þátta sem geta haft áhrif á verðmyndun eða aðra þætti viðskiptanna, sem eru háðir framkvæmd þeirra af hálfu bankans, með það að markmiði að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu viðskiptamanna. Þeir þættir sem koma til skoðunar eru: 2.1.1. Verð. 2.1.2. Kostnaður. 2.1.3. Hraði. 2.1.4. Líkur á því að af viðskiptum og uppgjöri verði. 2.1.5. Umfang viðskipta. 2.1.6. Eðli viðskipta. 2.1.7. Uppgjör og greiðsla. 2.1.8 Aðrir þættir sem geta komið til skoðunar við framkvæmd viðskipta. Bls. 1 af 7

2.2. Bankinn ákvarðar hlutfallslegt vægi einstakra þátta við framkvæmd viðskiptafyrirmæla í hverjum viðskiptum fyrir sig á grundvelli eftirfarandi viðmiða: 2.2.1. Hvernig viðkomandi viðskiptamaður er flokkaður samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. 2.2.2. Eðli og einkenni fjármálagernings. 2.2.3. Eðli og einkenni þeirra markaða sem unnt er að beina fyrirmælum til. 2.2.4. Eðli fyrirmæla viðskiptamanns. 2.3. Í þeim tilvikum sem bankinn framkvæmir viðskipti á nýmörkuðum geta aðrir þættir, eins og mismunur á kaup og sölugengi (e. price-spread), seljanleiki og kostnaður haft aukið vægi í samanburði við þróaðri markaði. 2.4. Þegar bankinn framkvæmir fyrirmæli fyrir hönd almenns fjárfestis skal besti mögulegi árangur m.a. ákvarðaður út frá heildarmati sem felur í sér verð fjármálagernings og kostnað tengdan framkvæmdinni, þ.m.t. öll útgjöld sem viðskiptamaður stofnar til og eru beinlínis tengd framkvæmd fyrirmælanna. Þessi útgjöld geta til dæmis verið þóknanir til markaða, þóknanir vegna greiðslujöfnunar og uppgjörs og allar aðrar þóknanir sem greiddar eru þriðju aðilum sem koma að framkvæmd fyrirmælanna. 2.5. Með reglunum leitast bankinn við að tryggja viðskiptamönnum sanngjarna og skjóta framkvæmd viðskiptafyrirmæla, óháð fyrirmælum annarra viðskiptamanna eða eigin viðskiptahagsmunum. Fyrirmæli sem eru að öðru leyti sambærileg verða framkvæmd í þeirri röð sem þau berast. 2.6. Þegar bankinn beinir fyrirmælum um viðskipti með fjármálagerninga á grundvelli eignastýringar til annarra aðila eða miðlar fyrirmælum til annarra aðila vegna fjárfestingarráðgjafar, þá telst bankinn hafa framfylgt reglum um bestu framkvæmd ef hann hefur gert viðeigandi ráðstafanir til að velja þann aðila sem er líklegastur til að ná bestu framkvæmd viðskiptafyrirmæla og hefur eftirlit með framkvæmdinni. Þær viðmiðanir sem taldar eru upp í kafla 3.2. skulu liggja til grundvallar vali á framkvæmdaraðila. 3. Framkvæmd viðskiptafyrirmæla á verðbréfamörkuðum 3.1. Bankinn mun framkvæma viðskiptafyrirmæli á eftirfarandi mörkuðum: 3.1.1. Á skipulegum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga. Í þeim tilvikum sem bankinn hefur ekki beinan aðgang að slíkum mörkuðum eru viðskiptafyrirmæli framkvæmd í gegnum aðra verðbréfamiðlara. 3.1.2. Utan skipulegra verðbréfamarkaða eða markaðstorga fjármálagerninga. Í þeim tilfellum eru viðskiptafyrirmæli framkvæmd með eftirfarandi hætti: a) Fyrirmæli tveggja eða fleiri viðskiptamanna bankans eru látin mætast. b) Bankinn leitar fyrirmæla til að mæta fyrirmælum viðskiptamanns og framkvæmir viðskipti. c) Fyrirmæli eru framkvæmd hjá öðrum verðbréfamiðlurum eða markaðsaðilum. Samþ./Endursk.: 9.2.2017 / 9.2.2018 Bls. 2 af 7

3.1.3. Lista yfir helstu markaði sem bankinn notar við framkvæmd viðskiptafyrirmæla er að finna í viðauka 1. Bankinn skal reglulega endurmeta val sitt og notkun á þeim mörkuðum sem tilgreindir eru í viðauka 1, m.t.t. þess að tryggja viðskiptamönnum bestu framkvæmd verðbréfaviðskipta. 3.2. Bankinn metur hverju sinni á hvaða markaði líklegast er að ná fram bestu framkvæmd viðskiptafyrirmæla. Við val á markaði er litið til þeirra atriða sem kunna að eiga við, til dæmis áreiðanleika markaðarins, möguleika hans á að afgreiða flókna fjármálagerninga, gæða og annarra atriða. Einnig mun bankinn við mat á mörkuðum taka tillit til eigin umboðslauna og kostnaðar bankans fyrir framkvæmd fyrirmælanna á sérhverjum markaði. Í þeim tilvikum þar sem aðeins einn markaður kemur til greina er litið svo á að bankinn hafi uppfyllt skyldur sínar skv. þessum reglum. 3.3. Þegar bankinn beinir fyrirmælum um viðskipti með fjármálagerninga til þriðja aðila við framkvæmd eignastýringar eða þegar þriðji aðili veitir þjónustu um móttöku og miðlun fyrirmæla skal bankinn tryggja að farið sé eftir reglum þessum. 3.4. Eignastýring bankans skal að jafnaði fela markaðsviðskiptum bankans að framkvæma viðskiptafyrirmæli viðskiptamanna sinna. Eignastýring lætur þó framkvæma fyrirmæli viðskiptamanna sinna hjá öðrum verðbréfamiðlurum ef það leiðir til betri niðurstöðu fyrir viðskiptamann í samræmi við reglur þessar. 3.5. Bankinn leitast við að afgreiða fyrirmæli frá viðskiptamönnum eins fljótt og auðið er með tilliti til aðstæðna á markaði hverju sinni. Til að ná fram bestu niðurstöðu hverju sinni kann viðskiptabeiðnum viðskiptamanna að vera safnað saman með öðrum fyrirmælum sem berast bankanum eða beiðnum bankans. Ekki er tilkynnt sérstaklega þegar beiðnum er safnað saman. Í einstaka tilvikum kann söfnun beiðna að leiða til þess að ekki náist besta niðurstaða fyrir viðskiptamann og verður viðskiptamaður að fallast á þau viðskipti. 3.6. Þegar viðskiptamaður gefur skilyrt fyrirmæli sem, vegna markaðsaðstæðna, er ekki hægt að framkvæma jafn skjótt og þau berast, skal bankinn leitast við að fyrirmælin verði framkvæmd eins fljótt og mögulegt er. Bankinn getur sinnt þessari skyldu sinni með miðlun fyrirmælanna til skipulegs verðbréfamarkaðar eða markaðstorgs fjármálagerninga (MTF). Bankanum er þó heimilt að taka ákvörðun um að birta ekki skilyrt fyrirmæli viðskiptamanna opinberlega hafi hann samþykkt það. 3.7. Við móttöku og framkvæmd viðskiptafyrirmæla frá lögaðila, skulu starfsmenn bankans tryggja að sá starfsmaður sem þau gaf hafi haft til þess heimild. 4. Framkvæmd viðskiptafyrirmæla utan markaða 4.1. Bankinn getur ákvarðað að nauðsynlegt sé, til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu við framkvæmd viðskiptafyrirmæla, að framkvæma fyrirmælin utan skipulegra verðbréfamarkaða eða markaðstorga fjármálagerninga. 4.2. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er bankanum skylt að afla samþykkis viðskiptamanna fyrirfram ef viðskiptafyrirmæli eru framkvæmd utan skipulegra verðbréfamarkaða eða markaðstorga fjármálagernina (ef undan eru skilin tilvik þar sem engum skipulegum Samþ./Endursk.: 9.2.2017 / 9.2.2018 Bls. 3 af 7

verðbréfamörkuðum eða markaðstorgum fjármálagerninga er til að dreifa í lista yfir viðskiptastaði með viðkomandi fjármálagerning). 5. Sérstök fyrirmæli viðskiptamanna 5.1. Mæli viðskiptamaður fyrir um sérstaka framkvæmd verðbréfaviðskipa eða aðra framkvæmd viðskipta en mælt er fyrir um í reglum þessum skal bankinn leitast við að framkvæma fyrirmæli hans í samræmi við það. Bankinn telst þar með uppfylla skuldbindingu sína um að leita leiða til að tryggja bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptamenn, að því marki sem hann framkvæmir fyrirmæli eða tiltekinn þátt þeirra samkvæmt sérstökum fyrirmælum viðskiptamanns. 5.2. Bankinn skal upplýsa viðskiptamann um að með því að mæla fyrir um sérstaka framkvæmd viðskiptafyrirmæla eru líkur á að besta mögulega niðurstaða náist ekki. 5.3. Ef viðskiptamaður mælir fyrir um sérstaka framkvæmd fyrirmæla að takmörkuðu leyti mun bankinn fylgja reglunum um bestu framkvæmd að öðru leyti. 6. Eftirlit og endurskoðun 6.1. Bankinn mun fylgjast með skilvirkni við framkvæmd reglnanna til að geta greint galla og gert endurbætur ef tilefni er til. Regluvörður og innri endurskoðandi hafa eftirlit með því hvernig reglum þessum sé framfylgt. 6.2. Reglurnar, þ.m.t. mat á mörkuðum í viðauka 1, skulu endurskoðaðar árlega. Auk þess skal endurskoðun fara fram ef veruleg breyting verður sem áhrif hefur á getu bankans til að ná áframhaldandi besta hugsanlega árangri fyrir viðskiptamenn sína. Nýjasta útfærsla reglnanna á hverjum tíma skal vera aðgengileg á vefsíðu bankans, www.kvika.is. 7. Breytingar 7.1. Breytingar á reglum þessum verða aðeins gerðar skriflega og taka gildi þegar stjórn bankans hefur samþykkt þær. 7.2. Breytingar á viðauka skulu gerðar skriflega og samþykktar af framkvæmdastjóra markaðsviðskipta. Samþykkt af stjórn Kviku banka hf., 9. febrúar 2017 Þorsteinn Pálsson Inga Björg Hjaltadóttir Finnur Reyr Stefánsson Anna Skúladóttir Jónas Hagan Samþ./Endursk.: 9.2.2017 / 9.2.2018 Bls. 4 af 7

VIÐAUKI 1: Listi yfir helstu markaði sem bankinn notar við framkvæmd viðskiptafyrirmæla. Markaður Beinn aðgangur Aðgangur í gegnum þriðja aðila Verðbréf Peningamarkaðsskjöl Hlutdeildarskírteini Afleiðusamningar OMX markaðir Copenhagen x x Helsinki x x Reykjavik x x holm x x Riga Tallinn Vilnius First North markaðir Copenhagen First North Market x x Helsinki First North Market x x Reykjavik First North Market x x Riga First North Market x x holm First North Market x x Evrópa Samþ./Endursk.: 9.2.2017 / 9.2.2018 Bls. 5 af 7

Amsterdam Athens Greece x x Bucharest Budapest Bulgarian - Sofia x x EN Brussels, Belgium x x Frankfurt Germany x x Georgian Istanbul Italian London UK x x Madrid Oslo Paris France x x PFTS, Ukraine x x Prague Russian Trading x x Samþ./Endursk.: 9.2.2017 / 9.2.2018 Bls. 6 af 7

System Swiss Vienna Warsaw Xetra, Germany x x Zagreb Bandaríkin og Kanada Amex, US x x Nasdaq, US x x NYSE, US x x Toronto Canada x x Viðauki samþykktur af framkvæmdastjóra miðlunar þann 9. febrúar 2017 Samþ./Endursk.: 9.2.2017 / 9.2.2018 Bls. 7 af 7