Fósturlát. Upplýsingarit KVENNASVIÐ KVENNASVIÐ ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS DESEMBER 2003

Similar documents
Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

ÞEGAR GLEÐIN BREYTIST Í SORG

SORG Leiðbeiningabæklingur

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS)

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Uppsetning á Opus SMS Service

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

LYFLÆKNINGASVIÐ. Geislavirkt joð Upplýsingar um meðferð

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Tak burt minn myrka kvíða

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Sorg og sorgarúrvinnsla barna

Alzheimerssjúkdómur á miðjum aldri

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Spurningar og svör um inflúensu A(H1N1)v

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Andleg líðan kvenna á meðgöngu: Samanburður á ráðgerðri og óráðgerðri þungun

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Efnisyfirlit: Inngangur 3. Vísbendingar um exem 6. Böð og sund 8. Svefn 10. Meðferð 13. Að smyrja líkamann 19. Félagslegir þættir 20.

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur

Sjálfsskaðahegðun. Gagnleg viðbrögð foreldra

Brjóstagjöf. Brjóstagjöf. Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd. Eflir tengslin á milli móður og barns. Er fullkomnasta næring kornabarnsins.

Áföll, áfallastreita, áfallahjálp. Sorg og sorgarstuðningur.

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

FÆÐINGIN. Karítas Ívarsdóttir Ragnheiður Bachmann.

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Sannleikurinn er sagna bestur! Kynsjúkdómar. Smitleiðir, einkenni, meðferð, forvarnir

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ==================================================

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Eðlishyggja í endurskoðun

Útdráttur. Rannsókn þessi var gerð til að meta andlega líðan kvenna á aldrinum ára á

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Egggjöf Nýir draumar, ný tækifæri. Fræðileg úttekt.

Áfallaáætlun Lækjar. Sorg og sorgarviðbrögð

Stefna RIM um gagnaleynd

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

MA ritgerð. Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

Vefskoðarinn Internet Explorer

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Félagsráðgjafardeild

Sálfræði virkar fræðsluefni: Sorg hjá fullorðnum

Yfirfarið af: Starfsmönnum Fræðasviðs Landspítalans

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toctino 30 mg mjúkt hylki. Alítretínóín

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Lífið LÍKAMINN DEYR EN SÁLIN HELDUR ÁFRAM. Anna Birta Lionaraki. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur GETUR VERIÐ HÆTTULEGT AÐ ÆFA OF MIKIÐ?

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Börn finna líka til. Verkjamat, verkjameðferð og verkjaupplifun barna. Rebekka Héðinsdóttir Sandra Sif Sigurjónsdóttir HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

Leiðbeiningar um geislavarnir sjúklinga við röntgengreiningu

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

AÐFERÐ TIL AÐ HRAÐA BROTTHVARFI Á AUBAGIO (teriflúnómíð)

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Námsvefur um GeoGebra

adhd Margt afreksfólk er með ADHD, ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður. BLS. 10 fréttabréf ADHD samtakanna

Hvert er hlutverk sölustjórans?

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

Spurningar og svör um krabbamein og kynlíf

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu.

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Orðaforðanám barna Barnabók

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi

Transcription:

KVENNASVIÐ KV E N NA S V IÐ Fósturlát Upplýsingarit ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS KVENNASVIÐ DESEMBER 2003 HÖFUNDUR OG ÁBYRGÐARMAÐUR: SVAVA ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, HJÚKRUNARFRÆÐINGUR YFIRLESTUR OG GÓÐ RÁÐ: STARFSFÓLK KVENLÆKNINGADEILDAR HÖNNUN OG LJÓSMYND: GAGNASMIÐJA/AV

Fósturlát Í þessum bæklingi er leitast við að veita helstu upplýsingar um fósturlát og þær tilfinningar sem því geta fylgt. Einnig að fræða um meðferð og benda á þá þjónustu sem í boði er til stuðnings fjölskyldunni. Við óskum þér og aðstandendum þínum velfarnaðar! Starfsfólk kvennadeildar.

LANDSPÍTALI - HÁSKOLASJÚKRAHÚS Símanúmer: Kl. 8:00-16:00 alla virka daga hringja í móttökudeild í síma: 543 3266. Eftir kl. 16:00 virka daga og um helgar hringja í kvenlækningadeild í síma: 543 3264. Heimildir Bansen, S.S. og Stevens, H.A. (1992). Women s experiences of miscarriage in early pregnancy. Journal of Nurse-Midwifery, 37(2), March/April, 84-90. Brown, Y. (1991). Perinatal death and griefing. Canadian Nurse, Sept., 26-29. Calhoun, L.K. (1994). Parents perception of nursing support following neonatal loss. J PerinatNeonatal Nurs, 8(2), 57-66. Drangsholt,L.K. (1996). Det döda fostret - abort eller mistet et barn? Omsorg, 1, 37-40. Kowalski, K. (1991). No happy ending: Pregnancy loss and bereavement. NAACOG s Clinical Issues in Perinatal and Woman s Health Nursing, 2(3), 368-380. Rosenfeld, J.A. (1991). Bereavement and griefing after spontaneous abortion. AFP, May, 1679-1684. Wheeler,S.R. (1991). Psychosocial needs of women during miscarriage or ectopic pregnancy. AORN Journal, 60(2), August, 221-231. 2

FÓSTURLÁT Almennt um fósturlát Fósturlát verður í um 15% staðfestra þungana. Talið er að þriðja hver kona missi fóstur einhvern tímann á frjósemisskeiði sínu. Yfirleitt gerist það eingöngu einu sinni hjá hverri konu. Vegna þess hve fósturlát eru algeng er orsökin oftast ekki rannsökuð fyrr en kona hefur misst fóstur þrívegis. Fósturlát getur stafað af göllum í fóstrinu, fylgjuvef eða sjúkdómum hjá móður. Stundum eru einkenni fósturláts augljós, svo sem blæðing, samdráttarverkir og minnkuð þungunareinkenni. Þau geta einnig verið lítil eða engin og fósturlátið greinst við óm- eða læknisskoðun. DUFTREITUR Í FOSSVOGI 3

LANDSPÍTALI - HÁSKOLASJÚKRAHÚS Andleg áhrif fósturláts Mismunandi tilfinningaleg áhrif Yfirleitt verður fósturlátið óvænt og lítill tími gefst til aðlögunar og stuðnings frá ástvinum. Miklu máli skiptir að hafa maka eða trúnaðarvin til að leita til. Algengt er að konur finni til sektarkenndar, en það eru hverfandi líkur á að eitthvað sem gerðist í meðgöngunni hafi valdið fósturlátinu. Í byrjun meðgöngu er mjög misjafnt hvernig konur upplifa þungunina. Sumar eru byrjaðar að hugsa um væntanlegt líf sitt með barninu og ef til vill undirbúa fæðingu þess, en aðrar líta á þungunina sem möguleika á lífi. Aðstæður kvenna og fjölskyldna þeirra skipta einnig máli og geta því viðbrögð við fósturláti verið mjög mismunandi. Sumum líður eins og um barnsmissi sé að ræða og þurfa tíma og skilning til að vinna úr sorginni. Aðrar upplifa enga eða litla sorg og þurfa eingöngu að jafna sig líkamlega. Engin viðbrögð eru réttari en önnur, og þess vegna þurfa aðrir að virða þær tilfinningar sem tengjast fósturlátinu. Að syrgja það sem ekki varð Vinna þarf úr missinum Ef þér finnst þú hafa misst barn og alla þá drauma sem fæðingu barns fylgir, þarftu að gefa þér tíma til þess að vinna úr missinum og tala um hugsanir þínar við ástvini eða fagfólk. Fleiri finna fyrir sorg Þú mátt ekki gleyma öðrum sem mögulega líður líka illa svo sem maka, börnum eða foreldrum. Fólk tjáir tilfinningar sínar á mismunandi hátt og það getur stundum valdið misskilningi milli ástvina. 4

FÓSTURLÁT Viðhorf annarra Fósturlát snemma á meðgöngu er oft talinn lítill missir og þú getur þess vegna búist við að gert verði lítið úr sorg þinni. Einnig að þér verði ráðlagt að verða sem fyrst þunguð. Það er eðlilegt að syrgja og það getur tekið tíma að vinna úr sorginni. Skapa minningar Það getur hjálpað að skapa minningar um það sem ekki varð. Geyma t.d. hluti sem tengjast meðgöngunni, aðgerðinni og heimsóknum. Stundum getur verið gott að útbúa minningabók. Ef sónarmynd hefur verið tekin, stendur þér til boða að eiga hana. Hægt er að fá viðtal við djákna á deildinni. Einnig geturðu hugleitt að halda minningarathöfn eða stund með þínum nánustu. Duftreitur fyrir fóstur er í Fossvogskirkjugarði og ef þess er óskað er fóstrið sett í hann. Aðgerð Legið er tæmt til að minnka blæðingar- og sýkingarhættu. Aðgerðin er gerð í stuttri svæfingu. Þegar þú kemur á deildina tala læknir og hjúkrunarfræðingur við þig. Vertu ófeimin að ræða óskir þínar, líðan og áhyggjur við þau. Tekin er af þér sjúkrasaga, gerð læknisskoðun og teknar blóðprufur. Undirbúningur fyrir aðgerð: Fara í sturtu og þvo hárið kvöldið fyrir aðgerð. Ekki bera olíu eða krem á líkamann. Fasta frá miðnætti eða a.m.k. í 6 tíma. Ekki reykja frá miðnætti. Ekki vera með naglalakk eða andlitsfarða. Skilja skartgripi og verðmæti eftir heima. Farsíma má hafa með sér, en taka þarf hringingu af. 5

LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Aðgerðardagur Fyrir aðgerð Gefin eru lyf til undirbúnings fyrir aðgerðina. Þér er ekið í rúminu á skurðstofuna. Aðgerðin tekur um 5-10 mínútur. Eftir aðgerð Eftir aðgerðina ferðu á vöknun og. verður þar á meðan þú jafnar þig eftir svæfinguna, í u.þ.b. 45 mínútur. Við komu á deildina færðu vatn að drekka og síðar borða. Fyrirbyggjandi sprauta Ef þú ert í rhesus neikvæðum blóðflokki færðu immúnóglóbúlín sprautu fyrir heimferð. Það er til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótefnamyndun gegn rauðum blóðkornum fósturs í næstu meðgöngu. Hvað verður um fóstrið? Allur fósturvefur sem kemur við aðgerðina er sendur til Rannsóknarstofu Háskóla Íslands. Sú rannsókn greinir ekki orsök fósturlátsins, eingöngu að fósturlát hafi orðið. Allur fósturvefur er brenndur. Vegna þess hversu meðgangan er stutt á veg komin er yfirleitt ekki hægt að greina kyn barnsins. Duftreitur Einnig er hægt í samráði við starfsfólk deildarinnar að setja fósturvefinn í duftreit Fossvogskirkjugarðs. 6

FÓSTURLÁT Heima Vegna áhrifa svæfingar- og verkjalyfja máttu ekki aka bíl daginn sem aðgerðin fer fram. Búast má við samdráttarverkjum og hreinsun frá leginu í allt að tvær vikur. Stundum er þó nær engin blæðing og það er einnig eðlilegt. Við verkjum má taka flest verkjalyf t.d. Panódíl og Parkódín. Ekki er ráðlegt að taka inn þau verkjalyf sem valda blóðþynningu svo sem asperín (Magnýl). Til þess að minnka sýkingarhættu notarðu eingöngu bindi, ekki tíðatappa. Ekki er ráðlegt að fara í sund, heita potta eða stunda leikfimi eða aðra líkamsrækt í tvær vikur. Rétt er að sleppa því að hafa samfarir í tvær vikur. Ráðlögð hvíld frá vinnu er í tvo til þrjá daga eða í samráði við lækni. Stundum þurfa konur lengri tíma frá vinnu ef þeim líður illa andlega. Mundu eftir að biðja um vottorð ef þú þarft þess. Spenna getur komið í brjóstin ef meðgangan er komin um eða yfir 3 mánuði. Gott er að nota þröngan brjóstahaldara. Brjóstaspennan hverfur oftast á einum til tveim dögum. Ef þú ætlar að taka getnaðarvarnartöflur máttu byrja töku þeirra aðgerðardag eða daginn eftir. Næsta eðlilega tíðablæðing ætti að byrja 4-6 vikum eftir aðgerðina. Ekki er þörf á eftirskoðun eftir aðgerðina. Þú gætir þó leitað til kvensjúkdómalæknis eftir 4-6 vikur. Ef þú vilt verða þunguð aftur er gott að hafa fyrst tvær til þrjár blæðingar til þess að þú náir að jafna þig vel. 7

LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Hafðu samband ef: blæðir verulega meira en við venjulega tíðablæðingu eða blóðlifrar ganga niður þú færð hita á fyrstu 2 vikum eftir aðgerð þú færð illa lyktandi útferð þú færð slæma kviðverki Aðrar upplýsingar Rósa Kristjánsdóttir, djákni, býður konum og fjölskyldum þeirra að hafa samband við sig hér á deildinni eða eftir að heim er komið. Sími: 543 8027 eða gegnum skiptiborð í síma: 543 1000. Í Fossvogskirkjugarði er minningarreitur og duftreitur fyrir fóstur. Þar er haldin árleg minningarathöfn í síðari hluta ágústmánaðar. Athöfnin er auglýst í dagblöðum. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, sími: 551 6755. Netfang: nydogun@sorg.is / Vefsíða: www.sorg.is Fræðsla um fósturlát, sorg og sorgarviðbrögð er á www.doktor.is Samtökin Litlir Englar eru ætluð þeim sem að hafa misst börn sín snemma á meðgöngu, í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu, sími: 868 8691. Netfang: litlirenglar@litlirenglar.is / Vefsíða: www.litlirenglar.is 8

KVENNASVIÐ KV E N NA S V IÐ Fósturlát Upplýsingarit ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS KVENNASVIÐ DESEMBER 2003 HÖFUNDUR OG ÁBYRGÐARMAÐUR: SVAVA ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, HJÚKRUNARFRÆÐINGUR YFIRLESTUR OG GÓÐ RÁÐ: STARFSFÓLK KVENLÆKNINGADEILDAR HÖNNUN OG LJÓSMYND: GAGNASMIÐJA/AV