Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf.

Similar documents
Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2016 PricewaterhouseCoopers ehf.

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Skýrsla um gagnsæi Aukinn sýnileiki

Gagnsæisskýrsla KPMG kpmg.is

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun. Janúar 2013

1*1 Minnisblað Dags

Innri endurskoðun Október 1999

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

Efnisyfirlit. Orð frá forstjóra. EY á Íslandi. Endurskoðunarsvið. Ráðgjafarsvið. Skattasvið. Viðskiptaráðgjöf. Innra gæðakerfi og óhæði

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir)

Umhverfi og starfsemi endurskoðunarnefnda bakgrunnur nefndarmanna og traust á fjárhagsupplýsingum

MAcc ritgerð Reikningsskil og endurskoðun. Ímynd löggiltra endurskoðenda í samanburði við ímynd annarra fagstétta

Úrdráttur úr kynningu Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Nanna Huld Aradóttir, Cand. Oecon, CIA

Sameiginleg yfirráð Arion banka og Búvalla yfir Högum hf.

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

BS ritgerð í viðskiptafræði Ábyrgð og hlutverk endurskoðenda með hliðsjón af efnahagshruninu 2008

Leiðbeinandi tilmæli

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Leiðbeinandi tilmæli

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Höfum við gengið til góðs?

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra.

MANNVIT ÁBYRGÐ Í VERKI A B C D E F

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

B.Sc. í viðskiptafræði

September Siðareglur í opinberri stjórnsýslu

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Skattaleg mismunun mismunandi skattlagning eftir rekstrarformum. Vala Valtýsdóttir Forstöðumaður skatta- & lögfræðisviðs Deloitte

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Uppsetning á Opus SMS Service

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

Auðkenni Super Jeep Drive. I. Erindið

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V.

STJÓRNARHÁTTAYFIRLÝSING KVIKU BANKA HF.

I. Erindi Atlassíma ehf.

Starfsemi Skógræktarinnar er byggð á gildum sem leiðbeina um hegðun og vinnubrögð starfsmanna. Þau gildi eru fagmennska, samvinna og framsækni.

UM HÖFUNDA INGI BOGI BOGASON

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

Markaðsáherslur og markaðshneigð

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf.

Samkeppnismat stjórnvalda

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

ENDURSKOÐUN LAGA UM OPINBERT EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLASTARFSEMI O.FL. Skýrsla og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Gæða- og umhverfiskerfi

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta

Eftirlit með hönnun og framkvæmd brunavarna í byggingum

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson.

Ársskýrsla Reykjavíkurborg Innri endurskoðun. Mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar

Tengdir aðilar á markaði

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Kaup Landsbankans hf. á eignarhlut í Verdis hf. (áður Arion verðbréfavarsla).

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

STJÓRNSÝSLA DÓMSTÓLANNA. Skýrsla unnin af dr. Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor við Háskóla Íslands, fyrir dómstólaráð.

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean)

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf.

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

Leikskólinn Vesturkot. Starfsáætlun 2010

að stjórnendur fyrirtækja horfi fram á veginn og hugleiði hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Mikilvægt er að meta hvernig unnt er að nýta tækifæri

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Transcription:

www.pwc.com/is Skýrsla um gagnsæi Febrúar 2018 PricewaterhouseCoopers ehf.

Efnisyfirlit bls 4 6 Rekstrarform og eignarhald Rekstrarform Eignarhald Markmið PwC samstarfið 7 8 Stjórnskipulag Skipurit Innra gæðaeftirlistkerfi Lýsing á gæðaeftirliti Inngangur Almennt Siðareglur Starfsmannamál Gæðaeftirlit í endurskoðunarverkefnum Staðfesting stjórnenda 10 Gæðaeftirlit sbr. 22. grein laga um endurskoðendur Skrá yfir einingar tengdar almannahagsmunum 11 Óhæðisreglur Óhæðisreglur PwC ehf. Meðferð trúnaðarupplýsinga Samþykki verkefna 12 Endurmenntunarstefna sbr. 7. grein laga um endurskoðendur Veltufjárflæði Mannauðsmál Mannauðsstefna Starfskjör eigenda 13 Samfélagsstefna PwC 14 Staðfesting stjórnenda

Rekstrarform og eignarhald PwC er þekkingarfyrirtæki sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur Rekstrarform PricewaterhouseCoopers ehf. (PwC ehf.) er íslenskt fyrirtæki sem á rætur að rekja aftur til ársins 1924. Fyrirtækið er skráð í Reykjavík og er þar með höfuðstöðvar sínar en rekur auk þess starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu; Akureyri, Húsavík, Hvolsvelli og Selfossi. Fyrirtækið er aðili að alþjóðlegu neti sambærilegra fyrirtækja undir nafninu PricewaterhouseCoopers (PwC) sem eru í 158 löndum og hjá þeim starfa um 236.000 starfsmenn. PwC ehf. er þekkingarfyrirtæki sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur. Þjónusta felur í sér endurskoðun, reikningsskil, fyrirtækjaráðgjöf og skatta- og lögfræðiráðgjöf. Eignarhald PricewaterhouseCoopers ehf. er 100% í eigu Eignarhaldsfélagsins PwC sf. en eigendur þess félags sem allir starfa hjá PwC ehf. eru: Arna G. Tryggvadóttir Atli Þór Jóhannsson Bryndís B. Guðjónsdóttir Friðgeir Sigurðsson Guðmundur Snorrason Herbert V. Baldursson Kristinn Freyr Kristinsson Jón H. Sigurðsson Jón Ingi Ingibergsson Ljósbrá H. Baldursdóttir Ólafur Gestsson Ómar H. Björnsson Rúnar Bjarnason Sighvatur Halldórsson Tryggvi Jónsson Vignir Rafn Gíslason Markmið PricewaterhouseCoopers ehf. einsetur sér að vera framsækið og traust fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar og skatta- og lögfræðiráðgjafar. Meginmarkmið fyrirtækisins eru eftirfarandi: PwC skal tryggja óhæði og trúverðugleika í störfum sínum. PwC veitir ávallt bestu faglegu þjónustu sem völ er á. PwC tryggir aðgengi að nýjungum og þróun í þjónustu með markvissu innra starfi, endurmenntun og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. PwC skapar eftirsóknarvert umhverfi fyrir metnaðarfullt, vel menntað og framsækið starfsfólk. PwC skal vera arðsamt fyrirtæki með traustan fjárhag. Gildi PwC eru: Vinnum að heillindum leitum lausna skiptum máli vinnum saman sýnum umhyggju. 4 PwC

PwC 5

PwC samstarfið PwC er alþjóðlegt net sjálfstæðra fyrirtækja sem deila sameiginlegu nafni, vörumerki, gildum, þekkingu og reynslu. Fyrirtækin tengjast í gegnum PricewaterhouseCoopers International Limited (PwC IL), sem ber ábyrgð á að samhæfa starfsemi þeirra. PwC IL þjónustar samstarfsfyrirtækin, en veitir ekki þjónustu til viðskiptavina þeirra eða annarra aðila. PwC netið samanstendur af fyrirtækjum sem eru lögaðilar hvert í sínu landi og er því ekki eitt fyrirtæki. Fyrirtækin starfa samkvæmt sömu aðferðafræði og eiga í nánu samstarfi. Með aðild að slíku neti fyrirtækja gefst viðskiptavinum PwC ehf. tækifæri á að njóta traustrar og góðrar þjónustu hér á landi auk ávinnings sem aðildin getur leitt af sér í alþjóðlegu samhengi. Með aukinni tæknivæðingu hverfa þær hindranir sem fjarlægðin skapar. Heimurinn verður einn markaður þar sem starfsfólk samstarfsfyrirtækjanna víðs vegar í heiminum vinnur með samræmdum hætti og myndar eina heild. Í því felst ávinningurinn af stórri alþjóðlegri samsteypu. Ávinningur sem nýtist viðskiptavinum hér á landi sem og annars staðar í heiminum. 6 PwC

Stjórnskipulag Skipurit Stjórn Stjórn PwC ehf. er skipuð þremur mönnum og einum varamanni sem allir eru hluthafar í fyrirtækinu: Guðmundur Snorrason formaður Bryndís Guðjónsdóttir meðstjórnandi Vignir Rafn Gíslason meðstjórnandi Ljósbrá Baldursdóttir varamaður Áhættustjóri Risk Management Partner (RMP) Ómar H. Björnsson Stjórnendur: Friðgeir Sigurðsson forstjóri Ljósbrá Baldursdóttir sviðsstjóri Endurskoðunar Tryggvi Jónsson sviðsstjóri viðskiptaþjónustu Jón Ingi Inbibergsson sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar Sigurður Óli Sigurðsson sviðsstjóri Ráðgjafasviðs Forstöðumenn utan Reykjavíkur Rúnar Bjarnason forstöðumaður PwC á Norðurlandi Ólafur Gestsson forstöðumaður PwC á Suðurlandi Aðrir Sigurbjörg Halldórsdóttir - fjármálastjóri Fannar Guðmundsson - yfirmaður upplýsingatæknideildar Vilhjálmur Kári Haraldsson mannauðsstjóri PwC 7

Innra gæðaeftirlitskerfi Lýsing á gæðaeftirliti PwC ehf. PwC ehf. hefur sett sér reglur um gæði þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir og reglur um gæðaeftirlit til þess að tryggja að gæði þjónustunnar séu sem best á hverjum tíma. Inngangur PwC IL gerir ríkar kröfur til fyrirtækja sem eru aðilar að alþjóðasamstarfinu. Meðal þess sem krafist er af hverju félagi er að það lúti reglum um gæði í allri þjónustu sem fyrirtækið veitir og fylgi þeim eftir með reglulegu gæðaeftirliti. Með gæðaeftirliti skal tryggja eins og mögulegt er að hvert fyrirtæki sem veitir þjónustu undir nafni PwC fylgi faglegum stöðlum ásamt leiðbeiningum og aðferðafræði sem gefin er út af samtökunum. Gæðaeftirlit skal einnig ná til staðbundinna laga og reglna sem um viðkomandi þjónustu gilda. Gæðaeftirlit beinist að sérhverju þjónustusviði hvers aðildarfyrirtækis, hverjum ábyrgðaraðila verkefnis og einstökum verkefnum. Gæðaeftirlitinu er skipt í ytra og innra gæðaeftirlit þar sem ytra gæðaeftirlit er framkvæmt af öðru aðildarfyrirtæki innan PwC netsins og hins vegar innra gæðaeftirlit sem lýtur gæðareglum aðildarfyrirtækisins. Almennt Stjórn fyrirtækisins ber ábyrgð á að gæðaeftirlit sé til staðar hjá fyrirtækinu. Forstjóri hefur yfirumsjón með að gæðamál og áhættustjórnun fyrirtækisins séu í samræmi við reglur PwC IL og innanlandsreglur. Hann hefur náið samstarf við sviðsstjóra varðandi gæðamál fyrirtækisins. Sviðsstjórar bera daglega ábyrgð á gæðamálum og faglegum málum þ.m.t. störfum fagnefnda. Forstjóri skal hafa eftirfylgni með framgangi þessara mála og tryggja að gögn sem stjórn félagsins óskar eftir á hverjum tíma séu til staðar. Í samræmi við reglur PwC IL skipar stjórn félagsins aðila til að annast og bera ábyrgð á málum sem tengjast áhættustjórnun (Risk Management Partner RMP) en forstjóri skipar aðila til þess að hafa eftirlit með óhæði (Partner Responsible for Independence PRI). Forstjóri skal hafa náið samráð við RMP og PRI vegna starfa þeirra og ábyrgðarsviða. Auk þess skipar forstjóri sérstakan gæðastjóra (Quality Review Officer). Reglur um gæðaeftirlit eru kynntar starfsmönnum. Sameiginlegar reglur um gæðaeftirlit sem lúta að öllum þjónustusviðum PwC ehf. fela í sér eftirfarandi: Hver ábyrgðaraðili verkefnis lýtur ytra gæðaeftirliti ekki sjaldnar en á þriggja ára fresti. Leiðbeinandi reglur eru gefnar út um framkvæmd gæðaeftirlits til þess að tryggja samræmi í framkvæmd þess. Ábendingum og athugasemdum sem upp kunna að koma er fylgt eftir í lok hvers gæðaeftirlits. Niðurstöður gæðaeftirlits eru kynntar stjórnendum PwC ehf. og/eða gæðastjórn PwC IL eftir því sem við á. Gæðaeftirlit beinist að fylgni við lög, reglur, alþjóðlega staðla og verklagsreglur. Gæðaeftirlit nær til þess að fylgt sé kröfum laga og reglna og verklagsreglna um símenntun starfsfólks. 8 PwC

Gæðareglur og gæðaeftirlit á endurskoðunarsviði Siðareglur Hér á eftir er lýsing á helstu þáttum í gæðareglum og gæðaeftirliti á endurskoðunarsviði Í verklagsreglum PwC ehf. kemur fram að starfsmönnum og stjórnendum ber að fylgja lögum og reglum um óhæði í öllum störfum sínum fyrir viðskiptavini PwC. Þar á meðal eru ákvæði í siðareglum endurskoðenda um heilindi, hlutlægni, faglega hæfni og varkárni, trúnað og faglega hegðun. Hegðunarreglur (Code of Conduct) eru aðgengilegar starfsmönnum á innra neti PwC þar sem lögð er áhersla á teymisvinnu, samskiptamál, viðbrögð við álitaefnum, faglega ábyrgð og trúnað gagnvart viðskiptavinum. Sérstakar verklagsreglur hafa verið settar um farveg upplýsinga til stjórnenda (whistleblower). Sérstakar reglur um gæðaeftirlit við endurskoðun Reglur PwC ehf. um gæðaeftirlit í endurskoðun uppfylla kröfur sem fram koma í lögum um endurskoðendur nr. 79/2008, siðareglum endurskoðenda og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Þeir alþjóðlegu staðlar sem þar koma helst til álita eru, International Standard on Quality Control ISQC 1 og Quality Control for an Audit of Financial Statements ISA 220. Stjórnendur og lykilstarfsmenn skrá fjárfestingar sínar í miðlægan gagnagrunn sem auðveldar samstarfsfyrirtækjunum og einstökum starfsmönnum að tryggja fjárhagslegt óhæði gagnvart skráðum einingum sem endurskoðaðar eru af aðildarfélögum hvar sem er í heiminum. Starfsmenn og stjórnendur staðfesta árlega með formlegum hætti fylgni við reglur um óhæði og hegðunarreglur PwC ehf. Innra og ytra gæðaeftirlit beinist að þessum þáttum Starfsmannamál Í verklagsreglum PwC ehf. kemur fram að áhersla er lögð á að fyrirtækið hafi jafnan á að skipa nægilegum fjölda af hæfu starfsfólki til þess að sinna einstökum verkefnum í samræmi við lög, reglur og alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Stuðlað er að því að markmið um gæði í verkefnum náist með: Vandvirkni við ráðningu starfsmanna Leiðsögn og þjálfun í verkefnum Námskeiðum innanlands og erlendis Úthlutun verkefna í samræmi við hæfni hvers og eins Starfsmannaskiptum við endurskoðunarfyrirtæki innan PricewaterhouseCoopers netsins. Innra gæðaeftirlit með einstökum endurskoðunarverkefnum beinist að hæfni og þekkingu starfsmanna. Jafnframt er í gæðaeftirlitinu gengið úr skugga um að endurskoðendur fylgi ákvæðum um endurmenntun í 7. gr. laga 79/2008 um endurskoðendur. Gæðaeftirlit í endurskoðunarverkefnum Endurskoðun ber að framkvæma í samræmi við lög, reglur og alþjóðlega endurskoðunarstaðla og er markmið gæðaeftirlits að tryggja sem best að svo sé í hverju einstöku verkefni. Reglur PwC ehf. um gæðaeftirlit með endurskoðunarverkefnum taka mið af ákvæðum í alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISQC 1 og endurskoðunarstaðlinum ISA 220. Eftirlit með endurskoðunarverkefnum er falið gæðastjóra en auk þess er gæðaeftirlit með endurskoðun eininga tengdum almannahagsmunum falið endurskoðanda með viðeigandi faglega reynslu og þekkingu (Quality Review Partner) sem jafnframt er úr hópi eigenda PwC ehf. Innra gæðaeftirlit í endurskoðunarverkefnum fer fram að lágmarki við skipulagningu og lok hvers endurskoðunarverkefnis og fer gæðastjóri eða annar sem ber ábyrgð á eftirlitinu yfir niðurstöður með endurskoðunarteymi. Staðfesting stjórnenda Stjórnendur Pricewaterhouse- Coopers ehf. staðfesta, í samræmi við d. lið 2. mgr. 29. gr. laga nr. 79/2008, skilvirkni innra gæðaeftirlits fyrirtækisins. Það á að tryggja að endurskoðun sé framkvæmd í samræmi við lög, reglur og alþjóðlega staðla sem um endurskoðun gilda á hverjum tíma. PwC 9

Gæðaeftirlit sbr. 22. grein laga um endurskoðendur Endurskoðunarfyrirtækjum og endurskoðendum sem þar starfa er skylt að sæta ytra gæðaeftirliti eigi sjaldnar en á sex ára fresti og eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti ef um er að ræða endurskoðun eininga tengdum almannahagsmunum. Þetta gæðaeftirlit er framkvæmt á vegum Endurskoðendaráðs og er til viðbótar því gæðaeftirliti sem lýst hefur verið hér að framan. Gæðaeftirlit á vegum Endurskoðendaráðs var framkvæmt í nóvember 2015 og beindist eftirlitið að því að kanna hvort fyrirtækið uppfyllti kröfur tiltekinna ákvæða laga um endurskoðendur nr. 79/2008 og ákvæði alþjóðlega gæðastaðalsins ISQC 1. Fyrirtækið heldur utan um fylgni við þessi ákvæði í sérstökum gagnagrunni. Gæðaeftirlitsmenn á vegum Endurskoðendaráðs gerðu engar athugasemdir og töldu ekki þörf fyrir ábendingar í skýrslu sem þeir kynntu fyrirtækinu að lokinni skoðun sinni. Staðfesting endurskoðendaráðs á niðurstöður gæðaeftirlitsins lá fyrir 5. janúar 2016. Skrá yfir einingar tengdar almannahagsmunum Eftirfarandi er listi yfir einingar tengdar almannahagsmunum sem PwC ehf. annast lögboðna endurskoðun fyrir vegna ársreiknings 2014: Actavis Alcoa fjarðarál sf. Birta lífeyrissjóður Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna Fast 1 slhf. Hafnarfjarðarbær Hagar hf. Greiðslumiðlunin Hringur ehf. Kópavogsbær Lánasjóður sveitarfélaga Lífeyrissjóður bænda Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogskaupstaðar Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Lífeyrissjóður verzlunarmanna Spölur ehf. Sveitarfélagið Árborg Tryggingamiðstöðin (TM) 10 PwC

Óhæðisreglur PwC ehf. og eigendur þess verða að vera óháðir öllum endurskoðunarverkefnum hvort sem þeir starfa við þau eða ekki Óhæðisreglur PwC ehf. Óhæði felur það í sér að vera frjáls og óbundinn af hvers konar hagsmunum og láta ekki stjórnast af viðhorfum eða áhrifum annarra. Óhæði er grundvallarkrafa fyrirtækis í sérfræðiþjónustu þar sem byggt er á trausti viðskiptavina og annarra sem kunna að eiga einhverja hagsmuni undir störfum þess. Í því felst að allir sem koma að slíkum störfum séu heiðarlegir og óhlutlægir bæði í reynd og ásýnd. PwC IL. hefur því sett reglur um óhæði (Global Policy Statement on Independence and Objectivity) sem aðildarfélögum ber að innleiða. Þær eiga að stuðla að því að öll fyrirtæki, eigendur og starfsfólk innan samstarfsfyrirtækjanna viðhaldi óhæði í faglegu starfi. Þessum reglum er ætlað að tryggja að eigendur og starfsmenn séu óháðir í störfum sínum fyrir viðskiptavini PwC, hvort sem er í reynd eða ásýnd. Þær eiga einnig að tryggja að þeir forðist aðstæður eða tengsl sem gætu ógnað hlutlægni þeirra eða faglegri dómgreind, svo sem vegna beinna eða óbeinna fjárhagslegra hagsmuna eða annarra persónulegra tengsla. Það er skilyrði að hver og einn forðist að breyta þannig í starfi sínu og utan þess, að draga megi í efa óhæði hans sem einstaklings og ber öllum starfsmönnum að staðfesta árlega fylgni við óhæðisreglur PwC ehf. Óhæðisreglur PwC ehf. eru í fullu samræmi við siðareglur endurskoðenda sem kveða sérstaklega á um óhæði í endurskoðunar- og könnunarverkefnum. Það hefur í för með sér að PwC ehf. og eigendur þess verða að vera óháðir öllum endurskoðunarverkefnum hvort sem þeir starfa við þau eða ekki. Starfsmenn skulu vera óháðir gagnvart þeim endurskoðunarverkefnum sem þeir starfa við án tillits til þess í hverju sú þjónusta er fólgin. PwC ehf. styðst við rafrænt kerfi (Global Portfolio System - GPS) sem ætlað er að halda utan um fjárfestingar eigenda og stjórnenda. GPS kerfið hefur eftirlit með fjárfestingum sem þeim ber að tilkynna, svo sem hlutafjáreign í skráðum félögum. Meðferð trúnaðarupplýsinga PwC ehf. leggur mikla áherslu á að allir sem starfa innan fyrirtækisins gæti jafnan að meðferð trúnaðarupplýsinga. Trúnaður er mikilvægur í öllum samskiptum við viðskiptavini og aðra aðila innan og utan skrifstofunnar og eru sérstök ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að finna í ýmsum lagagreinum. Í 30. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur er sérstaklega kveðið á um þagnarskyldu endurskoðenda og starfsmanna þeirra um þau mál sem þeir kunna að komast að vegna starfa sinna. Samþykki verkefna Við samþykkt verkefna styðst PwC ehf. við alþjóðlegt kerfi sem nefnist Authorization for Services (AFS). AFS kerfið sér til þess að aðalendurskoðandi þurfi ætíð að veita samþykki sitt fyrir því að önnur verkefni en endurskoðun séu unnin fyrir viðskiptavin sem fyrirtækið annast endurskoðun fyrir, hvort sem það er af aðilum innan fyrirtækisins eða af öðrum samstarfsfyrirtækjum. PwC 11

Endurmenntunarstefna sbr. 7. grein laga um endurskoðendur Fræðsla og símenntun Mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis er fólgin í starfsfólki þess. PwC ehf. leggur mikla áherslu á að starfsmenn fái tækifæri til þess að viðhalda og efla þekkingu á sínu sérsviði. Fræðsla og símenntun starfsmanna er unnin samkvæmt fræðsluáætlun, sem gerð er fyrir hvert rekstrarár, og staðfest af viðkomandi stjórnendum. Mannauðsmál Fræðsluáætlun tekur mið af þörfum og stöðu félagsins og hlutverki starfsmanna. Í fræðsluáætlun er leitast við að velja hverjum og einum námskeið þannig að samfella sé í fræðslustarfinu og að starfsmenn fái þá þjálfun sem þeir hafa undirbúning til og þörf fyrir á hverjum tíma. Fræðsluáætlunin er mikilvægur þáttur í starfi fyrirtækisins, nær til allra sviða og starfsstöðva og verður sífellt umfangsmeiri og markvissari, sem er glöggt merki þess hve mikil áhersla er lögð á þessi mál. Endurmenntun endurskoðenda er skipulögð í samræmi við kröfur 7. gr. laga um endurskoðendur nr. 79/2008. Fræðslumál eru á ábyrgð sérstaks aðila, Learning and education partner, í nánu samráði við sviðstjóra og framkvæmdastjóra rekstrar. Sérstök fræðslunefnd, sem í sitja þeir aðilar sem koma að samræmingu fræðslumála, er vettvangur skipulags og ákvarðana um fræðslumál fyrirtækisins. Veltufjárflæði Fjárhagsupplýsingar Á rekstrarárinu 1. júlí 2016 30. júní 2017 var heildarvelta PricewaterhouseCoopers ehf. 1,44 milljarðar króna. Seld þjónusta sundurliðast þannig: Seld þjónusta til aðila í endurskoðun Seld þjónusta til aðila sem ekki eru í endurskoðun 673.000.000 kr. 767.000.000 kr. Mannauðsstefna Markmið PwC ehf. er að ráða til sín, efla og halda framúrskarandi starfsfólki sem sýnir frumkvæði, býr yfir þekkingu og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Til að stuðla að stöðugum vexti fyrirtækisins er lögð áhersla á starfsánægju, gott starfsumhverfi, skemmtilegan vinnustað og markvissa starfsþróun. Stjórnendur PwC ehf. gera sér grein fyrir því að starfsfólkið, metnaður, drifkraftur og hollusta þess, er grundvöllur að farsælum rekstri og áframhaldandi vexti fyrirtækisins. Hjá PwC ehf. er lagt upp úr starfsánægju, jákvæðu viðhorfi, vellíðan starfsmanna, góðum starfsanda og að starfsfólk sýni gagnkvæma virðingu í öllum sínum samskiptum. Fyrirtækið leggur upp úr því að skapa skemmtilegan en jafnframt áhugaverðan vinnustað Fyrirtækið leggur áherslu á að efla hæfni starfsmanna og að starfsmenn fái að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. Endurmenntun starfsmanna er markviss og sniðin að þörfum hvers starfsmanns. Starfsmenn eiga auk þess möguleika á starfsþjálfun hjá samstarfsfyrirtækjum erlendis. Áhersla er lögð á starfsþróun sem er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda. Skipulögð starfsmannasamtöl gera starfþróun markvissari og endurgjöf og markmiðasetningu auðveldari. PwC ehf. vill vera þekkt sem fjölskylduvænt fyrirtæki og leggur áherslu á að skapa starfsumhverfi með gagnkvæmum sveigjanleika. Fyrirtækið hefur markað sér stefnu varðandi heilsuvernd og hvetur til reglulegs eftirlits og hreyfingar starfsmanna. Hjá PwC ehf. eru starfsmenn metnir á eigin forsendum og jafnræðis er gætt meðal starfsmanna. Mannauðsstjóri er í starfi hjá fyrirtækinu. Starfskjör eigenda Starfskjör eigenda eru ákvörðuð af stjórn fyrirtækisins í upphafi hvers starfsárs og þau taka mið af ábyrgð þeirra gagnvart skilgreindum mælikvörðun sem tengjast viðskiptavinum annars vegar og ábyrgð á innra starfi og stjórnun hins vegar. Hver eigandi gerir ráðningarsamning við fyrirtækið auk þess sem á aðalfundi hvers árs er samþykktur samstarfssamningur eigenda. 12 PwC

Endurmenntunarstefna sbr. 7. grein laga um endurskoðendur Samfélagsstefna PwC Samfélagsábyrgð PwC er mikil og byggir að miklu leyti á sérfræðiábyrgð endurskoðenda, lögfræðinga og annarra sérfræðinga. PwC sinnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu með því að staðfesta áreiðanleika fjárhagsupplýsinga og skapa þannig traust í viðskiptum. PwC hefur lagt áherslu á að leggja sitt af mörkum til faglegar uppbyggingar innan endurskoðunarstéttarinnar, í menntakerfinu með því að skapa svigrúm hjá starfsmönnum okkar til kennslu og í viðskiptaumhverfinu með því að þjálfa fjölda hæfra sérfræðinga. PwC ber jafnframt víðtækari ábyrgð sem þáttakandi í samfélaginu. PwC hefur sett fram samfélagsstefnu sem snýr að helstu snertiflötum fyrirtækisins við umhverfið og samfélagið. Fjórar megin stoðir samfélagsstefnu PwC eru: Ábyrgir viðskiptahættir Samfélagsleg þátttaka Fjölbreytni og virkni Umhverfisleg ábyrgð 13 PwC

Staðfesting stjórnar Skýrsla þessi var samþykkt af stjórn PricewaterhouseCoopers ehf. 28. febrúar 2018. PwC 14

www.pwc.com/is