Eftirlitskerfi. Evrópuráðssamningur. um aðgerðir gegn mansali

Similar documents
Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Uppsetning á Opus SMS Service

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN MANSAL. Upplýsingar og leiðbeiningar um verklag fyrir lögreglu

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

1. gr. 2. gr. 3. gr. 4. gr.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

EVRÓPUSÁTTMÁLI UM JAFNA STÖÐU KVENNA OG KARLA Í SVEITARFÉLÖGUM OG HÉRUÐUM

Áhrif aldurs á skammtímaminni

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

1 Samningur sem ráð Evrópusambandsins og lýðveldið Ísland og konungsríkið Noregur gera með sér um

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins...

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

1*1 Minnisblað Dags

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Innri endurskoðun Október 1999

Leiðbeinandi tilmæli

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Stefán M. Stefánsson EES SAMNINGURINN OG LÖGFESTING HANS

Frumvarp til laga. (Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi )

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt

Lyfjagát. =pages/regulation/docu ment_listing/document_ listing_ jsp&mid =WC0b01ac058058f32c

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

Tillaga til þingsályktunar

Kynferðisofbeldi gegn börnum Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Hrefna Friðriksdóttir og Anni G. Haugen

I. Erindi Atlassíma ehf.

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Stefna RIM um gagnaleynd

Alþjóðlegir staðlar og siðareglur um innri endurskoðun. Janúar 2013

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

Skýrsla stjórnvalda vegna allsherjarúttektar SÞ á stöðu mannréttinda. Ísland

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

Eðlishyggja í endurskoðun

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Samkeppnismat stjórnvalda

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Mat á umhverfisáhrifum

Réttur til menntunar

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 31/555. REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) nr. 713/2009. frá 13.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 8 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

Ákvörðun Samgöngustofu nr. 299/2018 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi nr. FI219 þann 17. desember 2017

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ. THE FlNAKCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, iceland. nr.5/2011. Leiðbeinandi tilmæli um stöðu og verksvið regluvörslu fjármálafyrirtækja

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar...

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra.

B.Sc. í viðskiptafræði

FRAMSAL SAKAMANNA. með tilliti til undantekninga sem banna eða heimila synjun á framsali eða afhendingu sakamanna

spjaldtölvur í skólastarfi

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Vefskoðarinn Internet Explorer

Alþjóðlegir staðlar um innri endurskoðun (Staðlarnir)

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Starfsgetumat reynslan í öðrum ríkjum. Eiríkur Smith Starfsgetumat: Staða og næstu skref Umræðufundur VIRK og ÖBÍ Grand Hótel - 4.

Á vegferð til fortíðar?

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Fríverslunarsamningur við Kína Upprunareglur. Jóhann Freyr Aðalsteinsson sérfræðingur á tollasviði

Til forsætisráðherra. Í samræmi við 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna hef ég látið taka saman skýrslu þessa um starfsemi embættisins.

Velferðarnefnd mál

Miðvikudagur, 23. febrúar fundur samkeppnisráðs

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS)

Er löggjafanum heimilt að mæla fyrir um aðildarskyldu að björgunarsveitum?

Transcription:

Eftirlitskerfi Evrópuráðssamningur um aðgerðir gegn mansali

Hver er tilgangur samningsins? Tilgangur Evrópuráðssamnings um aðgerðir gegn mansali, sem gekk í gildi 1. febrúar 2008, er að koma í veg fyrir mansal, vernda fórnarlömb og sækja til saka þá sem standa fyrir mansali. Samingurinn nær til hvers kyns mansals (innanlands sem landa á milli, hvort sem það tengist skipulagðri glæpastarfsemi eður ei) og allra þolenda mansals (kvenna, karla og barna), sem og hvers kyns misneytingar. Samningurinn felur einnig í sér ráðstafanir til að stuðla að samræmingu aðgerða einstakra ríkja og efla alþjóðlega samvinnu. Aukið vægi samningsins felst einna helst í því að áhersla er lögð á mannréttindi og verndun þolenda. Samningurinn skilgreinir mansal sem brot á mannréttindum og brot gegn reisn og friðhelgi manneskjunnar. Þetta þýðir að stjórnvöld bera ábyrgðina ef ekki er gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir mansal, þess gætt að þolendur séu verndaðir og mansalstilfelli rannsökuð með skilvirkum hætti. Mansal er alheimsfyrirbrigði og án landamæra. Samningurinn skiptir því máli í öllum ríkjum heims og á erindi til þeirra allra.

Hvernig er fylgst með framkvæmd samningsins? Með samningnum var sett á stofn óháð eftirlitskerfi til að meta hversu vel ákvæðum hans er fylgt eftir. Þetta eftirlitskerfi er talið vera einn helsti styrkur samningsins og er að undirstöðu tvíþætt: annars vegar hópur sérfræðinga um aðgerðir gegn mansali (GRETA) og hins vegar nefnd samningsaðilanna. Hvað er GRETA? Sérfræðingahópurinn um aðgerðir gegn mansali, GRETA, gerir reglulegar úttektir á framkvæmd samningsins innan þeirra ríkja sem hafa fullgilt hann. Í GRETA sitja 15 óháðir og óhlutdrægir sérfræðingar frá samningsaðilum. Hópurinn er með víðtæka reynslu og margvíslegan bakgrunn (lögfræðingar, embættismenn í löggæslu, sálfræðingar, læknar, fulltrúar borgaralegs samfélags, o.s.frv.) og eru meðlimir valdir á grundvelli starfsreynslu þeirra á því sviði sem samningurinn nær til. Skipunartími meðlima GRETA er fjögur ár og má endurskipa þá einu sinni.

Hvernig sinnir GRETA eftirlitshlutverki sínu? Eftirlitsstarfsemi GRETA skiptist í fjórar lotur. Við upphaf hverrar þeirra skilgreinir GRETA þau ákvæði samningsins sem hafa skal eftirlit með og tekur ákvörðun um hvaða aðferð sé best til þess fallin að inna af hendi úttektina. Í eftirliti sínu beitir GRETA ýmsum aðferðum við að safna upplýsingum. GRETA sendir til að byrja með spurningalista til yfirvalda þess lands sem meta skal. GRETA greinir síðan þær upplýsingar sem gefnar eru og, ef nauðsyn þykir, leitar frekari upplýsinga til útskýringar eða viðbótar við uppgefin svör. Auk þess að senda spurningalista heimsækir GRETA viðkomandi land. Slíkar heimsóknir gefa færi á ítarlegum samræðum við embættismenn, lögregluyfirvöld, saksóknara, þingmenn og aðra viðeigandi hagsmunaaðila. Úttektarheimsóknir gefa GRETA einnig færi á að heimsækja þá staði sem veita þolendum mansals aðhlynningu. Þannig gæti GRETA farið fram á að heimsækja athvörf eða heimili fyrir fórnarlömb mansals sem rekin eru af yfirvöldum eða frjálsum félagasamtökum, miðstöðvar fyrir hælisleitendur eða útlendinga sem dvelja í landinu án tilskilins leyfis, varðstaði við landamæri eða sjúkrahús. Þessar heimsóknir gera það mögulegt að fylgjast með skilvirkni þeirra ráðstafana sem gerðar voru við innleiðingu samningsins.

Hlutverk borgaralegs samfélags Bein tengsl við borgaralegt samfélag eru mikilvæg í heimildavinnu GRETA. Í úttektarheimsóknum sínum heldur GRETA fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka og öðrum fulltrúum borgaralegs samfélags (til dæmis fulltrúum verkalýðsfélaga, lögmanna, fræða- og háskólasamfélags) með hlutdeild í aðgerðum gegn mansali. GRETA getur ákveðið að beina spurningum sínum til frjálsra félagasamtaka eða leita á annan hátt upplýsinga hjá þeim og öðrum meðlimum borgaralegs samfélags sem hafa aðgang að áreiðanlegum heimildum og geta staðfest upplýsingarnar eins og við á. Skýrslur GRETA Skýrslur GRETA og landsúttektir innihalda greiningu og mat á ráðstöfunum viðkomandi ríkis í aðgerðum þess gegn mansali. GRETA leggur þar einnig fram tillögur um hvernig styrkja megi framkvæmd samningsins. Skýrslurnar eru útbúnar í anda uppbyggilegrar samvinnu og ætlað að aðstoða ríki í átaki þeirra og aðgerðum gegn mansali. GRETA skoðar drög að landsúttektum á allsherjarfundum sínum. Skýrsludrögin eru síðan send til viðkomandi yfirvalda og þau beðin um athugasemdir, sem tekið er tillit til þegar GRETA setur saman lokaskýrslu. Lokaskýrslan er send til viðkomandi yfirvalda og þeim boðið að koma á framfæri frekari athugasemdum. Skýrslan frá GRETA, ásamt öllum athugasemdum yfirvalda, er síðan birt opinberlega. Nefnd samningsaðilanna Önnur uppistaða eftirlitskerfisins, nefnd samningsaðilanna, er samansett af landsfulltrúum þeirra ríkja sem hafa fullgilt samninginn. Á grundvelli landsúttekta frá GRETA leyfist nefnd samningsaðilanna að samþykkja og senda til einstakra ríkja tilmæli varðandi þær ráðstafanir sem grípa þarf til samkvæmt niðurstöðum GRETA.

Frá eftirliti til stuðningsframkvæmda Gildi eftirlitsaðgerða Evrópuráðssamningsins gegn mansali er þríþætt: 33þær virða og hvetja til þess að víðtækum skuldbindingum samningsins sé fylgt; 33þær veita sérhannaðar leiðbeiningar fyrir hvert land til að takast betur á við áskoranir og hindranir; 33þær mynda vettvang fyrir alþjóðlega samvinnu þar sem deila má upplýsingum og góðum starfsvenjum og gera alþjóðasamfélagið meðvitað um nýjustu stefnur og strauma, en með því er hægt að hvetja til sameiginlegra aðgerða og taka á vandamálum. Nálgast má niðurstöður eftirlitsins og skýrslur á veraldarvefnum og er vísað í þær af öllum þeim sem koma að baráttunni gegn mansali. Evrópuráðið styður einnig ríkisstjórnir við innleiðingu samningsins og við innleiðingu þeirra tilmæla sem beint hefur verið til yfirvalda í úttektar- og eftirlitsferlinu. Fyrir upplýsingar og til þess að hafa samband: Secretariat of the Council of Europe Convention on Action against Trafficking in Human Beings (GRETA and Committee of the Parties) Council of Europe F-67075 Strasbourg Cedex Frakkland / France Netfang / email: Trafficking@coe.int www.coe.int/trafficking PREMS 236313 ISL Council of Europe Photo credit: Council of Europe / Shutterstock THB INF (2013)1