Sjálfsmynd og sjálfstraust barna og unglinga

Similar documents
Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Í upphafi skyldi endinn skoða

Uppsetning á Opus SMS Service

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu!

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu.

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

,,Með því að ræða, erum við að vernda

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Millimenningarfærni. Hulda Karen

Hagnýt ráð í uppeldi barna með kvíða

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Sjálfsmynd og kynheilbrigði unglinga

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Orðaforðanám barna Barnabók

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Líkamsmyndarnámskeiðið

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Félagsráðgjafardeild

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Hvað skiptir öllu máli -

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Um streitu. Algengar orsakir streitu

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Birtist í Kirkjuritinu; Guðrún Eggertsdóttir. (2010). Gengið á fund Guðs. Kirkjuritið, (76)1, Gengið á fund Guðs

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

Hvað einkennir góðan leiðtoga?

Vefskoðarinn Internet Explorer

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H.

Útdráttur Efnisyfirlit Inngangur Hvers vegna varð þetta verkefni fyrir valinu? Framkvæmd...

SORG Leiðbeiningabæklingur

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Tak burt minn myrka kvíða

,,Af góðum hug koma góð verk

Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga

margt er um að Velja Náms- og starfsfræðsla Berglind Helga Sigurþórsdóttir Helga Helgadóttir Margt er um að velja 1

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði?

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Styrkleikar, leysa þeir líka loftslagsvandann? Fimmtudaginn, 23. nóvember 2017 hjá VIRK. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Námsvefur um GeoGebra

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

Horft til sólar Úttekt á ráðum atvinnulausra á Norðurlandi eystra við streitu

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild

Transcription:

Sjálfsmynd og sjálfstraust barna og unglinga Elva Björk Ágústsdóttir Námsráðgjafi og sálfræðikennari (MS í sálfræði) elvabjork@sjalfsmynd.com Sumarsmiðjur kennara 2017 Kl. 9:00-13:00

Hvað er sjálfsmynd? Sjálfsmynd Almenn hugmynd sem manneskjan hefur um sig. Einskonar heildarsýn manneskjunnar á sér. Felur ekki í sér mat, eingöngu lýsingu. Ég er stelpa, ég er íslensk, ég er móðir, ég er lágvaxin, ég er löt, ég er fyndin, ég er ljóshærð, ég hef gaman af fimleikum

Hvað er sjálfstraust? Sjálfstraust eða sjálfsálit Hvernig fólk metur og hugsar til sjálfs síns og það gildi sem það leggur í eigin persónu. Sjálfstraust felur í sér mat manneskjunar á eigin virði og getu (competence and worthiness) Sjálfstraust self esteem - á ekki eingöngu við um eiginleika okkar, góða og slæma, eða hvort við teljum okkur geta gert ákveðna hluti heldur felur hugtakið í sér heildstætt mat á okkur sjálfum. Ég er klár, ég er góð, ég er vonlaus (Mruk, 2006)

Þróun sjálfsmyndar

Verkefni Hver er ykkar kjarnahugmynd? Ljúkið við eftirfarandi setningu: Ég er...

Hvaðan kemur þessi skoðun? Hvenær myndaðist hún? Hefur hún jákvæð eða neikvæð áhrif á þig? Á þessi skoðun enn við í dag? Gerir þú þér grein fyrir því að þetta er þín SKOÐUN? Þetta er ekki staðreynd og þetta þarf alls ekki að vera skoðun allra.

Kjarnahugmynd Þegar við erum komin með kjarnahugmynd getur verið erfitt að sjá veröldina eða okkur sjálf öðruvísi. Skökk hugsun Svartsýnisgleraugu Tökum frekar eftir atvikum sem styðja hugsun okkar en atvikum sem hrekja hana. Höldum því áfram að sjá okkur í neikvæðu ljósi Lítið sjálfstraust ýtir undir það að við tökum mest eftir veikleikum okkar og jafnvel trúum ekki að við höfum einhverja styrkleika Skakka hugsunin hefur ekki einungis áhrif á hvernig við sjáum okkur heldur hefur hún líka áhrif á hvernig við túlkum það sem er að gerast í kringum okkur.

Verkefni - Kjarnahugmyndir Sjálfsmynd okkar getur verið margslungin og því ólíklegt að eitt hugtak skilgreini á tæmandi hátt hvernig við erum. Ef einstaklingur notar aðallega neikvæð orð til að lýsa sér getur verið gott að skoða betur kjarnahugmynd viðkomandi. Kanna hvaðan hugmyndin er komin og hvort möguleiki sé á því að mat einstaklingsins sé rangt eða einungis skoðun hans en ekki annarra? Þegar sjálfsmat barna er neikvætt er mikilvægt að benda þeim á að hugmynd þeirra um sig er einungis skoðun þeirra, ekki sannleikur, staðreynd eða skoðun allra.

Verkefni - Kjarnahugmyndir Ljúkið við eftirfarandi setningar: Ég er... Foreldrum mínum finnst ég vera... Vinum mínum finnst ég vera... Maka mínum finnst ég vera... Stjórnendum finnst ég vera...

Verkefni Neikvæðar hugsanir Börn með lítið sjálfstraust eru fyrri til að gagnrýna sig og sjá neikvæðar hliðar á sér þegar illa gengur en börn með gott sjálfstraust. Þau eru einnig líklegri til að túlka hlutlausa atburði á neikvæðan máta t.d Anna svarar ekki símanum þegar ég hringi í hana, hún vill greinilega ekki leika við mig í stað Anna svarar ekki símanum þegar ég hringi í hana, hún er greinilega upptekin Það getur verið hjálplegt að átta sig á þeim neikvæðu hugsunum eða skilaboðum sem við gefum okkur þegar illa gengur. Börn átta sig oft ekki á þessum hugsunum og eiga í vanda með að benda á þær, þar sem þær koma nær sjálfkrafa

Verkefni Neikvæðar hugsanir Ýmsar útfærslur af verkefnum: Koma með dæmi um börn sem hafa gert mistök eða ekki tekist að gera eitthvað sem þau vildu gera og hvetja krakkana til að ímynda sér hvað börnin hugsuðu í aðstæðunum t.d Steingrímur var búinn að læra vel undir próf í stærðfræði. Hann langaði að standa sig mjög vel því hann hefur mjög gaman af stærðfræði. Daginn eftir prófið kom í ljós að hann stóð sig ekki eins vel og hann hefði viljað. Hann hafði samt gert sitt besta. Hvað heldur þú að Steingrímur hafi hugsað eftir prófið? Skúla langaði að leika við Jóa eftir skóla. Hann fór heim til Jóa en Jói var upptekinn og gat ekki leikið. Hvað heldur þú að Skúli hafi hugsað eftir að hafa spurt eftir Jóa?

Fleiri verkefni Neikvæðar hugsanir Koma með dæmisögu og hvetja krakkana til að finna 1-2 aðrar hugsanir. Til dæmis koma með sögu um Skúla sem varð leiður eftir að hafa spurt eftir Jóa því hann hugsaði neikvætt um aðstæður t.d Jói vill greinilega ekki leika við mig Hvetja krakkana til að koma með aðrar hugsanir eða ástæður. Umræður um mögulega réttustu hugsunina og áhrif mismunandi hugsana á líðan.

Verkefni - Spæjarinn Veltið fyrir ykkur neikvæðri hugmynd sem þið hafið um ykkur t.d. Ég er löt, ég er heimsk, ég er leiðinleg, ég er slæm móðir, ég er ekki góður starfskraftur,... Ef ekkert neikvætt kemur upp í hugann þá er það GOTT En flestir hugsa neikvætt um sig einstöku sinnum í ákveðnum aðstæðum (munið að sjálfstraust getur verið aðstæðubundið) Finnið 5 mótrök gegn neikvæðu hugsuninni. Mótrökin geta verið ýmiskonar t.d ég mæti alltaf á réttum tíma í vinnuna eða ég flokka oftast ruslið í vinnunni

Spæjarinn Fleiri verkefni Neikvæðar hugsanir Krakkarnir prófa að vera spæjarar í viku. Í heila viku skrá krakkarnir niður atburði, orð eða annað sem eru á móti þeirra neikvæðu hugsun. Ég er heimsk... (neikvæða hugsunin, kjarnahugmyndin) Í viku skrái ég niður öll möguleg mótrök t.d: Ég stóð mig vel á enskuprófi um daginn Ég kann að fylgja uppskrift í bakstri Ég veit stundum svörin í Gettu betur spilinu Ég vinn stundum pabba í veiðimanni Ég man alltaf númerið á hjólalásnum mínum

Hvað mótar sjálfstraustið? Talið er að sjálfsmynd mótist að mestu í gegnum reynslu og samskipti við aðra. Sjálfsmynd tengist einnig því hvernig við tölum við okkur sjálf. Neikvætt sjálfstal ýtir undir vanlíðan og minnkar líkur á því að við treystum okkur til að framkvæma og prófa eitthvað nýtt. Fólk með lítið sjálfstraust á það einnig til að túlka hluti eða atburði á verri veg en aðrir. Til dæmis eru þeir sem eru með lítið sjálfstraust líklegri en aðrir til að túlka hrós á neikvæðan máta og hugsa: hann er bara að reyna að vera vingjarnlegur eða hver sem er hefði nú getað skorað þetta mark.

Sjálfstraustið verður fyrir áhrifum af: Hve vel okkur gengur að takast á við þau verkefni sem eru okkur mikilvæg Viðhorfum annarra: Sjálfið er félagslegt fyrirbæri þar sem viðhorf fólks í kringum okkur hefur mikil áhrif á þróun sjálfstrausins. looking glass self Ímyndaðir áhorfendur Misræmi milli raunsjálfs og fyrirmyndarsjálfs (ideal self og real self)

Sjálfsmynd unglinga

Breytingar á sjálfsmynd og sjálfstrausti á unglingsárum Rannsóknir sýna að sjálfstraust barna/unglinga fer versnandi upp úr 11 ára aldri og nær botni í kringum 12 og 13 ára. Skipting úr miðstigi yfir í unglingastig (Gaggó) Ný verkefni og flókin Erfitt að standast námskröfur 8-10. bekkjar Nýr samanburðarhópur (eldri nemendur) Kynþroskinn Stelpur sem taka kynþroskann út snemma mælast með verri líkamsmynd og sjálfsmynd

Breytingar á sjálfsmynd og sjálfstrausti á unglingsárum Sjálfstraustið fer batnandi þegar líður á unglingsárin. Unglingurinn fær raunhæfari mynd af því hvernig hann vill vera (fyrirmyndarsjálfið færist nær raunsjálfinu) Unglingur hefur meira frelsi og val Getur valið verkefni við hæfi og vini sem styðja hann

Sjálfsmyndarverkefni unglingsins Unglingar eru að upplifa flóknari og sveiflukenndari sjálfsmynd en yngri börn. Börn meta sig oft út frá ytri þáttum eins og vinsæll, vinalegur, pirrandi Á unglingsárum fer einstaklingurinn oft að líta til innri þátta þegar hann lýsir sér eins og tilfinninga, þrá, viðhorfa og trúar Sjálfsmyndin verður flóknari með flóknari fyrirbærum og auðveldara verður að lenda í vandræðum með sjálfsmyndina þegar fyrirbærin sem mynda hana eru óljós Unglingar því í hættu á að þróa með sér óskýra sjálfsmynd. T.d vanmeta eða ofmeta getu sína

Sjálfsmyndarverkefni unglingsins Unglingar lifa í heimi þar sem þeir eru með ímyndaða áhorfendur. Með auknum hugrænum þroska geta unglingar skoðað betur, velt fyrir sér og metið sjálfa sig Skoðun annarra getur skipt miklu máli Margir unglingar eiga þó erfitt með að greina á milli eigin hugsana um sig frá mögulegum hugsunum annarra Unglingar eru að upplifa breytingar á mótunarþáttum. Áhrif foreldra fer minnkandi meðan áhrif jafnaldra og áhrif útlits á sjálfstraust eykst. Sátt við eigið útlit hefur hæstu fylgni við sjálfstraust Vera samþykktur af jafningjum hefur næst hæstu fylgni við sjálfstraust

Sjálfsmyndarverkefni unglingsins Unglingar eru að vinna í því að greina á milli: Mismunandi sjálfsmynda Raunsjálfs og fyrirmyndarsjálfs True selves og false selves

Mismunandi sjálfsmyndir Með vinum er ég glaðlynd og kát, heima með foreldrum er ég kvíðin og áhyggjufull Hvernig get ég skipt um ham svona snögglega? Verið kát eina stundina en kvíðin þá næstu? Stundum er ég hamingjusöm og stundum er ég döpur, ég er bara moody person Á unglingsárum fara fleiri eiginleikar að skilgreina sjálfið eða sjálfsmyndina Á unglingsárum fer einnig að bera á mismunandi sjálfum eða sjálfsmyndum eftir aðstæðum Einstaklingurinn hegðar sér ólíkt eftir aðstæðum Vina sjálfið, nemenda sjálfið, dóttur sjálfið, vinnu sjálfið, íþrótta sjálfið... Þáttur í þróun sjálfsmyndar á unglingsárum ólík sjálfsmynd eftir aðstæðum Næsta skref er síðan að ná sátt mynda eina heild

Raunsjálf og fyrirmyndarsjálf Unglingar velta fyrir sér hvernig þeir vilja vera hvernig þeir vilja vera í framtíðinni Ósamræmi á milli raunsjálfs og fyrirmyndarsjálf getur valdið vanlíðan eða slæmri sjálfsmynd Ósamræmið mest um miðbik unglingsáranna

Fölsk sjálfsmynd Unglingar eru að þreifa sig áfram og í leit að eigin sjálfi (true selves) Unglingar hegða sér stundum gegn eigin tilfinningu (false selves) t.d vegna þrýstings frá öðrum eða vegna hræðslu við að vera ekki samþykkt af hópnum Unglingar fá ólík skilaboð frá hópum í kringum sig t.d um hvað telst vera ásættanleg hegðun. Foreldrar segja eitt en vinir segja annað

Kynjamunur Breytingar á sjálfsmynd eftir aldri og kyni (Robins og Trzesniewski, 2005)

Kynjamunur - Líkamsmynd Útlit hefur mikil áhrif á þróun sjálfsmyndar á unglingsárum Að vera sáttur við eigið útlit hefur háa fylgni við gott sjálfstraust Stelpur ósáttari við eigið útlit en strákar Misræmi milli raunsjálfs og fyrirmyndarsjálfs því meira Rannsóknir sýna að stúlkur hafa lægra sjálfstraust, eru ósáttari við eigið útlit en drengir og mikilvægi útlits fyrir sjálfsmyndina er meira en hjá drengjum

Verkefni og leiðir til að bæta sjálfstraust Vinna með raunsjálf og fyrirmyndarsjálf Sjálfstraust felur í sér ákveðna sátt við sjálfan sig og að sú skoðun sem einstaklingur hefur um sjálfan sig líkist að miklu leyti þeirri drauma sýn sem viðkomandi hefur um sig (self-image og ideal self-image)

Verkefni og leiðir til að bæta sjálfstraust Lítið sjálfstraust viðheldur litlu sjálfstrausti Börn með lítið sjálfstraust eiga það til að vanmeta getu sína og því ólíklegri til að taka þátt í krefjandi verkefnum. Þegar þau komast ítrekað undan því að taka þátt í slíkum verkefnum ná þau ekki að þjálfa færni sína og dragast því aftur úr jafnöldrum sínum á hinum ýmsu sviðum. Setja sér markmið vinna krefjandi verkefni prófa sig áfram í þrepum t.d. Svara heimasímanum Lesa upphátt fyrir kennarann, svo kennara og vin og svo bekkinn Reima skóna Smyrja brauð...

Verkefni og leiðir til að bæta sjálfstraust Finna styrkleikana Skráðu niður alla styrkleika þína Hvaða jákvæðu eiginleika sýnir þú stundum? Hvaða neikvæðu eiginleika hefurðu EKKI? Hvaða jákvæða eiginleika ertu næstum því með? Hvaða jákvæða eiginleika sýnir þú í neikvæðu hegðuninni?

Aukaverkefni Einstaklingur A Prófaðu að tala við sessunaut þinn. Talaðu í 2 mínútur um áhugamál þín. Á meðan þú talar ætlar þú að einbeita þér að þér t.d rödd þinni, líkama þínum, útliti, orðum og fleira. Eftir samtalið skaltu velta fyrir þér hve stressuð/aður þú varst frá 0-10

Aukaverkefni Einstaklingur B Prófaðu að tala við sessunaut þinn. Talaðu í 2 mínútur um áhugamál þín. Á meðan þú talar ætlar þú að einbeita þér að sessunauti þínum t.d í hverju er hann, hvernig er hárið á litinn, augun, hvernig situr hann og fleira Eftir samtalið skalltu velta fyrir ér hve stressuð/aður þú varst frá 0-10

Aukaverkefni Skráðu niður á blað þau orð sem lýsa þér: klár, fyndin, samviskusöm, félagslynd, fjörug, dugleg, kurteis, hjálpsöm, sæt, opin, löt, kynþokkafull, glöð, skemmtileg, traust, einlæg, orkumikil, hugmyndarík, róleg, áhugasöm, feimin, stressuð, forvitin, virk, leiðinleg, áhugaverð, Skráðu núna niður orðin sem lýsa því hvernig þú vilt vera

Lesefni-sjálfsmynd Mruk, C.J. (2006). Self-Esteem Research, Theory and Practice. Toward a positive psychology of self-esteem. 3. útgáfa. Springer Publishing company: New York. Bandura, A. (1986). Self-efficacy. Í A. Bandura (ritstj.), Social foundations of thought and action. A social cognitive theory. New Jersey: Prentice Hall. Harter, S. (1990). Self and identity development. Í Feldman, S. S., & Elliott, G. R. (ristj.) At the threshold: The developing adolescent. Cambridge, Mass: Harvard University Press. Harter, S., Waters, P., & Whitesell, N. R. (1998). Relational self-worth: Differences in perceived worth as a person across interpersonal contexts among adolescents. Child Development, 69 (3), 756-766. Robins, R. W. og Trzesniewski, K. H. (2005). Self-esteem development across the lifespan. Current Directions in Psychological Science, 14 (3), 158-162.

Lesefni-Líkamsmynd Ásgeirsdóttir, B. B., Ingólfsdóttir, G. og Sigfúsdóttir, I. D. (2012). Body image trends among Icelandic adolescents: A cross-sectional national study from 1997 to 2010. Body Image 9, 404 408. Goode, E. (1999). Fiji Island girls weren t heavy till TV beamed in Heather Locklear. Seattle Post-Intelligencer... Jones, D.C., Vigfusdottir, T.H. og Lee, Y. (2004). Body Image and the Appearance Culture during Adolescence: Friends, Peers and the Media. Journal of Adolescent Research, 19(3), 323-339. Kelly, A. M., Wall, M., Eisenberg, M. E., Story, M, og Neumark-Sztainer, D. (2005). Adolescent girl with high body satisfaction: Who are they and what can they teach us? Journal of Adolescent Health, 37, 391 396. van den Berg, P., og Neumark-Sztainer, D. (2007). Fat and happy 5 years later: Is it bad for overweight girls to like their bodies? Journal of Adolescent Health, 41 415 417.

Takk fyrir! Elva Björk elvabjork@sjalfsmynd.com Á Facebook: @sjalfsmyndoglikamsmynd @fjarsjodsleitin @likamsvirdingarsamtok Vefsíða: www.sjalfsmynd.wordpress.com