FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

Similar documents
Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Uppsetning á Opus SMS Service

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Vefskoðarinn Internet Explorer

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1

Samþykkjandi. Samþykktarferill í ORRA. Leiðbeiningar fyrir samþykkjanda. Útg. 2,0 - Apríl 2017

Mannauður - Discoverer Viewer 5 fyrir ríki 1. útgáfa. 1. Inngangur Innihald bókarinnar... 2

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon

RefWorks - leiðbeiningar

RefWorks - leiðbeiningar

Fyrirtækjabanki mars Nokkrar aðgerðir

Maintsoft ehf Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK

Maintx viðhaldsstjórnunarkerfi NOTENDAHANDBÓK

Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001.

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Áramót 2016 Skrá nýtt bókhaldsár Aðvörun:

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði

Spurningar og svör. Yfirlit

Skoðunartæki fyrir bráðvárkerfi Greiningarskýrsla

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Tölvuorðabókin hefur verið sett upp á neti Alþingis. Hana má finna með því að fara í START og ALL PROGRAMS. Eftirfarandi orðabækur eru aðgengilegar:

Áramót 2017 Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um helstu atriðin sem gera þarf í viðskiptahugbúnaðinum STÓLPA.

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

I. Erindi Atlassíma ehf.

2009 Jón Freyr Jóhannsson 1

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

ÁREIÐANLEIKI. 3. verkefni

INNKÖLLUNARSNIÐ. HEITI Kennitala stöðvar/stofu/læknis Ekki tómt. Kennitala stöðvar/stofu/læknis. Tíu stafa tala úr þjóðskrá án bandstriks.

- Kerfisgreining með UML

Útreikningar á næringargildi, kjötmagni, viðbótarfitu og viðbótarbandvef. samkvæmt drögum að reglugerð um kjöt og kjötvörur

Áhrif aldurs á skammtímaminni

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

How the game works Characters, abilities and skills How dice rolls work Interaction and cooperation

Vefsmíðar. Kóðinn, HTML og CSS. Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól

Atriði úr Mastering Metrics

spjaldtölvur í skólastarfi

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

Stefna RIM um gagnaleynd

STAFRÆN. ljósmyndun. Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna

Föstudagurinn, 19. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Hasso Íslands ehf. yfir skráningu lénsins hasso.com

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Forritunarkeppni Framhaldsskólanna 2013

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Greining á munnhreyfingum í táknmálum og tillaga að lýsandi skráningarkerfi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

FYRSTI ÍSLENSKI VEFURINN

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Verklokaskýrsla. Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office. Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins

Í upphafi skyldi endinn skoða

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Lean Cabin - Icelandair

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 7/641 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/1503. frá 25.

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu.

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR

Reykjavík, 7. desember Úrskurður nr. 22/2017. Í dag var hjá embætti Tollstjóra kveðinn upp svofelldur Ú R S K U R Ð U R

Ártalið 2000 Endurskoðun upplýsingakerfa

Transcription:

FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0

Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi... 4 2.2. Fjöldaviðbót Undirbúa fjöldaviðbætur finna færslur... 5 2.3. Fjöldaviðbót Undirbúa fjöldaviðbætur Opna... 5 2.4. Fjöldaviðbót Undirbúa fjöldaviðbætur Skrá eign... 6 2.5. Að skrá fleiri en eina eign í línu... 7 2.6. Skrá fleiri en eina eign í línu og síðan skipta í fleiri eignir.... 9 2.7. Að sameina línur í eina eign... 11 2.8. Að bóka eignir úr biðskrá í eignakerfi... 14 3. Orðalisti... 15 4. Myndaskrá... 17 2 2017

1.1. Inngangur Hér er aðeins átt við færslur skráðar í gegnum viðskiptaskuldir (APhlutann) eða fjárhagskerfi (GL-hlutann). Keyrð hefur verið keyrsla sem flutti stofn að eignaskrárfærslu frá AP eða GL yfir í FA Eignakerfið, þ.e inn á Biðskrá. Þar er stofnunum gefinn kostur á að breyta og laga færslur eins og við á. 3 2017

2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum Eignir eru ekki skráðar beint í Eignakerfið. Þetta er gert til að draga úr mis- og vanskráningum. Í stað beinnar skráningar er reikningur sem skráður er á eignategund 18. í Viðskiptaskuldum (AP) notaður sem stofn að nýrri eignafærslu í Biðskrá Eignakerfisins. Fyrir þær stofnanir sem ekki eru með AP er notuð sambærileg aðferð við að mynda stofn að eignafærslu úr Fjárhag (GL). Þetta er gert með keyrslu forrits sem flytur færslur frá AP eða GL kerfunum og mynda þær stofn að eignafærslu í Biðskrána. Ýmis atriði eru síðan nánar skilgreind og vistuð. Skilyrðislaust þarf að skrá í alla gullitaða reiti. Færslurnar eru síðar bókaðar inn í eignakerfið. Bent skal á að þetta á eingöngu við vegna færslna frá árinu 2016. 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi Fjöldaviðbót Undirbúa fjöldaviðbætur Notandi skráir sig inn í eignakerfið og velur eftirfarandi: Mynd 1. Skjámynd til að velja fjöldaviðbætur. 4 2017

2.2. Fjöldaviðbót Undirbúa fjöldaviðbætur finna færslur Hér birtist mynd til að kalla upp færslur í Biðskrá. Mynd 2. Skjámynd til að finna færslur í biðskrá. Í fyrsta lagi þarf að færa inn fyrningarbókarnúmerið í Fyrningarbók reitinn. Gæti verið að nóg sé að smella á þriggja punkta svæðið aftast í reitnum og þá kemur upp sjálfgefin fyrningarbók. Í reitinn Staða er hægt að fylla út ýmis skilyrði en helstu eru: Nýtt, Bókað, Eyða, Í bið, og Tilb. til bókunar. Þegar svæðið er haft autt þá kemur allt á Biðskránni en annars það sem valið er í fyrrnefndum skilyrðum eftir að smellt er á hnappinn Finna og þá birtist eftirfarandi mynd: 2.3. Fjöldaviðbót Undirbúa fjöldaviðbætur Opna Hér birtist Biðskráin. Mynd 3. Skjámynd til að skoða og meðhöndla nýjar eignir í Biðskrá. Eins og gögnin birtast þarna er hver lína ein eign og eins og nefnt hefur verið áður er þetta bara stofn að eignarskrárfærslu. Hér þarf því að klára ýmsa skráningu og jafnvel að fjölga einingum og/eða skipta upp eign eða sameina línur í eina eign. Hér skal líka huga að línunum einum og sér eins og t.d. að eyða út debet og kredit línum sem parast á núlli. Einnig ætti að lagfæra línur þar sem bakfært er að hluta þ.e. að færa niður upphæð debet færslunnar sem nemur kredit færslunni og eyða svo kredit færslunni út. Hér ættu menn að vera vel á varðbergi ef það hefur átt sér stað kredit ering í byrjun árs en árinu á undan hafi átt sér stað debet eringin. Þetta gæti svo líka átt sér stað í lok ársins. Til að skoða línu er valin viðkomandi lína sem vinna á með og smellt á Opna hnappinn og þá birtist eftirfarandi mynd: 5 2017

2.4. Fjöldaviðbót Undirbúa fjöldaviðbætur Skrá eign Hér þarf að breyta nokkrum atriðum sem ekki hafa fylgt með frá AP/GL. Ef staðan á færslunni er Nýtt þarf að breyta henni í Tilb. til bókunar og þá breytast svæðin í gul sem þarf að skrá. Það á t.d. að vera búið að forskrá í reitinn Útgjaldareikningur. Mynd 4. Skjámynd til að meðhöndla nýja eign á Biðskrá. Í glugganum sem birtist þegar smellt hefur verið á opna birtast þær upplýsingar um eign sem notandi hefur skráð í AP eða GL. Til að skrá þær upplýsingar sem vantar í eign er best að fara í Eignarlýsingar flipann og opna felligluggann í Eignarhald reitnum og velja viðeigandi. Auk þessa er best að fara einnig í Keypt reitinn og velja þar viðeigandi. Mynd 5. Skjámynd til að breyta Eignarhald og Keypt. Þegar hér er komið sögu er rétt að vista breytingarnar og breytist þá staða eignarinnar úr Nýtt í Í bið. Í framhaldi þessa skal svo ljúka skráningunni og eru þá atriði eins og Flokkur, Staðsetning, Lýsing, Afdrif og Sérmerking fyllt út. Bent skal á að atriðið Sérmerking er notað fyrir strikamerkingar. Önnur atriði í skjámynd og flipum skal fylla út eftir þörfum. Þegar reikningar eru skráðir í AP eða GL þá geta verið margar einingar bak við eina línu í reikningnum en þær flytjast yfir í FA sem 1 eining. Þetta er útskýrt í kafla 2.2. og eða 2.3. Einnig geta eignir hafa verið færðar á reikning í mörgum línum og þá þarf að sameina. Þetta er svo útskýrt í kafla 2.4. Þegar lokið er öllum skráningaratriðum, sameiningum og skiptingum eigna er keyrð keyrsla fyrir bókun þeirra eigna sem eru á stöðunni Tilbúið til bókunar. 6 2017

2.5. Að skrá fleiri en eina eign í línu Fjöldaviðbót Undirbúa fjöldaviðbætur finna færslur velja eign Mynd 6. Skjámynd til að fjölga eignum á bak við eina línu. Þegar margar eignir eru bak við eina línu í reikningi frá AP/GL þá þarf að fara í viðkomandi eign á Biðskrá og velja Eignalýsingar flipann. Þar þarf að gefa upp fjölda eigna í Einingar reitinn og smella á hnappinn Störf. Opnast þá skjámynd til að skrá upplýsingar fyrir hverja einingu sem bætt var við í reitinn Einingar. Mynd 7. Skjámynd til að skrá nýja eign fyrir hverja viðbætta línu. Hér þarf að ljúka skráningu allra línanna því ekki er hægt að komast út úr myndinni nema þessu sé lokið. Ekki þarf að skrá Starfsmaður en Bókhaldsreikningur og Staðsetning þarf að skrá. Hægt er að afrita t.d. bókhaldsstrenginn niður í næstu línu með því að halda niðri shift takka og smella á F5. Síðan er hægt að breyta bókhaldsstreng ef með þarf. Þetta er líka hægt að gera við staðsetningareitinn á sama hátt. Að lokum er smellt á hnappinn Lokið. Ath. Engar línur mega vera eins. 7 2017

Næst er skráð í Staðsetning og þá birtist eftirfarandi skjámynd. Mynd 8. Skjámynd til að skrá upplýsingar um staðsetningu. Eftir að öll skráningaratriði hafa verið fyllt út þá er hægt að breyta stöðu eignarinnar úr Í bið yfir í stöðuna Tilbúið til bókunar. Þessu er svo lokið með því að vista. Mynd 9. Að breyta stöðu færslu í reitnum Staða. 8 2017

2.6. Skrá fleiri en eina eign í línu og síðan skipta í fleiri eignir. Hér er gert sama og í kafla 2.4. sjá mynd 6 en svo breytist í mynd 7 og þá þannig að allur fjöldinn er settur á sömu línuna. Bókunarstrengurinn óbreyttur en rétt er að setja staðsetninguna sem réttasta. Síðan smelt á Lokið og þá er komið aftur út í Biðskrána. Mynd 10. Skjámynd Allar einingar skráðar á eina línu til skiptingar. Hér er svo komið að því að skipta upp eigninni og það er gert með því að smella á hnappinn Skipta. Mynd 11. Skjámynd staða reikningslínu fyrir skiptingu. Þá birtist þessi gluggi og skal smellt á Í lagi. Mynd 12. Skjámynd staðfestingar gluggi fyrir skiptingu. 9 2017

Hér er gert það sama og í fyrri glugganum á það er smellt á Í lagi. Mynd 13. Skjámynd Staðfesting skiptingar. Hér birtist svo Biðskráin aftur. Mynd 14. Skráningarmynd Uppskiptar reikningslínur á Biðskrá. Hér má svo sjá að komnar eru 4 nýjar línur með stöðuna Í BIÐ. Þær hafa skipst jafnar upphæðir úr upphaflegu færslunni sem er þarna með stöðuna SKIPT. Línurnar sem eru með stöðuna SAMEINAÐ er vsk hluti hverrar eignar. Hér er hægt breyta upphæðum lína ef þetta eru mismunandi eignir að vermætum (gæta þess sérstaklega að heildar upphæðin sé sú sama). Hægt er að afturkalla aðgerðina að skipta upp reikningslínu en aðeins áður en nýju línurnar eru bókaðar. 10 2017

2.7. Að sameina línur í eina eign Á sama hátt og hægt er að skrá eina línu sem margar eignir er hægt að sameina línur og skrá þær sem eina eign en hér vandast málið. Þar sem vsk hverrar stofnlínu er sameinaður stofnlínunni þá er ekki hægt að sameina aftur. Til að hægt sé að sameina stofnlínur þá þarf fyrst að aftengja vsk línuna (með SAMEINAÐ í stöðu) frá stofnlínunni. Hér er valinn reikningur 833280 til sameiningar. Mynd 15. Ákveða reikning til sameiningar. Til að auðvelda ferlið skal velja þetta reikningsnr. Og gert með því að smella á vasaljósið efsta á valstiku Orra vinstra megin Mynd 16. Kalla á Finna glugga Hér er sett númerið í reitinn Númer reiknings og smelt á hnappinn Finna. Mynd 17. Finna viðkomandi reikningslínur. 11 2017

Þá kemur upp Samantekt fjöldaviðbóta og þá aðeins með línum fyrir reikn.nr. 833280. Ferlið er þannig að velja skal eina stofnlínu til að bæta hinum stofnlínunum við og þetta gerist þannig líka með vsk línurnar. Mynd 18. Velja stofnlínu til aftengingar. Hér er ætlunin að sameina stofnlínur með línunr. 1 og vsk-línur með línunr. 3 undir neðstu línunni sem er sjónvarp. Það þarf þá að byrja á að aftengja vsk-línuna frá stofnlínunni (sjónvarp) með því að smella á hnappinn Sameina og þá kemur eftirfarandi mynd upp. Mynd 19. Sameinaðar línur til aftengingar. Þá skal taka hakið af framan við línuna og þá breytist staða vsk-línunnar í Nýtt og smella á hnappinn Lokið. Stofnlínan fær stöðuna Í BIÐ eftir þetta ef hún hefur ekki verið þegar á þessari stöðu. Ath! Línurnar sem búið er að aftengja sjást líka í Sameina fjöldaviðbætur glugganum. 12 2017

Þegar þessu er lokið er hægt að búa til eina eign. Þá er stofnfærslan (sjónvarp) valin aftur og smellt á Sameina og þá birtast allar stofn- og vsk-línurnar í glugganum. Haka skal bara við línur eða þær sem á að sameina og gleyma ekki viðkomandi vsk-línum. Ekki má gleyma að haka við Leggja einingar sa og þá sést einingafjöldinn í reitnum fyrir ofan en samanlögð upphæð í reitnum Samt. samein. kostnaður. Þetta er svo staðfest með því að smella á hnappinn Lokið. Mynd 20. Sameining lína. Þá er komið aftur út í Biðskrána og þá líta línurnar svona út og sést þá að fjöldinn sem sameinaður var kemur á stofnlínuna sem valin var. Hinar línurnar fá stöðuna SAMEINAÐ. Mynd 21. Sameinaðar línur í Biðskrá. Hér skal þessi stofnlína valin og opnuð og breytt stöðunni á henni í TILB. TIL BÓKUNAR og þá er hægt að bóka hana yfir í Eignaskrá. Þetta verður þá til sem ein eign en undirlínurnar er hægt að sjá í Vinnusvæði eigna og á bak við hnappinn Upprunalínur. 13 2017

2.8. Að bóka eignir úr biðskrá í eignakerfi Þessi kafli fjallar um hvernig á að bóka færslur úr biðskrá inn í eignakerfið, svo þær verði skráðar sem eignir. Fjöldaviðbætur Bóka fjöldaviðbætur Mynd 22. Skjámynd til að ljúka skráningu eigna í kerfið. Hér þarf ekki að breyta neinu svo smellt er á hnappinn Gangsetja. Þá fer keyrsla af stað sem bókar allar færslur með stöðuna TILB. TIL BÓKUNAR í biðskránni. Þær breytast þá á Biðskránni, fá stöðuna BÓKAÐ og bókast í Eignaskrána. Hægt er að skoða keyrsluna með því að velja Skoða á fellistikunni og Keyrslur neðst í felliglugganum (sjá kafla 3.2). 14 2017

3. Orðalisti Enska Account Accounts payables Action Approve Asset Asset key Asset number Asset type Asset workbench Book Category Clear Cost Cost center Data Date in service Default Depreciations Description Distributions Education Employee Expense Expense account Find Fixed assets Folder General ledger GL date Invoice FA Eignakerfi 1. Útgáfa Íslenska Reikningur Viðskiptaskuldir Aðgerð Samþykkja Eign Afdrif Eignanúmer Tegund eignar (bókhald) Vinnuborð Afskriftarbók, bókhald Flokkur Hreinsa Kaupverð Kostnaðarstaður Gögn Kaupdagsetning Sjálfgefið Afskriftir Lýsing Skrá reikningslínur Menntun, fræðsla Starfsmaður Gjaldfæra Bókhaldsreikningur, afskriftarreikningur Skoða, finna Eignir Mappa Fjárhagur Bókunardagsetning Reikningur 15 2017

Invoice amount Invoice date Invoice distribution Invoice number Location Manual Mass additions Match Merge Note Parameter Period PO number Post Projection Queue Refresh Report Request Serial number Set of books Site Split Submit Supplier Switch responsibility Track as asset Type Unit User View output Fjárhæð Dagsetning reiknings Samþykkjandi Númer reiknings Staðsetning Handvirkt Aðgerð sem heimilar afritun upplýsinga um eignir úr öðru kerfi Jafna reikning Sameina Athugasemdir Afskriftarbók Tímabil Pöntunarnúmer Færa, flytja Afskriftaráætlun Röð Uppfæra Skýrsla Beiðni Raðnúmer Fjárhagseining Staðsetning Skipta upp Keyra forrit Birgi Skipta um ábyrgðarsvið Eignfæra línu Tegund Einingar Notandi Skoða skýrslu 16 2017

4. Myndaskrá Mynd 1. Skjámynd til að velja fjöldaviðbætur.... 4 Mynd 2. Skjámynd til að finna færslur í biðskrá.... 5 Mynd 3. Skjámynd til að skoða og meðhöndla nýjar eignir í Biðskrá.... 5 Mynd 4. Skjámynd til að meðhöndla nýja eign á Biðskrá.... 6 Mynd 5. Skjámynd til að breyta Eignarhald og Keypt.... 6 Mynd 6. Skjámynd til að fjölga eignum á bak við eina línu.... 7 Mynd 7. Skjámynd til að skrá nýja eign fyrir hverja viðbætta línu.... 7 Mynd 8. Skjámynd til að skrá upplýsingar um staðsetningu... 8 Mynd 9. Að breyta stöðu færslu í reitnum Staða.... 8 Mynd 10. Skjámynd Allar einingar skráðar á eina línu til skiptingar.... 9 Mynd 11. Skjámynd staða reikningslínu fyrir skiptingu... 9 Mynd 12. Skjámynd staðfestingar gluggi fyrir skiptingu.... 9 Mynd 13. Skjámynd Staðfesting skiptingar.... 10 Mynd 14. Skráningarmynd Uppskiptar reikningslínur á Biðskrá.... 10 Mynd 15. Ákveða reikning til sameiningar.... 11 Mynd 16. Kalla á Finna glugga... 11 Mynd 17. Finna viðkomandi reikningslínur.... 11 Mynd 18. Velja stofnlínu til aftengingar... 12 Mynd 19. Sameinaðar línur til aftengingar.... 12 Mynd 20. Sameining lína.... 13 Mynd 21. Sameinaðar línur í Biðskrá.... 13 17 2017