Ég, sem barn, átti að njóta vafans

Size: px
Start display at page:

Download "Ég, sem barn, átti að njóta vafans"

Transcription

1 Fréttaskýring 8 Aðstoðarfólki á Alþingi fjölgar Einn til aðstoðar fyrir hverja þrjá þingmenn. í Viðtal 12 Þöggun og afskiptaleysi Vantar upp á skilning á réttindum þolenda kynferðisbrota. Dægurmál 32 Með stjörnunum Reilly og Coogan Leikarinn Sindri Swan landaði bitastæðu hlutverki í breskum vísindatrylli. Dægurmál 34 Lögfræðin víkur fyrir sirkusnámi Bryndís Torfadóttir tók skyndiákvörðun og flýgur á vit ævintýranna. 17. tölublað 2. árgangur föstudagurinn 29. JÚNÍ 2018 Kjarninn Hönnun Lífsstíll Menning Ísland Heimurinn Viðtalið / Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir Ég, sem barn, átti að njóta vafans Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot þegar hún var 15 ára. Maðurinn var sýknaður þótt framburður hennar þætti trúverðugur.

2 JÚNÍ Vikan sem leið í tölum 1,3 milljónir er fjöldi þeirra gesta sem komu við í Bláa lóninu á síðasta ári. Aðgang s tekjur Bláa lónsins hafa aukist gífurlega meðfram fjölgun ferðamanna á und anförnum árum, eða úr rúmum tveimur milljörð um króna árið 2012 upp í rúma sjö milljarða króna í fyrra. Samkvæmt síðustu árs skýrslu Bláa lónsins jókst hagnaður fyrirtækisins um þriðjung milli ára. Hagnaður fyrir tækisins eftir skatta nam 31 milljón evra árið 2017, sam anborið við 12,8 milljarða af rekstrartekjum. Tæplega þriðja hver króna sem kom í hendur félagsins árið 2017 var því hreinn hagnaður er fjöldi doktorsnema á Íslandi með erlent ríkisfang haustið 2017 eða um þriðjungur allra doktorsnema. Fjöldi erlendra doktorsnema hefur tvöfaldast frá árinu 2011 þegar þeir voru 108 talsins. Íslenskir doktorsnemar voru 424 á sama tíma en 114 voru frá öðrum Evrópulöndum en Norðurlöndunum, 44 frá Asíu, 26 frá Ameríku og 18 frá Norðurlöndunum. Doktorsnemum fjölgaði á öllum almennum námssviðum frá fyrra ári. 2 eru mörkin sem íslenska landsliðið í knattspyrnu karla skoraði á heimsmeistaramótinu sem stendur nú yfir í Rússlandi. Liðið tapaði fyrir Króötum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni síðastliðinn þriðjudag 1-2, og lauk þar með keppni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslendinga í leiknum úr vítaspyrnu. 11 prósent... er hlutfall þeirra nemenda í 10. bekk sem segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur. Þetta kom fram í könnun Rannsókna og greiningar og greindi Fréttablaðið frá í vikunni. Í könnuninni kom einnig fram að börnin nota nú meira af róandi lyfjum eða svefntöflum en árið 2012 en þá sögðust 7 prósent nemenda nota róandi lyf eða svefntöflur. Neysla annarra vímuefna, svo sem áfengis og kannabisefna, hefur hins vegar dregist talsvert saman. Úti í hinum stóra heimi ár... er lengd þess dóms sem hinni nítján ára gömlu Noura Hussein er gert að afplána í Súdan. Áfrýjunardómstóll mildaði dauðadóm yfir henni en hún myrti eiginmann sinn eftir að hann nauðgaði henni. Hussein var í síðasta mánuði dæmd til dauða af trúarlegum dómstóli í landinu í kjölfar sakfellingar fyrir morðið. Móðir hennar, Zainab Ahmed, sagði eftir mildun dóms að hún væri himinlifandi að lífi dóttur hennar hefði verið þyrmt. Styður þú frjálsa fjölmiðlun? kjarninn.is/vertu-med eru leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla sem fóru til Rússlands og kepptu á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Þeir duttu úr keppni í vikunni en það hafði ekki áhrif að hrifningu Íslendinga á landsliðinu. Ef marka má samfélagsmiðla þá gerði liðið landsmenn stolta og óskum við þeim til hamingju með árangurinn og segjum Áfram Ísland! 52,5 prósent... er það atkvæðahlutfall sem Recep Tayyip Erdogan hlaut í forsetakosningum í Tyrklandi í vikunni. Þar af leiðandi þarf ekki að kjósa að nýju milli tveggja efstu eftir tvær vikur. Muharrem Ince, leiðtogi Lýðræðisflokksins CHP, fékk 30,7 prósent atkvæða. Flokkur hans Réttlætis- og þróunarflokkur - inn AK, fékk flest atkvæði í þingkosningunum en kosið var til þings á sama tíma. Flokkurinn var með 42 prósent atkvæða en CHP með 23 prósent. Kjörsókn var góð, eða 87 pró - sent er fjöldi þeirra einstaklinga sem rektor Karolinska-stofnunarinnar í Svíþjóð hefur úrskurðað að séu ábyrgir fyrir vísindalegu misferli í sex vísindagreinum sem sneru að plastbarkamálinu svokallaða. Greinarnar sem um ræðir birtust í tímaritunum The Lancet, Biomaterials, Journal of Biomedical Materials Research og Thoracic Surgery Clinics. Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var meðal aðalhöfunda greinanna en ríkissaksóknari felldi niður ákæru gegn honum fyrir manndráp af gáleysi síðasta haust 1 af hverjum 3 blaðamönnum sem eru í fangelsi í heiminum eru í Tyrklandi. Stjórnvöld þar í landi fangelsar fleiri blaðamenn en nokkur önnur þjóð í heimi. Þetta kemur fram í nýrri herferð Amnesty International fyrir frjálsri fjölmiðlun í Tyrklandi. Samkvæmt mannréttindasamtökunum er tjáningarfrelsi í Tyrklandi í stöðugri og vaxandi hættu, en allt frá valdaránstilraun tyrkneska hersins í júlí 2016 eiga fræðimenn, blaðamenn og rithöfundar sem eru gagnrýnir á stjórnvöld þar í landi hættu á lögsókn, hótunum, áreiti og ritskoðun. 2 föstudagurinn 29. júní 2018 kjarninn.is

3

4 Fréttaskýring Einn til aðstoðar fyrir hverja þrjá þingmenn. Viðtal Vantar upp á skilning á réttindum þolenda kynferðisbrota. Dægurmál Dægurmál Leikarinn Sindri Swan landaði bitastæðu hlutverki í breskum vísindatrylli. Kjarninn Hönnun Lífsstíll Menning Ísland Heimurinn Bryndís Torfadóttir tók skyndiákvörðun og flýgur á vit ævintýranna. Viðtalið / Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir í Ísland SAMFÉLAGIÐ Biðu í fjóra og hálfan mánuð Texti / Lilja Katrín Gunnarsdóttir Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) tók fyrir mál Halldóru Bald ursdóttur í vikunni, en Halldóra sendi nefndinni erindi þar sem hún gagn rýndi rannsókn á máli dóttur sinnar, Helgu Elínar. Helga Elín kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot þegar hún var barn en Halldóra gagnrýnir meðal annars að lögreglumanninum hefði ekki verið vikið úr starfi meðan á rannsókn stóð og að ummæli sak borningsins hefði ekki verið borin undir Helgu Elínu. Erindi hennar sem sneri beint að óvandaðri lögreglurannsókn var vísað frá samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar. Halldóra segir Mynd / Hallur Karlsson þetta mikil von brigði í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér og skorar á Sigríði Á. Andersen að beita sér í málinu. Halldóra sendi erindið til nefndarinnar þann 14. febrúar, en samkvæmt skriflegum svörum frá Drífu Kristínu Sigurðardóttur, lögfræðingi hjá nefndinni, hafa á árinu 2018 að meðaltali liðið 67 dagar frá því að nefndin hefur tekið á móti erindi og þar til hún hefur lagt mat á það og komið því til meðferðar á réttum stað. Halldóra þurfti hins vegar að bíða í fjóra og hálfan mánuð. Aðspurð um þann langa tíma sem Halldóra og dóttir hennar hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu segist Drífa ekki geta tjáð sig við fjölmiðla um einstök mál. Nánar um málið á mannlif.is Hjólamet gæti fallið Texti / Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Tugir þúsunda nota reiðhjól á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði. Nú í júní fór reiðhjól fram hjá hjólamælum Reykjavíkurborgar við Nauthólsvík og má búast við að fjöldinn verði meiri þegar sólin fer að sýna sig. Við höfum ekki náð neinu meti enn þá en miðað við veðurfar hér í höfuðborginni þar sem af er má leiða að því líkum að við getum slegið met á þessu ári. Það er að segja ef sumarið kemur, segir Kristinn Jón Eysteinsson, skipu lagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Hann bendir á að hjólreiðar séu mjög háðar veðri og sýni mælar að þegar sólar naut í höfuðborginni á dögunum hafi margir farið út að hjóla og ganga. Samskip græðir í Færeyjum Texti / Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Danir vara við heimagerðu slími Heimagert slím nýtur mikilla vinsælda hjá börnum. Hjúkrunarfræðingur segir kemíska blöndu geta valdið áreiti í húð barna. Foreldrar verði að passa hvað börnin leiki sér með. Texti / Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Astma- og ofnæmissamtök Danmerkur vara við heimagerðu slími. Slímgerð í heimahús - um nýtur mikilla vinsælda hjá börnum. Til marks um það var slímgerð í þriðja sæti yfir fyrirspurnir á vídeó vefnum YouTube á síðasta ári. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Danir vara við leikföngum og föndri fyrir börn. Fyrr í þessum mánuði varaði Umhverfis stofnun Danmerkur við kreistileikfanginu Squishy eftir að eiturefni fundust í því. Neytendastofa sendi í kjölfarið út fyrir spurn til leikfangasala og innflytjenda leik fanga og óskaði upplýsinga um hvort leikföngin fáist hér. Reynist svo vera, eigi að taka hana af markaði og farga leikföngunum. Í umsögn Astma- og ofnæmissamtaka Danmerkur um heimagerða slímið segir að í heimagerðu slími sé lím, raksápa og matarsódi. Húð barna sé viðkvæm fyrir raksápu og lími, það geti valdið ofnæmi hjá þeim og þau fengið útbrot á hendur. Í færeyska Kringiv arpinu er haft eftir dönskum fjölmiðlum að foreldrar hafi auga með því hvort börn klæi eftir slímgerð, húð þeirra fái rauðan lit, útbrot eða að jafnvel myndist sár. Umhverfisstofnun Danmerkur og matvælaeftirlit landsins taka undir áhyggjur Astmaog ofnæmissamtakanna og vara við slímgerð barna. Þau eigi ekki að leika sér með raksápu, matarsóda og lím, hvað þá blanda efnunum saman. Einfalt er fyrir börn að verða sér úti um efni til að búa til slím. Leiðbeiningar um slímgerð má finna á YouTube og á íslenskum vefsíðum og vefsíðum föndurbúða. Innihaldið í slíminu er í nær öllum tilvikum hið sama og dönsku Astma- og ofnæmissamtökin vara við, það er, lím og matarsódi ásamt öðru. Í sumum uppskriftum er húðkrem sett í uppskriftina í stað raksápu. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Danir vara við leikföngum og föndri fyrir börn. Þetta eru svo nýlegar fréttir að við erum rétt að byrja að kynna okkur þetta, segir Tonie Gertin Sørensen hjúkrunarfræðingur sem er starfsmaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. Hún sá frétt um þetta í dönskum fréttatíma í vikunni. Hún segir engar fyrirspurnir eða ábendingar hafa borist félaginu vegna þessa. Mjög stutt sé síðan umræðan kom upp í Danmörku og þurfi félagið að kynna sér málið frekar. Hún bendir á að það segi sig sjálft að Tonie Gertin Sørensen hjúkrunarfræðingur. þegar kemískum efnum er blandað saman geti orðið til blanda sem valdi áreiti á húð. En sem foreldri myndi ég segja að við verðum að vera á varðbergi gagnvart því sem börnin okkar leika sér með, segir Tonie. Fyrr í þessum mánuði varaði Umhverfisstofnun Danmerkur við kreistileikfanginu Squishy. Föstudagurinn 29. júní tölublað 2. árgangur Svo vel gengur í skipaflutningum í Færeyjum að hagnaður Samskipa þar hefur ekki verið meiri í ellefu ár. Fram kemur í færeyska fréttamiðlinum Dimmalætting að rekstrarhagnaður Samskipa í Færeyjum hafi numið tæpum 37 milljónum danskra króna á síðasta ári og hefur hann aldrei verið meiri. Hagnaður fyrirtækisins nam 6,5 milljónum króna og hefur annað eins ekki sést síðan árið 2007 Aðstoðarfólki á Alþingi fjölgar í Þöggun og afskiptaleysi Með stjörnunum Reilly og Coogan Lögfræðin víkur fyrir sirkusnámi tölublað 2. árgangur föstudagurinn 29. JÚNÍ 2018 Ég, sem barn, átti að njóta vafans Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot þegar hún var 15 ára. Maðurinn var sýknaður þótt framburður hennar þætti trúverðugur. Birtíngur ehf - Útgáfufélag Lyngási 17, 210 Garðabæ s: Stjórnarformaður: Gunnlaugur Árnason Ábyrgðarmaður og framkvæmdastjóri: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir Markaðsfulltrúar: Bjarni Þór Jensson og Elsa Kristinsdóttir Umbrot og hönnun: Ivan Burkni Útgáfustjóri Mannlífs: Roald Viðar Eyvindsson Aðstoðarútgáfustjóri Mannlífs: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Umsjónarmenn: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, Sigríður Elín Ásmundsdóttir, Steingerður Steinarsdóttir Verkefnastjóri mannlif.is: Lilja Katrín Gunn arsdóttir Kjarninn: Þórður Snær Júlíusson, Fanney Birna Jónsdóttir Forsíða Mannlífs: Íris Björk Reynisdóttir Auglýsingar: auglysingar@birtingur.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Dreifing: Póstdreifing Roald Viðar Eyvindsson Útgáfustjóri Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Aðstoðarútgáfustjóri Sigríður Elín Ásmundsdóttir Lilja Katrín Gunn arsdóttir Verkefnastjóri mannlif.is Steingerður Steinarsdóttir Sjöfn Þórðardóttir Umsjónarm. Fasteignablaðs Aldís Pálsdóttir Ljósmyndari Blaðamenn Folda Guðlaugsdóttir Nanna Teitsdóttir Elín Bríta Sigvaldadóttir Friðrika Benónýsdóttir Ingibjörg Rósa Íris Hauksdóttir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Kjartan Guðmundsson Margrét Björk Jónsdóttir Stefanía Albersdóttir Tryggvi Gunnarsson Ljósmyndarar Aldís Pálsdóttir yfirljósmyndari Hallur Karlsson Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Unnur Magna Próförk Guðríður Haraldsdóttir Ragnheiður Linnet 4 föstudagurinn 29. júní 2018

5 REIÐHJÓL OG FYLGIHLUTIR -30% GARÐHÚSGÖGN -27% SLÁTTUVÉLAR % RAFMAGNS- OG BENSÍNGARÐVERKFÆRI % NAPOLEON GRILL -30% BROIL KING GRILL -30% BLÓMAPOTTAR OG GARÐSKRAUT -35% TIMBUR BLÓMAKASSAR -25% BLÓM, TRÉ OG RUNNAR -30% FRÆ -40% REYKOFNAR OG ELDSTÆÐI -30% GJØCO INNIMÁLNING -25% VERKFÆRABOX OG -SKÁPAR -30% JÁRNHILLUR -30% ÁLTRÖPPUR OG STIGAR -25% EINHELL RAFMAGNSVERKFÆRI -25% HARÐPARKET -20% LJÓS -25% PLASTBOX -35% FERÐAVARA -25% FERÐATÖSKUR -35% LEIKFÖNG -35% KÖRFUBOLTASPJÖLD -30% POTTAR, PÖNNUR OG BÚSÁHÖLD -25% TEXTÍLVÖRUR -25% BLÁ BOSCH VERKFÆRASETT -25% COFRA ÖRYGGISSKÓR OG FATNAÐUR -25% LOFTASTIGAR -25% MOTTUR OG DREGLAR -25% BAÐFYLGIHLUTIR -25% SALVIA ESPALE GIRÐINGAEININGAR -20% OG MARGT MARGT FLEIRA! Auðvelt að versla á byko.is Sendum út um allt land Birt með fyrirvara um innsláttar-/prentvillur og/eða myndbrengl. Sjáðu öll tilboðin á byko.is

6 í Ísland LEIÐARI Að halda í mennskuna Texti / Steingerður Steinarsdóttir Einhvern tíma las ég að eitthvert mikilmenni hefði sagt að það fyrsta til að fjúka út um gluggann á erfiðum tímum væri misk unn semin. Mér fannst þetta ofboðslega sorglegt því einmitt þá ættum við að halda með báðum höndum í mennskuna og leitast við að hjálpa og styðja hvert annað. Vissulega er augljóst að fátækt og örbirgð ýtir ekki beint undir örlæti og samkennd meðal manna en alls staðar er að finna fólk sem þetta á alls ekki við um. Þrátt fyrir lítil efni, bágar aðstæður og annað böl á það til velvilja og hlýju gagnvart öðrum. Það opnar heimili sín, deilir matnum og reynir eftir fremsta megni að greiða götu þeirra er eiga í erfiðleikum. Nú blasir hins vegar við eitt grófasta og ljótasta dæmi um miskunnarleysi sem sést hefur áratugum saman. Bandaríkjaforseti úr hásæti sínu í Hvíta húsinu hefur skipað svo fyrir að ekkert umburðarlyndi megi mæta þeim er reyna að komast yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna. Þetta víðfeðma og ríka land telur sig ekki geta tekið á móti fleirum og til að draga úr straumnum var fólkið á tímabili svipt Mynd / Aldís Pálsdóttir Margt ljótt höfum við séð og ýmsa valdníðslu gagnvart örbjarga fólki en þarna tók steininn úr, enda stóð heim urinn á öndinni og mannvinurinn Trump var neyddur til að falla frá þessari stefnu. börnunum sínum við komuna til Texas. Allt niður í ungbörn slitin úr fangi foreldra sinna og vistuð í búrum. Þetta er svo skelfilegt að fréttaþulir gátu ekki einu sinni lesið frétta texta um þetta efni án þess að brotna niður og gráta. Margt ljótt höfum við séð og ýmsa valdníðslu gagnvart örbjarga fólki en þarna tók steininn úr, enda stóð heimurinn á öndinni og mannvinurinn Trump var neyddur til að falla frá þessari stefnu. Eftir sitja varlega áætlað 2300 börn í áfalli og enginn veit hvenær eða hvort þau fá að sameinast sínum foreldrum sínum. En áður en við förum að klappa okkur á bakið og hrósa fyrir mannúð ættum við að líta okkur nær. Hvað með kyn ferðisbrot gegn börnum hér á landi? Er það rétt að þolendur upplifi að kerfið níðist á þeim eftir að þeir hafa loks ákveðið að rísa upp gegn níðingn um, eins og fjallað hefur verið um í Mannlífi? Er það virkilega svo að við getum ekki mætt af meiri skilningi og umhyggju þeim er þurfa á aðstoð að halda. Innan allra kerfa myndast klíkur og þá skapast samtrygging. Klíkan sér um sína og þá er lítil von um réttlæti. En þeir sem utan standa eiga erfitt með að skilja þetta. Að finnast rétt, í krafti yfirburðaefnhagslegrar stöðu að notfæra sér annan á samviskulausan og grófan hátt er svo ógeðfellt að það hlýtur að vekja flestum viðbjóð. En einhvern veginn ná menn þó að réttlæta fyrir sjálfum sér eigin gerðir, þeirra þarfir eru mikilvægari en heilsa og líf annarra. Stundum verða fréttir af svona ofbeldi svo yfirþyrmandi að ég þarf að taka skref til baka og hvíla mig tímabundið á lestri fréttamiðla. Það hjálpar hins vegar ekki að stinga höfðinu í sandinn en með því að tala um og vekja athygli á ofbeldinu er hugsanlega von um að draga megi úr því. 1. Metsölulisti Eymundsson INNBUNDIN SKÁLDVERK ÁBS / DV EFI / MBL KB / FRBL LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins Fiskislóð Leið Heru til Hollywood Höll minninganna Þær fréttir bárust í vikunni að leikkonan Hera Hilmarsdóttir, eða Hera Hilmar, hafi landað hlutverki í sjón varpsþáttunum The Romanoffs sem koma úr smiðju höfundar Mad Men. Hera hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn, en hún leikur aðalhlutverkið í ævintýraspennumyndinni Mortal Engines sem frumsýnd verður í desember. Hera hefur verið viðloðandi leiklist frá blautu barnsbeini, og ekki úr vegi að líta á upprunann sem skapaði stjörnuna. Í leikhópi með mömmu Hera var virk í leiklist allt frá grunn skólaaldri, en árið 1999 hélt hún ásamt leikhópnum Tröllabörn í Kramhúsinu á alþjóðlega leiklistarhátíð barna í Toulouse í Frakklandi. Þá var Hera aðeins ellefu ára gömul, en átti eflaust hæg heimatökin með að leita sér leiðsagnar í vinnunni þar sem annar stjórnandi leikhópsins var Þórey Sig þórsdóttir, móðir hennar. Með leiklist í blóðinu Faðir Heru er leikstjórinn Hilmar Odd sson og því má með sanni segja að hún hafi fengið leiklistargenin í vöggugjöf. Í viðtali við DV árið 2007 sagði Hera að hún hafi alltaf fengið mikinn stuðning frá foreldrum sínum eftir að ljóst var að hún myndi feta leiklistarbrautina. Í fyrstu reyndu þau hljóðlega að fá mig frá leiklistarbransanum, en þegar þeim var ljóst að mér var alvara studdu þau mig heilshugar, sagði Hera þá og bætti við: Ég þurfti sífellt að vera að sanna mig og það má eiginlega segja að mér hafi tekist það. En ég er þeim líka þakklát, vegna þess að þau gerðu mér grein fyrir því að maður getur ekki tekið sér neitt fyrir hendur án þess að gefa sig allan í það. Leggið nafn þessarar leikkonu á minnið Það gerði Hera svo sannarlega, en hún var einnig liðtæk á selló á yngri árum en lagði sellóið á hilluna til að einbeita sér að leiklistinni. Það má segja að stóra tækifærið hafi komið í menntaskóla þegar hún tók þátt í leikritinu Martröð á jólanótt í Mennta skólanum í Hamrahlíð. Hera hlaut Tréhausinn fyrir frammistöðu sína, verðlaun sem leikhúsrýnarnir Hrund Ólafsdóttir og Þorgeir Tryggvason veittu áhugaleikhópum. Þorgeir lofaði frammistöðu Heru á vefnum leiklist.is: Leggið nafn þessarar leikkonu á minnið. Leikstjór inn, Guðný Halldórsdóttir, sótti sýninguna, leist vel á Heru og bauð henni hlutverk í kvikmynd inni Veðramót sem tekin var upp árið Hera heillaði áhorfendur upp úr skónum og var tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir hlutverk sitt sem Dísa. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið upp á við og virðist nægur ljómi eftir í þessari íslensku stjörnu. 6 föstudagurinn 29. júní 2018

7 ÆVINTÝRALEG KJÖR! Sumarið er skemmtilegasti tími ársins og fátt sem jafnast á við ferðalag um landið okkar bláa í vönduðum bíl. Bílabúð Benna gefur þér kost á að njóta þess til fulls í fjórhjóladrifnum Tivoli sportjeppa frá SsangYong. Hann fæst nú á ævintýrlega góðum kjörum. + Fjórhjóladrif með læsingu + Þægilegt aðgengi + Góð yfirsýn yfir umhverfið + Ríkulegur staðalbúnaður + Frábærir aksturseiginleikar + Fimm ára ábyrgð Tivoli DLX, 4x4, beinskiptur, dísel kr. * Tivoli DLX, 4x4, sjálfskiptur, dísel kr. *AÐEINS KR. Á MÁNUÐI Miðað við kr. útborgun* Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Fjöldi greiðslna 84 Árleg hlutfallstala kostnaðar 9,43% Vextir 7,95% Innborgunarhlutfall 20% Stofngjald 3,2% Reykjavík Krókháls 9 Sími: Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími:

8 FRÉTTASKÝRING Sautján aðstoðarmenn verða á þingi Eftir / Báru Huld Beck og Fanneyju Birnu Jónsdóttur Til stendur að auka enn frekar aðstoð við þingflokka og þingmenn en í henni felst m.a. hærra framlag vegna rekstrar og kaupa á sérfræðiþjónustu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur breytingarnar vera til batnaðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar flokkanna kemur fram að styrkja eigi löggjafar-, fjárstjórn ar- og eftirlitshlutverk Alþingis á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndarstarf og þingflokka. Mynd: Bára Huld Beck Aðstoðarmenn þingflokka og þingmanna verða sautján við lok þessa kjörtímabils, það er einn til aðstoðar fyrir hverja þrjá þingmenn, sem ekki eru ráðherrar eða gegna stöðu forseta Alþingis. Þetta kemur fram í svörum skrifstofustjóra Alþingis við fyrirspurn Kjarnans um stöðuna á eflingu Alþingis. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna kemur fram að styrkja eigi löggjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndarstarf og þingflokka. Í fjárlagafrumvarpi fyrir þetta ár var bætt við þremur stöðum sem 6 mánaða áskrift af Húsum og híbýlum á aðeins 8.995kr Með hverri áskrift fylgir tímariti að eigin vali ókeypis í mánuð. auglýstar verða á næstunni, stöður þjóðhagfræðings, lögfræðings með sérþekkingu á eftirlitsstörfum og lögfræðings sem á að efla lagaskrif stofu þingsins, en sú styður við æðstu stjórn þingsins, nefndir og einstaka þingmenn sem vinna að gerð þingmála. Ekki sama leið farin og fyrir hrun Þá er í bígerð að auka enn fremur aðstoð við þingflokka og þingmenn. Í svari Helga Bernódussonar við fyrirspurn Kjarnans kemur fram að ekki verði farin sama leið og fyrir hrun. Þá hafi verið sjö stöðugildi til aðstoðar við þingmenn af landsbyggðinni. Þannig sé aðstoðin hugsuð fyrir NR TBL VERÐ 2295 KR. HARPA LIND HARÐARDÓTTIR OG STEFÁN GÍSLASON EIGA GLÆSIHÚS Í GARÐABÆ EYÐIBÝLI Í EYJAFJARÐARSVEIT BREYTT Í HERRAGARÐ HEILLANDI SUMARHÚS VIÐ ÞINGVALLAVATN HJÁ HÖNNUNARUNNENDUM Í FOSSVOGI KARÍTAS SVEINSDÓTTIR INNANHÚSSHÖNNUÐUR BÝR FALLEGA Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson BÚA Í ÆVINTÝRAHEIMI TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA : EÐA ASKRIFT@BIRTINGUR.IS ÞÉR ÁSKRIFT ÖÐRUVÍSI SUMARHÚS Auðvitað gjörbreytir þetta afkomu þingflokkanna og möguleikum þeirra til starfsmannahalds og kaupa á sérfræðiþjónustu, segir Helgi. þingflokkana en ekki einstaka þingmenn. Í þessari auknu aðstoð felst að framlag til þingflokka vegna rekstr ar þeirra sjálfra og kaupa á sérfræðiþjónustu verður hækkað um 20 milljónir um það bil, úr rétt tæpum 52 milljónum í um 72 milljónir og segir Helgi að áætlunin sé reyndar þegar farin af stað. Endamarkið sem næst á næsta ári er að fjárveitingar til þessa liðar verði komnar í það sama að raungildi og þær voru áður en niðurskurður á þeim hófst árið Fjárhæðin mun svo taka viðbótarhækkun um 35 milljónir króna á næsta ári. Hækkunin frá 2017 verður þá orðin 55 milljónir og fjárhæðin komin úr 52 milljón um í 107 milljónir. Gjörbreytir afkomu þingflokkanna Reiknað er með að sex til átta stöður bætist við á næsta vetri en áætlunin gerir ráð fyrir að á næstu árum verði aðstoðarmenn sem nemur þriðjungi af tölu þingmanna sem ekki eru ráðherrar, það er samtals 17 stöðugildi. Unnið er nú að því að undirbúa reglur og skipuleggja hvernig þessari aðstoð verður hagað, en ljóst er að taka verður bæði tillit til hvers þingflokks og svo stærðar hans, og þar með sinna öllum þingmönn - um. Ráðherr ar hafa þegar aðstoð - armenn, sumir fleiri en einn, en líka formenn flokka sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn. Auðvitað gjörbreytir þetta af - komu þingflokkanna og mögu - leikum þeirra til starfsmannahalds og kaupa á sér fræðiþjónustu. Ef þetta er ekki liður í að efla Alþingi að þessu leyti þá er ég á villigötum, segir Helgi. Tvímælalaust jákvæð þróun Björn Leví Gunnarsson, þing - mað ur Pírata, segir í samtali við Kjarn ann að hingað til hafi aðstoðarmenn eða ritarar þingflokka verið starfsmenn þingsins sem flokkarnir hafi sótt um að fá. Nú sé verið að breyta þessu á þann veg að flokk arnir geta ráðið þessa aðstoðarmenn sjálfir. Nokkrir flokkar hafa þegar ráðið ritara með þessum hætti og að sögn Björns Levís hefur flokkur Pírata verið einn af þeim. Þau hafi fengið að ráða starfsmann fyrr en áætlað var, þótt tæknilega séð sé hann starfsmaður þingsins vegna þess að enn er ekki formlega búið að breyta fyrirkomulaginu. Hann segir að ritarinn, sem starfaði fyrir flokkinn áður, hafi farið í fæðingar orlof og óþægilegt hefði verið að fá nýjan starfsmann á vegum þingsins í aðeins nokkra mánuði. Björn Leví telur þetta tvímælalaust vera jákvæða þróun og segir hann að svona eigi fyrirkomulagið einmitt að vera. Að þingflokkar eigi að geta ráðið aðstoðarmenn sína sjálfir. Eins og allir vita er dagskráin algjör handahlaup, segir hann og bætir því við að oft gangi mikið á á þinginu. Hann veltir því líka fyrir sér hvort þetta sé nóg til að létta undir með störfum þingsins og segir að það verði einfaldlega að koma í ljós. Helgi Bernódusson. Mynd: Alþingi. Framlög til stjórnmálaflokkanna hækkuð um 127% Stjórnmálaflokkarnir sjálfir fengu einnig töluverða innspýtingu við lok síðasta árs, þegar til laga sex af átta flokkum sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram lög ríkis sjóðs til þeirra um 127 pró - sent, í 648 milljónir króna árlega var samþykkt. Tveir flokkar skrifuðu ekki undir tillöguna, Píratar og Flokkur fólksins. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fá samtals 347,5 milljónir króna úr ríkissjóði og framlög til þeirra hækka um 195 milljónir króna. Stjórnarandstöðuflokkarnir fá 300,5 milljónir króna, sem er 137 milljónum króna meira en þeir hefðu fengið ef framlögin hefðu ekki verið hækkuð. Eins og allir vita er dagskráin algjör handahlaup. Björn Leví Gunnarsson. Aðsend mynd. 8 föstudagurinn 29. júní 2018 kjarninn.is

9

10 EIKONOMICS SKOÐUN Eftir / Þórð Snæ Júlíusson Hið opinbera býr til neyðarástand Íhuga flestra eru grunnlífsgæði að eiga öruggt húsaskjól. Mikil ábyrgð hvílir á hinu opinbera, ríkinu og sveitarfélögum, að uppfylla þá frumþörf íbúa landsins. Í ljósi þess að neyðarástand ríkir enn á húsnæðismarkaði hjá stórum hópi fólks sem hér býr, þrátt fyrir margra ára góðæri, þá verður að teljast staðfest að hið opinbera hafi brugðist þessum hópi með margvíslegum hætti. Það sem borgin gerði ekki Skorturinn er mestur í höfuðborginni. Þar vantar þúsundir íbúða og þótt að aldrei hafi verið fleiri íbúðir í byggingu en nú þá var brugðist við ástandinu of seint. Það þurfti að mæta uppsöfnuðum skorti frá árunum eftir hrun, takast á við að stærstu árgangar Íslandssögunnar sem fæddust snemma á tíunda áratugnum voru að verða fullorðnir og bregðast við þeirri staðreynd að erlend um ríkisborgurum sem flutt hafa til Reykjavíkur frá byrjun árs 2012 og til síðustu áramóta fjölgaði um 70 prósent. Millistéttin sem hefur getað keypt eigin húsnæði hefur aukið eigið fé sitt vegna mikilla hækkana á húsnæðisverði á sama tíma og verðbólga hefur verið lág og lánskjör hafa batnað mikið. Borgin hefur líka brugðist þegar kemur að við brögð um við þeim fjölda íbúða sem horfið hafa út af almennum markaði og inn á útleigumarkað til ferða manna. Nú stendur yfir vinna til að taka á þessu máli sem lofar góðu en allt of seint var brugðist við. Afleiðing er sú, samkvæmt tölum Íbúðalánasjóðs, að um sex þúsund gistiein ingar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi og stærsti hluti þeirra er í Reykjavík. Fjöldin hefur rúmlega tvöfaldast á rúmlega tveimur árum til 2000 íbúðir og herbergi eru ekki hluti af hinu svokallaða deilihagkerfi heldur í umfangsmikilli útleigu í gegnum Airbnb. Braskarar og spákaupmenn hafa grætt feikilega vel á þessu ástandi. Vergar tekjur af útleigu Airbnb jukust um 110 prósent milli áranna 2016 og 2017 og voru 19,7 milljarðar króna í fyrra. Um 60 prósent íbúða í umfangsmikilli útleigu voru ekki skráð sem atvinnuhús næði í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að reglur segi að svo eigi að vera. Það er verið að svindla og komast upp með það. Það sem ríkið gerði Ríkið hefur ráðist í sértækar aðgerðir sem hafa gagnast vel settu fólki en gert stöðu tekjulágra enn verri en ella. Þar er Leiðréttingin auðvitað efst á blaði en einnig má nefna nýtingu séreignarsparnaðar til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán. Aðeins um helmingur leigjenda er með séreignarsparnað og eftir því sem tekjur lækka, því ólíklegra er að viðkomandi geti safnað sér slíkum. En það týnist fleira til. Íslenska ríkið var með þúsundir íbúða í höndunum sem gætu hafa nýst til að byggja upp nýtt félagslegt húsnæðiskerfi. Ríkið ákvað að gera það ekki og þess í stað seldi Kadeco, félag í eigu ríkisins, þúsundir íbúða til fasteignabraskara, meðal annars félags sem síðar myndaði grunninn að Heimavöllum, stærsta almenna leigufélagi á landinu. Félagið hefur líka keypt umtalsvert magn af íbúðum af Íbúðalánasjóði, líka í eigu ríkisins. Í dag eiga Heimavellir um tvö þúsund íbúðir og starfsemi félagsins er stór breyta í því að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast á átta árum. Til að bíta höfuðið af skömminni þá greindi Kjarninn nýverið frá því að Íbúðalánasjóður er stærsti lánveitandi Heimavalla. Á árinu 2017 tók Almenna leigufélagið við rekstri tveggja stórra eignasafna sem samsett voru af eignum sem voru áður að stærstum hluta í eigu Íbúðar lána sjóðs. Ann ars vegar leigu fé lagið Klett og hins vegar félagið BK eignir. Síðan þá hafa leigusamningar félagsins hækkað mikið. Félagið segir að það sé vegna þess að þá þyrfti að aðlaga að markaðsverði. Aukin stéttaskipting Afleiðingarnar eru aukin stéttaskipting. Fjármagnseigengur hafa grætt gríðarlega á fasteignabraski. Ríkið hefur aðstoðað þennan hóp með því að selja honum eignir, lána honum pening og í einhverjum tilvikum greiða honum fé úr ríkis sjóði í formi Leiðréttingar. Millistéttin sem hefur getað keypt eigin húsnæði hefur aukið eigið fé sitt vegna mikilla hækkana á húsnæðisverði á sama tíma og verðbólga hefur verið lág og lánskjör hafa batnað mikið. Sá hópur sem hefur litla eða enga hjálp fengið, og hefur eiginlega verið jaðarsettur, er lægsta tekjulag samfélagsins. Það kemst ekki á eignarmarkað eða í leiguhúsnæði sem hentar greiðslugetu þeirra og sitja því eftir í súpunni. Afleiðingin er sú að leigjendur eru nú um 50 þúsund. Meiri hluti leigj enda er á leig u mark aðnum af nauð syn og 80 pró sent leigj enda vilja kaupa sér íbúð, en geta það ekki. Þriðji hver leigj andi borgar meira en helm ing af ráð stöf un ar tekjum sínum í leigu og fáir tekju lágir leigj endur geta safnað sér spari fé. Allt þetta er í boði hins opinbera, þeirra sem eiga að bera hag allra landsmanna fyrir brjósti. En gera það augljóslega ekki. Hannes Halldórsson: markmaðurinn sem hagfræðingar elska Eftir / Eirík Ragnarsson Það var ólíklegur hópur sem fagnaði Hannesi eftir að hann varði vítaskotið frá Messi: hagfræðilúðar heimsins. Ég vann heimavinn - una mína sagði Hannes við blaðamenn eftir leikinn. Einnig stúderaði ég Messi og hvernig hann tekur vítaspyrnur. Og hvernig ég hef hegðað mér í markinu í vítaspyrnum, til þess að reyna að skilja hvernig þeir hugsa um mig. Það var ekki markvarslan sjálf sem kveikti áhuga hagfræðilúðana, heldur var það þetta svar Hannesar. Ástæðan: Hannes hegðaði sér nákvæmlega eins og hagfræði-módel tengd leikjafræði (í leik tveggja einstaklinga (eða fyrirtækja) sem þurfa að taka ákvörðun samtímis) segja til um. Leikjafræði er eitt af lykil tólunum í verkfærakistu hagfræðinga. Með leikjafræði er hægt að rann saka og spá fyrir um líklegar út komur þegar tveir eða fleiri einstaklinga (eða fyrirtæki) þurfa að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á velferð hvors annars. Frægasta dæmið í leikjafræði hefur lítið með vítaspyrnur að gera. Kallast það fanga klemm an og virkar svona: Bonny og Clyde eru í gæsluvarðhaldi sitt í hvorum fangaklefanum og geta ekki talað saman. Ef annað þeirra kjaftar frá en hitt heldur kjafti, þá fær sá sem hélt kjafti lífstíð ardóm og kjaftvaskurinn fær að ganga laus; ef hvorugt þeirra kjaft ar þá fá þau bæði eins árs dóm; en ef þau kjafta bæði frá þá fá bæði 10 ára dóm. Í þessu tilfelli segir leikjafræði okkur það að ef bæði Bonny og Clyde hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér þá sé best fyrir þau bæði að kjafta, sem hefur þá afleiðingu að þau fæ bæði 10 ára fangelsisdóm. Ástæðan er sú að sama hvað Bonny gerir er best fyrir Clyde að kjafta (og svo öfugt). (Ef Clyde ákveður að kjafta þá er best fyrir Bonny að kjafta líka af því að 10 ár er betra en lífstíðar fangelsi; en ef Clyde ákveður að halda kjafti þá er betra fyrir Bonny líka að kjafta af því þá gengur hann laus í stað þess að sitja inni í eitt ár og sama gildir fyrir Clyde.) Það sem gerir fangaklemmuna sérstaklega áhugaverða er að sjálfselska leiðir til verri útkomu fyrir bæði Bonny og Clyde heldur en ef þau hefðu tekið ákvörðunina með hagsmuni hvors ann ars í huga (og hvort fengið aðeins eins ár dóm í staðin fyrir 10 ára dóm). En þrátt fyrir að vera að mestu leiti stærðfræðilegt tól þá var hún það mikil snilld að fólk hikaði ekki við að nota leikjafræði við ákvörðunartöku. Henni var beitt í það að reikna út næsta leik í póker upp í að reikna út hversu stórt kjarnavopnabúr Bandarík - j anna ætti að vera til þess að koma í veg fyrir kjarnorkustríð. Ástæðan fyrir því að leikjafræðin var að mestu leiti fræðilegt tól var sú að þegar hagfræðingar rannsaka ákvörðunartöku í hinum raunverulega heimi er erfitt að einangra hver gerir hvað hvers vegna og hvaða áhrif það hafði á útkomuna. Nema þegar það kemur að vítaspyrnu. Þar er klárt að markmaðurinn og skyttan taka ákvörðun á sama tíma, og hvor græðir ef þeir hafa rétt fyrir sér, en tapa ef þeir hafa rangt fyrir sér. Eins og allir vita, þá er líklegra að markmaður verji ef hann velur sama horn og skyttan, og svo öfugt. Þetta gerir það að verkum að ef Hannes myndi alltaf henda sér í sama hornið þá væri auðvelt fyrir Messi að skora með því einfaldlega að skjóta í hitt hornið. Því myndi leikjafræðin segja manni það að best væri fyrir Hannes að kasta sér ekki alltaf í sama hornið. Og þegar kemur að Messi, ætti hann að velja hornið af handahófi, nema ef hann hafi haft ástæðu til þess að gruna að Messi sé líklegri til að skjóta til vinstri. Sem var nákvæmlega það sem Hannes gerði. Árið 2002 rannsökuðu Steven S. Levitt og félagar hegðun markmanna og skyttna í 500 vítum í Frönsku deildinni. Þeir komust að því að leikmenn hegða sér eins og hagfræðimódelin spá fyrir um. Og kom því frammistaða Hannesar hagfræði- Twitter ekkert á óvart. Þeir höfðu lengi vel vitað að, meðvitað eða ómeð - vitað, hegða góðir markmenn sér eins og Hannes. En sjaldan gerist það að markmenn lýsi ákvörðunartöku sinni svo skýrt. Hannes hefði allt eins getað verið að kenna leikjafræði í hagfræði 101. Og þess vegna er Hannes ekki bara stjarna okkar Íslendinga, heldur líka stjarna hagfræðilúða út um allan heim. HÚH fyrir því. Hannes hegðaði sér nákvæmlega eins og hagfræði-módel tengd leikjafræði (í leik tveggja einstaklinga (eða fyrirtækja) sem þurfa að taka ákvörðun samtímis. Fangaklemman Bonny og Clyde tapa á sjálfselskunni. Fjöldi vítaspyrna Messi Bonny Kjaftar Heldur kjafti Messi skorar að meðaltali úr 7 af hverjum 10 vítum Messi skorar Kjaftar Bonny og Clyde fá bæði 10 ára dóm. Clyde gengur laus. Bonny fær færlífstíðardóm. Messi Klikkar Clyde Heldur Kjafti Bonny gengur laus. Clyde fær lífstíðardóm Bonny og Clyde fá bæði 1 árs dóm. 10 föstudagurinn 29. júní 2018 kjarninn.is

11 Samsung QE75Q7F Zlatan velur Það er löngu vitað að Zlatan gerir miklar kröfur til sjálfs sín, en hann gerir líka kröfur til þeirra hluta sem hann notar mest. Sjónvarpið er hans uppáhalds tæki og Samsung QLED það eina sem kom til greina. Líklega eru það ein bestu meðmæli sem sjónvarp getur fengið. NÚ TIL HÚSA Í LÁGMÚLA 8 LÁGMÚLA

12 í Ísland VIÐTAL Það virðist vera að þessi réttindi barna til að njóta alltaf vafans og að allt sé gert til að þeirra hagsmunir séu í forgrunni hafi ekki náð kjölfestu í réttarkerfinu eins og það leggur sig á Íslandi. sem gerði alvar leg kynferðisbrot gegn börnum ófyrnanleg. Kerfið duglegra að verja sig en borgarana Þöggun, samtrygging og afskiptaleysi eru nokkur orð sem hafa verið notuð til að lýsa réttarkerfinu þegar kemur að meðferð kynferðisbrota í umfjöllun Mannlífs síðustu vikur. Kveikja umfjöllunarinnar er mál þriggja stúlkna sem sökuðu lögreglumann um kynferðisbrot. Mannlíf náði tali af þremur þingmönnum sem segja ýmsar brotalamir í kerfinu. Texti / Lilja Katrín Gunnarsdóttir Frásagnirnar eru sláandi. Í umfjölluninni kemur einnig fram misræmi í sjónarmiðum yfirvalda til málsins og hvernig eigi að bregðast við og standa að rannsókn og stöðu þess ásakaða. Það er auðvitað óviðunandi, segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, um mál kvennanna þriggja. Kynferðislegt ofbeldi, ekki síst gegn börnum og unglingum, er svo alvarlegt að það verður alltaf að bregðast við af festu og öryggi. Öll málsmeðferð verður að vera fumlaus og fallin til þess að vekja traust bæði að efni og formi, hvað þá þegar ásakanir beinast að þeim sem eiga að halda uppi lögum og reglu. Vantar upp á skilning fyrir réttindum þolenda Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segist áhyggjufull yfir stöðu þolenda innan réttarvörslukerfisins í ljósi ýmissa mála sem hafa komið upp síðustu miss - eri. Það virðist vera að þessi réttindi barna til að njóta alltaf vaf ans og að allt sé gert til að þeirra hags munir séu í forgrunni hafi ekki náð kjölfestu í réttarkerfinu eins og það leggur sig á Íslandi. Þetta sjáum við víðtæk dæmi um hjá lögreglunni, hjá dómstólum og hjá sýslumannsembættum. Það veld ur mér miklum áhyggjum að staðan sé ekki betri en raun ber vitni, segir Þórhildur Sunna. Hún Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram tillögu um afnám fyrningar í kynferðisbrotum gegn börnum árið 2003 og segist hafa mætt mikilli andstöðu innan réttarkerfisins. bætir við að þó að mikil vakning hafi orðið í samfélaginu varðandi kynferðisbrot í kjölfar herferða eins og #metoo sé enn ýmsu ábóta vant. Það vantar upp á skilning innan kerfisins fyrir réttindum þolenda í kynferðisbrotamálum. Réttindi geranda og/eða sakborninga eru að sjálfsögðu mjög mikilvæg; að þeir fái sanngjarna málsmeðferð og að aðilar séu saklausir uns sekt er sönnuð. En þolendar eiga líka rétt á sanngjarnri málsmeðferð og þeir eiga rétt á vernd gegn ofbeldi. Þeir eiga rétt á því að réttarkerfið sinni þeim af virðingu, kostgæfni og af miklum metnaði. Mætti mikilli andstöðu innan réttarkerfisins Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram tillögu um afnám fyrningar í kynferðisbrotum gegn börnum árið 2003 og segist hafa mætt mikilli andstöðu innan réttarkerfi sins áður en lagabreytingum var náð fram í þessum efnum fjór - um árum síðar. Mörgum lögfræðingum fannst þessi tillaga allt of róttæk og þar sem dönsku lögin gerðu ráð fyrir að þessi brot væru fyrn anleg ættu íslensk lög að gera ráð fyrir hinu sama. Mér fannst slík röksemd arfærsla vera út í hött og ég vildi að við tækjum þetta eðlilega skref. Við eigum ekki að vera feimin að taka refsipólitískar ákvarðanir. Með því að hafa þessi brot fyrnanleg högnuðust gerendurnir á lögun um þar sem þolend ur leita sér oft ásjár kerfisins mörgum árum eftir að brotin voru framin, segir Ágúst, en í kjölfar lagabreytinganna varð Ísland eitt fyrsta land í heiminum Tveir starfshópar, svipaðar niðurstöður Fyrir fimm árum var Ágúst Ólafur formaður starfshóps sem skilaði tillögum um meðferð kynferðisbrot innan réttarvörslukerfisins til dómsmálaráðuneytis. Samráðshópur skilaði aftur tillögum sama efnis árið Tillögurnar virðast vera um margt líkar. Í báðum var til að mynda óskað eftir skýrari stefnu stjórnvalda, innspýtingu í forvarnir og að tryggja sálfræði - aðstoð fyrir brotaþola. Ágúst segir að sitthvað úr tillögum síns starfshóp hafi náð í gegn, annað ekki. Jón Steindór segir margt gott innan réttarvörslukerfisins en að alltaf megi gera betur. Eitt af því sem þarf til dæmis að skoða eru samskipti og upplýsingagjöf til fórnarlamba um gang mála, framvindu rannsóknar og forsend ur ákvarðana. Sömuleiðis spurning um hvort ekki þurfi að breyta lögum um aðild fórnarlamba að dómsmálum og rannsókn um þannig að þau verði aðilar máls en ekki vitni eins og nú er, segir hann og bætir við að honum finnist stefna stjórnvalda í þessum málaflokki ekki skýr. En ég held að vilji sé til þess að taka þessi mál fastari tökum og því ber að fagna. Sjálfsagt er að styðja þá viðleitni og veita stjórnvöldum virkt aðhald. Ákveðin uppskrift að þöggun Þórhildur Sunna kannast við þá þöggun sem talað hefur verið um í umfjöllun Mannlífs og segir í raun vera mjög skýra uppskrift að henni. Almennt í þöggunarmálum virðast vera þrír sérstakir þættir. Númer 1: Að gera lítið úr málinu. Ef við tök um Höfum háttmálið sem dæmi þá gæti þetta verið þegar það kom fyrst upp á yfirborðið og Bjarni Benediktsson sagði þá dæmdu barnaníðinga sem um ræddi hafa fengið eðlilega málsmeðferð þeg ar þeir sóttu um upp reist æru. Þá talaði Brynjar Níelsson, þáverandi formaður Frásagnirnar eru sláandi, segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, um mál kvennanna þriggja, Helgu Elínar, Kiönu Sifjar og Lovísu Sólar, sem Mannlíf hefur fjallað um. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um að það væru til verri brot en þetta gegn börnum. Númer 2: Að kenna öðrum um. Í Höfum hátt-byltingunni lét Bjarni Benediktsson fyrst að því liggja að þetta hefði verið á hans ábyrgð. Þegar það fór að verða óþægilegt var Ólöfu Nordal kennt um og svo lögunum. Lögin gerðu þetta. Númer 3: Að skjóta sendiboðann. Í fyrrnefndu máli lét Brynjar til dæmis hafa eftir sér að fólk vildi einungis fá upplýsingar um hverjir þessir valinkunnu menn sem veittu barnaníðíngunum meðmæli væru svo hægt væri að ganga í skrokk á þeim, og gerði þannig lítið úr málinu. Þolendur voru einnig rægðir á alþjóðavettvangi. Svo getur þessi hringur byrjað aftur upp á nýtt. Það virðist vera að kerfið sé duglegra að verja sig en borgarana í landinu. Jón Steindór segir það kýrskýrt að reynt hafi verið að þagga mál niður eða gera minna úr þeim í gegnum tíðina. Gegn þessu þarf að berjast með upplýsingum og fræðslu um hve alvarleg þessi brot eru. Ég vil ekki trúa því að þöggun sé kerfisbundin. Hitt verður að vera alveg skýrt að þöggun er glæpur. Samtímis verður að búa svo um hnúta að fórnarlömb geti treyst því að á þau sé hlustað, mál rannsökuð af hlutlægni og til hlítar, segir hann og því er Ágúst Ólafur sammála. Þöggun vegna þessara mála má aldrei eiga sér stað í íslensku rétt arkerfi eða í samfélaginu í heild sinni. Sem betur fer erum við farin að ræða þessi mál mun opinskár en áður þótt dæmi um þöggun séu einnig til staðar. Kynferðisafbrot eru ein alvarlegustu afbrot samfélagsins og við eigum einfaldlega að stefna á að útrýma þeim. Annað á ekki að vera í boði. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, kannast við þá þöggun sem talað hefur verið um í umfjöllun Mannlífs. MYND / Hákon Davíð Björnsson 12 föstudagurinn 29. júní 2018

13

14 Viðtalið MARGRÉT ÁSGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Á þessu augnabliki, verandi ein í bílnum með honum, hugsaði ég bara að annaðhvort yrði mér nauðgað eða ég væri að fara að deyja. Margrét er búsett í Glasgow þar sem hún klárar mastersnám í heilbrigðisverkfræði. 14 föstudagurinn 29. júní 2018

15 Ég lifði þetta, en ég lifi ekki með þessu Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir var fimmtán ára þegar brotið var á henni kynferðislega. Meintur gerandi var náinn vinur fjölskyldu hennar og lögreglumaður í bænum þar sem hún bjó. Hún segir fáránlegt að framburður hennar sem þótti trúverðugur í dómsúrskurði hafi ekki dugað til að sakfella manninn. Texti / Lilja Katrín Gunnarsdóttir Myndir / Íris Björk Reynisdóttir Persónulega finnst mér ég hafa fengið þá staðfestingu að ég hafi sagt og gert allt satt og rétt. Sú niðurstaða að það leiddi ekki til sakfellingar er bara fár ánlegt, segir Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir. Margrét var fimmtán ára þegar brotið var á henni af lögreglumanni, að hennar sögn, í bænum sem hún bjó í úti á landi. Maðurinn var náinn vinur fjölskyldunnar. Málið fór fyrir héraðsdóm þar sem maðurinn var sýknaður. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar þar sem það var sent aftur í hérað því dómarar töldu að málið hefði ekki verið fyllilega rannsakað. Í héraðsdómi í annað sinn var maðurinn sakfelldur og dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Þegar málinu var síðan áfrýjað á ný til Hæstaréttar var hann sýknaður, þar sem hann neitaði alfarið sök, þó að tekið væri fram í dómsúrskurði að framburður Margrétar þætti trúverðugur. Andspænis framburði A [innsk. blaðamanns: Margrétar], sem metinn hefur verið trúverðugur, stendur afdráttarlaus neitun ákærða, stendur orðrétt í dómnum. Lögreglumanninum var vikið úr starfi með an á málinu stóð en fékk aftur vinnuna eftir að hann var sýknaður. Hann starfar enn í lögreglunni. Þar káfaði hann á mér Blaðamaður mælir sér mót við Margréti á Skype þar sem hún er búsett í Glasgow og klárar þar mastersnám í heilbrigðisverkfræði við Strathclyde-háskóla. Hún er nú í starfsþjálfun í London þar sem hún freistar þess að landa starfi hjá einum af stærstu fjárfestingabönkum í heimi. Tækifærið er stórt og pressan mikil, en Margrét tekur því með stóískri ró, enda trúir hún á að það þurfi að stökkva á öll tækifæri sem berast með opnum hug. Miklar líkur eru á að hún fái starfið, og kemur það foreldrum hennar, Hrefnu Aradóttur og Þorsteini K. Jónssyni, ekki á óvart. Þau eru viðstödd Skype-fundinn okkar, Margréti til halds og trausts og er tíðrætt um hve mikill afburðarnemandi hún hafi verið í skóla. Því til stuðnings nefna þau til dæmis að Margrét hafi tekið fyrsta árið í framhaldsskóla á meðan hún var að klára 10. bekk grunn - skóla. Það ár dundi áfall yfir fjölskylduna sem hún hafði aldrei séð fyrir. Þetta var fyrsti föstudagurinn í maí árið Ég veit ekki af hverju ég man það en þetta var fyrsti föstudagurinn í maí, byrjar Margrét. Ég hafði ákveðið að fara snemma út að hlaupa með strákunum og fara síðan á fótboltaæfingu. Við vorum nokkrar stelpur sem höfðum æft föstudagurinn 29. júní

16 Viðtalið MARGRÉT ÁSGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR með strákunum miðvikudaginn áður og þennan föstudag var komið að annarri æfingu. Við ætluðum að hittast klukkan sex um morguninn. Ég flýtti mér á staðinn og var því mætt tiltölulega snemma, segir Margrét, en ákveðið var að hittast heima hjá lögreglumanni í smábænum, manni sem var náinn vinur fjölskyldu Margrétar. Þegar ég mætti stóð hann fyrir utan húsið með kaffibolla. Við fórum inn og vorum tvö ein í þvottahúsinu, eflaust bara í nokkrar mínútur. Þar káfaði hann á mér. Hann káfaði á píkunni á mér og rassi og sagði svo að ég væri mjög flott. Síðan stakk hann putt - an um upp í sig. Svo fór hann inn í hús og kom til baka með bita af banana sem hann bauð mér. Ég hef varla borðað banana síðan þá. Það er mjög spes hlutur sem situr í mér. Í hvert einasta sinn sem ég sé banana fæ ég hroll. Svo komu hinir krakkarnir og við fórum út að hlaupa, segir Margrét þegar hún lítur til baka. Við hlupum ábyggilega tvo til þrjá kíló - metra. Við hlupum hring um bæinn. Það eina sem ég hugsaði allan tímann var hvort einhver væri á lögreglustöðinni ef ég hlypi þangað. Hann keyrði á eftir okkur á bíl og ég hugsaði líka að hann myndi eflaust ekki ná mér ef ég hlypi þar sem leiðin var þannig á lögreglustöðina. Við hlupum áfram og kláruðum æfinguna fyrir framan grunnskólann. Ég sá lögreglustöðina þaðan en það sem stoppaði mig var að hann var í löggunni. Var hann kannski á vakt? Yrði þá enginn inni á löggustöðinni ef ég færi þangað? útskýrir Margrét, en þar sem at vikið gerðist í smábæ úti á landi var í raun engin viðvera á lögreglustöðinni alla jafna heldur aðeins lögreglumaður á vakt. Hélt að hún myndi deyja Í framhaldinu tóku krakkarnir létta fót bolta - æfingu áður en þau fóru heim til að taka sig til fyrir skólann, að sögn Margrétar. Þá sagði hann strákunum að hlaupa heim en að hann ætlaði að skutla okkur stelpunum. Mér fannst hann fara öfugan hring þannig að ég var seinust úr bílnum. Hann keyrði fyrst hinar stelpurnar og fór síðan til baka með mig. Ég sat fyrir aftan bílstjórasætið og allt í einu var eins og eitthvað gerðist í hausn um á honum og hann sagðist þurfa að fá meira. Hann reyndi að grípa í mig aftur en náði ekki og ég fékk nánast hjartaáfall. Ég bara fraus. Á þessu augnabliki, verandi ein í bílnum með honum, hugsaði ég bara að annaðhvort yrði mér nauðgað eða ég væri að fara að deyja. Svo keyrði hann mig heim. Ég hugsaði hvort ég ætti að stökkva út úr bílnum en ég gat ekkert hlaupið. Hann keyrði mig alveg inn í innkeyrsluna heima, ég gekk inn, lokaði dyrunum og brotnaði algjörlega niður. Ég skreið upp í rúm og sagði mömmu hvað gerðist, segir Margrét. Móðir hennar segist hafa fengið mikið áfall þegar Margrét sagði henni allt af létta en þær mæðgur eru sammála um að það hafi verið það besta sem Margrét hefði getað gert að segja frá strax. Gátu hvorki leitað til lögreglunnar né skólans Þrátt fyrir áfallið reyndu mæðgurnar að hugsa rökrétt um hvernig þær ættu að snúa sér í málinu. Þetta var snemma um morgun og því erfitt að ná í fagaðila til að spyrja ráða. Mæðgurnar voru nefnilega í erfiðri stöðu maðurinn var, eins og áður segir, lögreglumaður í bænum þeirra. Ekki bætti það stöðuna að eiginkona hans var skólastýra í grunnskólanum sem var einnig vinnustaður Hrefnu, móður Margrétar. Þær gátu því hvorki leitað til lögreglu né skólans. Mæðgurnar ákváðu að fara í skól - ann eins og ekkert hefði ískorist og leita hjálpar síðar um daginn. Svo fór að málið fór fyrst til Barnaverndarstofu strax þennan föstudag. Í kjölfarið fékk Margrét viðtal hjá félagsmálafulltrúa mánudaginn eftir og tveimur dögum síðar fór hún með full trúan um til Reykjavíkur í skýrslutöku. Við vorum beðin um að segja ekki neitt um málið við aðra þar til það væri komið á það stig að búið væri að yfirheyra hann. Eina manneskjan sem ég fékk að segja frá þessu var besta vinkona mín sem var með okkur úti að hlaupa. Ég vildi segja henni og biðja hana um að fara ekki á næstu hlaupaæfingu, segir Margrét. Tvær vikur liðu frá brotinu þar til lögreglumaðurinn var yfirheyrður. Þann tíma þurftu Margrét og fjölskylda hennar að láta eins og ekkert væri, sem var erfitt í smábænum, eins og gefur að skilja. Við upplifðum það að hitta þau og þurftum að halda andlitinu og láta eins og ekkert væri. Í sannleika sagt man ég voðalega lítið eftir þessu. Ég hef oft hugsað út í þetta. Þetta var í byrjun maí og ég var í fjórum framhaldsskólaprófum og síðan að klára grunn - skólaprófin. Samt man ég ekkert hvað ég gerði, hvort ég lærði fyrir prófin eða hvað, segir Margrét. Hún fékk þó samt verð laun á útskriftinni úr grunnskóla fyrir framúrskarandi námsárangur, verðlaun sem hún Hann var sýknaður daginn áður en ég varð átján ára, segir Margrét, en á þeim tíma var hún au pair í Þýskalandi. 16 föstudagurinn 29. júní 2018

17 þurfti að taka á móti uppi á sviði, við hlið eiginkonu lögreglumannsins. Sonur hans útskrifaðist með Margréti, en fjöl skylda hennar fékk það í gegn að maðurinn yrði ekki viðstaddur útskriftina. Svo fór að lögreglumanninum, sem þá var varðstjóri, var vikið úr starfi meðan á dómsmálinu stóð. Það fannst Margréti og fjölskyldu hennar mikill léttir, enda bærinn lítill og því yfirgnæfandi líkur á að sá hinn sami lögreglumaður yrði kallaður út ef fjölskyldan þyrfti á lögregluhjálp að halda. Þegar að hann var sýknaður fékk hann hins vegar starfið aftur í lögreglunni og starfar þar enn. sér stað. Úr dómsskjölum má ráða að bókin hafi innihaldið eðlilegar hugrenningar unglings á mótun arskeiðinu um sitt tilfinningalíf og félagsleg tengsl. Margrét sendi dagbókina raf rænt á fulltrúa Maritafræðslunnar, sem síðan áframsendi hana á skólastýruna án vitundar Margrétar. Seinna, þegar dómsmálið hófst, var dagbókin notuð í málinu. Í dómsskjölum kemur fram að skólastýran hafi afhent ákæruvaldinu dagbókina. Vitnað var í dagbókina fyrir dómi og var Margrét spurð út í það sem í henni stóð. Mér fannst það rosalega óþægilegt. Eina sem Hann keyrði mig alveg inn í innkeyrsl una heima, ég gekk inn, lokaði dyrun um og brotnaði al gjörlega niður. Ég skreið uppí rúm og sagði mömmu hvað gerðist. Sýknaður daginn fyrir 18 ára afmælið hennar Málið fór fyrst fyrir héraðsdóm um miðjan mars árið 2011 þar sem maðurinn var sýknaður. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði málinu aftur í hérað til frekari rannsóknar. Maðurinn var svo sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Loks var hann sýknaður í Hæstarétti þann 29. nóvember árið Þessi úrskurður Hæstaréttar var í raun mikið áfall, því það var sigur þegar málið var sent aftur í hérað þar sem við unnum málið. Það var búið að byggja upp von. Var þetta virkilega niðurstaðan? Við vorum búin að fara í gegnum allt þetta ferli sem var búið að taka tvö og hálft ár, segir Margrét sem var á þessum tíma orðin au pair hjá þýsk/íslenskum hjónum í Þýskalandi. Lögreglumaðurinn var sýknaður daginn fyrir átján ára afmæli hennar. Ég fór bara að hágráta. Ég út - skýrði allt fyrir hjónunum í Þýskalandi. Það besta sem þau gerðu var að minna mig á að við ætluðum að halda upp á afmælið mitt daginn eftir. Þau vildu ekki að ég myndi festast í fortíðinni og velta mér upp úr því sem væri búið og gert, heldur að ég myndi horfa fram á veginn. Fyrsti kæli- og frystikápurinn með útskiptanlegri framhlið. Auðvelt er hvenær sem er að breyta um lit framan á nýja VarioStyle kæli- og frystiskápnum. Útlit skápsins verður þannig síferskt en ekki nóg með það, matvælin inni í skápnum haldast lengur fersk, þökk sé VarioFresh. Skoðaðu fleiri liti á VarioStyle-skáparnir frá Bosch eru á kynningarverði allan júnímánuð. Kynntu þér málið. Skólastýran sakfelld Meðal sönnunargagna sem lögð voru fram í málinu var dagbók hennar sem hún hafði haldið árið áður. Dagbókinni hafði hún trúað fulltrúa frá Maritafræðslunni, sjálfstætt starfandi forvarnarstarfi um skaðsemi fíkniefna, fyrir þegar fræðslan heimsótti grunnskóla hennar ári áður en brotin áttu sér stað. Ég tók sérstaklega fram að ég vildi ekki að neinn sæi bókina og ég vildi alls ekki blanda skólastjóranum mínum eða aðstoðarskólastjóranum í málið. Ég vildi bara fá óháðan aðila til að kíkja á bókina og vildi fá hjálp með mína vanlíðan, segir Margrét. Samkvæmt dómsskjölum var bókin skrifuð frá 15. maí 2009 til 19. janúar 2010, eða nokkrum mánuðum áður en meint brot áttu SMELLA & SKIPTA föstudagurinn 29. júní

18 Viðtalið KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Gerandi virðist hafa þann rétt að mega ljúga. Hann er saklaus uns sekt er sönnuð en sem þolandi þarftu að frekjast í gegnum þetta til að orð þín séu tekin trúanleg. ég hugsaði var að þau væru að fara að segja að ég væri geðveik. Ég vissi nákvæm lega hver plönin voru á bak við að leggja þessa dagbók fram. En mér var sagt að það væri ekkert óeðlilegt í dagbókinni sem væri hægt að véfengja. Því var okkur sagt að sam þykkja það að dagbókin yrði notuð í réttarhöldunum, segir Margrét. Strax í kjölfar þess að lögreglumaðurinn var sýknaður fór Margrét í mál við skólastýr una vegna brots á friðhelgi einkalífs og brots gegn trúnaðarskyldu samkvæmt lögum um grunnskóla, í ljósi þess að hún hafði afhent ákæruvaldinu dagbókina, dagbók sem hún átti ekki að vera með í fórum sínum og voru trúnaðargögn. Skólastýran var sakfelld í héraðsdómi og áfrýjaði til Hæstaréttar þar sem hún var aftur sakfelld og þurfti að greiða Margréti hálfa milljón í bætur. Áður en fjölskyldan kærði skólastýruna sendi það erindi til bæjarfélagsins og krafðist þess að hún yrði áminnt í starfi fyrir verknaðinn. Bærinn áminnti hana ekki og starfar hún enn sem skólastýra grunnskólans. Gerandi virðist hafa þann rétt að mega ljúga Í dómsskjölum í máli Margrétar gegn lögreglumanninum er meðal annars stuðst við niðurstöðu sálfræðimats Önnu Kristínar Newton sálfræðings þar sem kemur fram að ekkert bendi til að frásögn Margrétar af brotunum sé ótrúverðug. Þá styrkti álit Þorbjargar Sveinsdóttur, sálfræðings hjá Barnahúsi, mál Margrétar, en hún sótti viðtöl hjá henni í þrettán skipti á árunum 2010 til Var það álit Þorbjargar að Margrét sýndi af sér fjölmörg einkenni sem þekkt eru meðal barna og unglinga er sætt hafi kynferðislegu ofbeldi. Margrét segir það miður að ofangreint, ásamt hennar framburði, hafi ekki verið nóg. Minn framburður var alltaf sami framburðurinn. Vitnisburðir um mig sem manneskju sýndu að ég væri ekki að ljúga. Það var engin ástæða fyrir mig að rífa í sundur tvær fjölskyldur sem höfðu verið mjög nánar allt sitt líf. Það var ekki rökrétt. Það véfengdi enginn orð mannsins eða konu hans. Það var alltaf verið að véfengja mín orð. Ég þurfti alltaf að standa á bak við orð mín á meðan þau gátu bara sagt nei. Þetta var fólk í ábyrgðarstöðu sem ég átti að treysta, líka miðað við hve náin tengsl voru á milli fjölskyldnanna. Margrét segir miður að þolandi þurfi að standa svo fast á sínum orðum á meðan orð geranda séu ekki véfengd nema yfirgnæfandi sannanir séu gegn honum. Gerandi virðist hafa þann rétt að mega ljúga. Hann er saklaus uns sekt er sönnuð en sem þolandi þarftu að frekjast í gegnum þetta til að orð þín séu tekin trúanleg. Ég, sem barn, átti að njóta vafans, en það var hann sem naut vafans. Hún segir það sárt að einhver svo nær - kom inn henni hafi getað brugðist trausti hennar. Þessar tvær fjölskyldur vörðu mikl um tíma saman, fóru til útlanda saman og Margrét og sonur mannsins voru góðir vinir. Þetta var fólk í ábyrgðarstöðu sem ég átti að treysta, líka miðað við hve náin tengsl voru á milli fjölskyldnanna. Ég horfði aldrei á þetta út frá þeirri valdastöðu sem þau voru í. Það snerti mig miklu meira að þetta var fólk sem var náið mér og hvernig það reyndi síðan að koma illu orði á mig og mína fjölskyldu. Reyndi að láta eins og ég væri ekki traustsins verð. Bærinn skiptist í tvær fylkingar Haustið eftir að brotið átti sér stað hóf Margrét nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, eitthvað sem hún hafði löngu ákveðið að gera. Faðir hennar vann í Reykja vík en móðir hennar varð eftir í smábænum. Það er mjög skrýtið að segja það en þetta var mjög heppileg tímasetning fyrir mig að þetta gerðist, fyrst þetta þurfti að gerast. Ég var búin að sækja um í MH og var að fara suður, ekki norður í framhaldsskóla eins og allir hinir krakkarnir í bekknum. Þetta var alltaf planið, en það gerði það að verkum að ég komst út úr bænum og frá þessu öllu. Ég þurfti ekkert að pæla í þessu, segir Margrét. Móðir hennar skýtur inn í að henni hafi liðið eins og hún væri ein í heiminum þar sem fólk hafi hætt að koma í heimsókn og að bærinn hafi skipst í tvær fylkingar: með og á móti lögreglumanninum. Loks fór það þannig að móðir hennar flutti einnig suður. Margrét segir samt sem áður að stuðn ingur hafi komið úr óvæntustu áttum og fyrir það sé hún ávallt þakklát. Ég kann svo mikið að meta fólkið sem var til staðar. Það var fólk sem við þekktum áður en þetta gerðist sem kom í ljós að voru raunverulegir vinir okkar þegar þetta dundi yfir. Fólk sem ég bjóst hins vegar við að myndi standa með okkur var alls ekki til staðar. Við fórum aldrei í felur með þetta og stóðum með okkur sjálfum. Við gerðum allt rétt. Lætur atvikið ekki skilgreina sig Móðir Margrétar segir að fjölskyldan sé sterkari eftir þessa lífsreynslu, þó að enginn eigi að þurfa að ganga í gegnum svona nokk uð. Hún segir fjölskylduna samheldnari og óhræddari að þau geti tekist á við Margrét er á góðum stað í lífinu í dag og segir þessa hörmulegu lífsreynslu ekki skilgreina sig sem persónu. hvað sem heimurinn hendir í þau héðan í frá. Við förum aftur á byrjunarreit, til þess augnabliks sem Margrét sagði frá brotinu. Ég veit ekki af hverju við leitum þangað aftur, en við gerum það samt. Ég sé stolt færast yfir svip Hrefnu, móður Margrétar, þegar hún sér þetta andartak fyrir sér ljóslifandi á ný. Margrét er nefnilega ekki mikið fyrir að flagga tilfinningum sínum og tala um hlutina, að sögn foreldra hennar. Því er móðir hennar svo hreykin af henni, ánægð og jafnframt hissa að hún hafi sagt strax frá. Ég þarf ekki mikið að tala um hlutina eins og sumir aðrir. Ég flagga ekki hlutunum þannig að allur heimurinn og Facebook viti af því. Það þarf mjög mikið til að ég fari í alvörunni yfir brúna, segir Margrét, sem hefur fylgst með umfjöllun Mannlífs um mál kvennanna þriggja, Helgu Elínar, Kiönu Sifjar og Lovísu Sólar, sem sökuðu lögreglumann um kynferðisbrot. Hún segist stundum hafa velt því fyrir sér að segja sína sögu, en hafi viljað segja hana á yfirvegaðan hátt þegar hún væri búin að vinna úr þeirri reiði sem blossaði upp í kjölfar málsins. Ég hef oft hugsað hvort ég ætti að vera hluti af til dæmis #metoo-byltingunni. Það er svo lítill hluti af fólkinu í kringum mig sem veit hver ég er og að þetta kom fyrir mig. Ég lít ekki á þetta sem þöggun hjá mér, því ef þú spyrð mig um þetta þá svara ég hreint út. Mér finnst fínt að geta komið fram núna, það er lengra um liðið og ég get horft á hvar ég er eftir svona atburð. Ég er á góðum stað í lífinu. Ég á kærasta og hund, ég er að reyna að kaupa mér íbúð, ég er með vinnu, ég er að klára master. Mér finnst alltaf leiðinlegt að heyra af stelpum, konum, mönnum, strákum og hverjum sem er sem lenda í þeim vítahring að koma ekki strax fram þannig að þau þurfa að lifa með þessu lengi. Þetta nagar þau að innan og þau leiðast út á dimmar brautir í lífinu. Þau reyna að bæla niður eitthvað sem verður ekki bælt niður, segir Margrét. Hún hefur varla sýnt nokkur svipbrigði í þann tíma við við höfum talað saman, en ég sé að það tekur á hana að rifja upp þetta tímabil í sínu lífi. Það er þó greinilegt að hún hefur fengið fullan stuðning frá fjölskyldu sinni og unnið vel úr sínum málum. Hún treystir lögreglunni og hún treystir kerfinu. Hún ber engan kala til neins lengur því hún ætlar ekki að leyfa draugum fortíðar að stjórna sínu lífi. Ég hef ekki við neinn að sakast. Ég hef ekkert við héraðsdóm, hæstarétt, lögfræðinga, yfirvöld, lögregluna að sakast. Þetta er ekki eitthvað sem skilgreinir mig. Þetta hefur ekki mótað líf mitt. Þetta er bara lífið sem ég er búin að lifa. Ég lifði þetta, en ég lifi ekki með þessu. 18 föstudagurinn 29. júní 2018

19 6 Fasteignasali vikunnar Ásdísi dreymir um að eignast litla eyju í Karíbahafinu og hengirúm. 10 Vinsæl blómaker Ragna Ingimundardóttir er leirlistamaður og gerir keramíkblómaker. föstudagurinn 29. júní 2018 h Hús & híbýli Embættismannahús við Tjörnina endurgert Umsjón: Stefanía Albertsdóttir / Myndir: Nanne Springer

20 h Hús & híbýli INNLIT Húsið fellur undir það stílbrigði sem kallast bárujárnssveitser og er sá stíll einkennandi fyrir timburhúsabyggð ina við Tjörnina. Við Reykjavíkurtjörn stendur reisulegt timburhús frá árinu 1907 en húsið er eitt af embættismannahúsunum svokölluðu sem risu við Tjörnina á heimastjórnartímanum í byrjun 20. aldar. Húsið fellur undir það stílbrigði sem kallast báru járnssveitser og er sá stíll einkennandi fyrir timburhúsabyggðina við Tjörnina en byggðin undir brekkunni er sérstök fyrir þær sakir að hafa varðveist í heild og nánast í upprunalegri mynd. Húsið var friðað árið Breytingar og endurgerð Að ósk eigenda var kvisti bætt við á rishæð hússins að austanverðu en húsið var það eina í götulínunni sem ekki hafði kvist. Kvisturinn er með þrískiptan glugga, sambærilegan þeim sem voru til staðar á öðrum hliðum hússins. Með tilkomu kvistsins fékk húsið meiri reisn og féll enn betur að götumyndinni sem telst nú eitt helsta djásn byggingarlistar Reykjavíkur. Endurgerðina önnuðust Gláma Kím arkitektar. Í takt við tíðarandann Verkefnið var stórt og krefjandi þar sem húsið er staðsett á einum viðkvæmasta stað borgarinnar en markmiðið var að húsið héldi upprunalegri gerð sinni og gæðum. Innra skipulag hússins tók nokkrum breyt ingum við endurgerðina og má í því samhengi helst nefna efri hæðina og risið en kjallarinn og fyrsta hæð héldust nánast óbreytt. Á fyrstu hæð var eldhúsið endurinnréttað og má þar sjá fagurbláar, sprautulakkaðar innréttingar. Allir litir, bæði inni og úti, voru sérvaldir í samráði við eigendur hússins og tekið var sérstaklega mið af tíðaranda hússins við valið. Baðherbergið á efri hæð var endurinnréttað og Carrara bianco-marmari settur á gólf og veggi. Mikilvægt að varðveita handverkið Timburhúsaröðin við Tjörnina ber þess merki að ný stétt iðnaðar manna var áberandi í samfélaginu og mikil vakning var í mannvirkjagerð í byr j un 20. aldarinnar. Húsin eru listilega smíðuð og má sjá í þeim einstakt handverk sem mikilvægt er að varðveita. Þegar kemur að endurgerð skiptir því sköpum að handverkinu sé sýnd virðing. Í slíkum verkefnum er sérstaklega mikilvægt að tapa ekki gæðum og krefst vinnan við framkvæmdirnar mikillar sérþekk ingar. Til dæmis var skipt um klæðn ingar utanhúss og ráðist var í rannsóknarvinnu til þess að velja lit á húsið að utan en fyrir endurgerð var húsið gult að lit með grænu þaki. Niðurstaðan var að heppilegast væri að velja liti sem væru hógværir í götumyndinni en trúir tíðarandanum. Litavalið klæðir húsið einstaklega vel og undirstrikar þá værð sem er yfir götunni í annars annasömu borgarumhverfi. Verkefnið var stórt og krefjandi þar sem húsið er staðsett á einum viðkvæmasta stað borgarinnar en markmiðið var að húsið héldi upp runalegri gerð sinni og gæðum. 2 föstudagurinn 29. júní 2018

21 Heima er best. LANGTÍMASAMBAND Á LEIGUMARKAÐI Traustur leigumarkaður sem byggir á langtímasambandi er mikilvægur partur af heilbrigðum og stöðugum húsnæðismarkaði. Markmið okkar er að taka þátt í að byggja upp leigumarkað á Íslandi eins og þekkist á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Um tvö þúsund fjölskyldur búa nú þegar í öruggri langtímaleigu hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.

22 Hönnunarmoli vikunnar Texti: Sjöfn Þórðardóttir / Myndir: Úr safni Módern h Hús & híbýli HEIMSÓKN Á VINNUSTOFU MYNDLISTARMANNSINS Glæsileg og nútímaleg hönnun einstakt stofustáss Hef alltaf vitað að ég yrði listamaður Umsjón: Elín Bríta / Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Happy-legubekkurinn er hannaður af Antonio Citterio fyrir Flexform. Legubekkurinn samanstendur af fallegum málmramma þar sem bakið er ofið úr fallegum leðurólum, setan er fyllt með fiðri og bólstruð með leðri. Hann er mjög þægilegur og hlýlegur, hönnun bekkjarins býður upp á frá bæra hvíld og afslöppun. Hægt er að velja mismunandi áklæði á legubekk inn. Happy er fallegt stofustáss fyrir þá sem kunna að meta glæsi lega og nútíma lega hönnun. Engir armpúðar eru tengdir uppbyggingu bekkjarins, einungis er bólstaðir púðar sem hægt er að staðsetja eftir hentugleika hvers og eins. Happy-legubekkurinn fæst í versluninni Módern. Ég vinn svo ofan á áferðarmikinn flötinn með vatnslit, akríl og blýanti í samtali við steinana. Bær vikunnar Fallegur og lágreistur bær við Breiðafjörðinn Stykkishólmur er einstaklega fallegur bær við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hann er stærsti þéttbýliskjarninn á Snæfellsnesi og hefur blómstrað á síðustu árum. Byggðin er lágreist og mikið er af fallegum, gömlum og uppgerðum hús um. Atvinnulífið er fjölbreytt en stærstu greinarnar eru sjávarútvegur og ferðaþjónusta. Bærinn hefur frá 19. öld verið miðstöð verslunar og þjónustu fyrir Breiðafjörð og nærliggjandi svæði. Ferjan Baldur siglir yfir Breiðafjörð milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey, eyjarinnar þar sem tíminn stendur í stað og náttúr an skartar sínu fegursta. Daglega eru skoðunarferðir um Breiða fjarðar eyjarnar óteljandi þar sem náttúran og fuglalíf er skoðað. Í ferðunum er meðal annars plógur dreginn upp og farþegum gefinn kostur á að smakka á því sem matarkista fjarðar ins gefur af sér. Grunnþjónusta og afþreying fyrir alla fjölskylduna Mikil áhersla hefur verið lögð á uppbyggingu þjónustu í Stykkis hólmi sem nýtist bæjarbúum og ferða mönnum vel. Bærinn er fjölskylduvænn og fjölmargt í boði fyrir barnafólk. Þar eru leik-, grunnog tónlistarskóli, einnig námsver sem er rekið af Stykkishólmsbæ í gömlu fugstöðinni. Síðastliðin ár hafa nemendur Háskóla Íslands, Háskóla Akureyrar og Háskólans á Bifröst, búsettir í Stykkishólmi og nágrenni, getað nýtt sér að stöðuna í háskólanámi sínu sem er mikill kost ur. Námsverið býður upp á móttöku kennslustunda í rauntíma frá HÍ og HA þar sem nemandi staddur í Stykkishólmi tekur einnig þátt í kennslustundum. Auk þess er einnig hægt að senda kennslustundir frá Stykkishólmi á sömu staði. Afþreying og íþróttir af ýmsu tagi eru í boði og má þar nefna glæsilega sundlaug sem var tekin í notkun árið Meðal þess sem þar er boðið upp á er tuttugu og fimm metra útisundlaug, risarennibraut, innisundlaug og heitir pottar með sérstaklega vottuðu vatni vegna eiginleika þess við að vinna á ýmsum húðsjúkdómum. Einnig er vert að nefna að hægt er að stunda íþróttir undir merkjum Ungmennafélagsins Snæfells en fín aðstaða er til íþróttaiðkunar allan ársins hring. Bærinn er orð inn þekktur sem körfuboltabær þar sem lið hans, Snæfell, hefur náð frábærum árangri undanfarin ár. Þá hefur golfvöllurinn sem staðsettur er við tjaldsvæðið, verið endurgerður undanfarin ár og er nú orðinn einn af glæsilegustu níu holu völlum landsins. Einnig er margvíslegt tómstundastarf í boði í Stykkishólmi fyrir alla aldurshópa eins og ýmis konar tónlistarstarf og félagsstörf. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir er fædd árið1981 og útskrifaðist með BA- gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og árið 2009 með MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York. Áslaug hélt sína fyrstu einkasýningu í Hverfisgallerí árið 2015, en einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á Íslandi og utan landsteinanna. Við kíktum í stutta heimsókn á vinnustofu listamannsins sem staðsett er í námunda við heimili hennar í Kópavogi, en þar hefur hún verið með aðstöðu síðastliðið ár. Hvernig verk ertu aðallega að vinna? Verkin mín bera oft á tíðum bæði eiginleika málverks og skúlptúrs á sama tíma. Ég nálgast málverkið í gegnum skúlptúr og skúlptúr í gegnum málverkið. Efniskennd er stór þáttur í verkum mínum. Ég nota mikið gróf, hversdagsleg efni sem tengjast nútímabyggingariðnaði og -húsagerð, efni eins og gólfdúka, filtteppi, fúga, gifs og steinsteypa. Þessum efnum mæti ég með málun, ég nota vatnsliti og akríl og vinn með andstæðurnar sem felast í grófleikanum og svo hinu listræna handbragði á móti. Í verkunum felst samtal ólíkra tíma. Efnin sem ég nota vísa til samtímans en óhlut bundið myndmálið og formin vísa til arkitektúrs og tíma módernismans. Í nýjustu verkunum, seríu af sex málverkum sem kallast Skúlptúrgarð ur, hef ég þakið myndfötinn með hvítri fúgu og á hana hef ég raðað litríkum og fallegum steinum sem ég tíndi úr náttúrunni. Ég vinn svo ofan á áferðarmikinn fötinn með vatnslit, akríl og blýanti í samtali við steinana. Steinarnir vísa í óbeislaða náttúru og máluðu formin vísa í arkitektúr og mannlega hugsun. Verkin mín bera oft á tíðum bæði eiginleika málverks og skúlptúrs á sama tíma. Ég nálgast málverkið í gegnum skúlptúr og skúlptúr í gegnum málverkið. Þann 18. maí síðastliðinn var sýn ingin Speglun í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði opnuð. Sýningin er sumarsýning safnsins og stendur hún til 15. september 2018, en þar má sjá verk eftir Áslaugu Írisi og Svavar Guðnason. Ef þið eigið leið um Höfn í sumar mælum við eindregið með að leggja leið ykkar í safnið að berja sýninguna augum og kynna ykkur verk listamannsins frekar. 4 föstudagurinn 29. júní 2018

23 STRANDGATA Hafnarfjörður OPIN HÚS Verð frá 29,9millj Við kynnum til sölu nýjar íbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í hjarta Hafnarfjarðar Strandgata 31 er glæsilegt fjögurra hæða lyftuhús með 25 íbúðum á hæð. Íbúðir eru 2ja - 3ja herberbergja frá 48 fm fm. Í húsinu eru sameiginlegar svalir á efstu hæð og með hverri íbúð fylgir stór geymsla í sameign. Innan lóðarmarka eru 13 bílastæði en vert er að taka fram að í miðbæ Hafnafjarðar eru gjaldfrjáls stæði Allar nánari upplýsingar veita: Guðrún Antonsdóttir Auðun Ólafsson Ásdís Ósk Lögg.fasteignasali S: gudrun@husaskjol.is Lögg.fasteignasali S: audun@husaskjol.is Lögg.fasteignasali S: asdis@husaskjol.is

24 fv Fasteignasali vikunnar Ásdís Ósk Valsdóttir er löggiltur fasteignasali Hvað heillar þig mest við starfið? Það er fjölbreytileikinn, það eru alltaf ný og spenn andi verkefni á hverjum degi. Ég er búin að vera fasteignasali í fimmtán ár og get ekki hugsað mér annað starf, að fá að vinna svona náið með fólki og í gegnum starfið hef ég eignast marga af mínum bestu vinum. Þetta er gífurlega lifandi starf og alltaf nýjar áskoranir. Getur þú lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér? Ég vakna klukkan fimm á morgnana, byrja á góðri morg ung öngu og fer svo annaðhvort í ræktina eða hlusta á fyrirlestra tengda vinnunni, vek krakkana þegar þeir eru hjá mér og fæ mér góða ommelettu og er mætt í vinnu um klukkan átta. Það er oft erfitt að skipuleggja daginn en ég miða við að svara póst um og klára pappírsvinnu að morgni og seinni parturinn fer síðan í að sýna eignir, skoða eignir og fylgja eftir málum. Það er auðvelt að drekkja sér í vinnu og fyrir nokkr um árum tók ég þá ákvörðun að hætta að vinna á kvöldin og um helgar og eiga meiri tíma með krökk unum og njóta lífsins. Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? Fólk gerir heimili að heimili. Getur þú líst þínum stíl? Suðrænn og litríkur. Ég ferðaðist mikið um Suður-Ameríku á mínum yngri árum og bjó eitt ár í Hondúras, það er til dæmis ekki hægt að vera fúll og dansa salsa á sama tíma, mæli með því að prófa það. Áttu þinn uppáhaldsarkitekt? Í raun og veru ekki, ég hef mjög gaman af að skoða mismunandi byggingarstíl, sérstaklega þegar ég er erlendis, held að uppáhaldsbærinn minn hafi verið á Chiloe-eyju rétt fyrir utan Puerto Montt í Chile þar sem öll húsin voru timburhús, mjög litrík og sum pínulítið skökk og sjarmerandi en ég hef líka mjög gaman af því að kíkja í opin hús glæsivillna í Beverly Hills, heimurinn bíður upp á svo mikinn fjölbreytileika og svo erfitt að gera upp á milli. Áttu þinn uppáhaldshönnuð? Börnin mín, elska þegar þau voru að koma með listaverk úr leikskóla og skóla, sem búið var að pakka inn af mikilli ást og leggja allt í gjöfina og umbúðirnar. Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til? Litla eyju í Karíbahafinu þar sem ég get sett gott hengirúm á milli tveggja pálmatrjáa. Dreymir um að eignast litla eyju í Karíbahafinu og hengirúm fest í tvö pálmatré Texti: Sjöfn Þórðardóttir / Mynd: Aldís Pálsdóttir Ásdís Ósk Valsdóttir er löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu. Hún býr með þremur börnum sínum í Lindahverfi, þeim Axel Vali Þórissyni, 22 ára; Viktori Loga Þórissyni, 16 ára og Sigrúnu Tinnu Þórisdóttur, 9 ára. Uppáhaldsliturinn þinn? Sterkir og hressir litir, eins og rautt og fjólublátt, það eru festir litir til í mínum fataskáp, vantar helst svartan. Hvar líður þér best? Heima með krökkunum mínum eða á góðri strönd með bók að hlusta á sjávarniðinn. Nú er sumarið komið og margir huga að garðinum, er eitthvað sem þig langar að eignast í garðinn? Ég væri nú alveg til í góða tjörn í garðinn og tvö pálmatré til að hengja suður-ameríska hengirúmið mitt á. Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? Ég elska Bryggjuna Brugghús; góður matur, skemmtileg þjónusta og djasskvöldin þeirra eru frábær. Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira enn annar? Í raun og veru ekki, ég hef rosalega gaman af fjölbreytileika lífsins, ég ferðast mjög mikið og nýt þess að skoða hvað heim urinn hefur upp á margt fallegt og skemmtilegt að bjóða. Að lifa lífinu lifandi er að... vera í núinu og njóta. 6 föstudagurinn 29. júní 2018

25 BRÍETARTÚN 9-11 GLÆSILEGAR GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Í HJARTA REYKJAVÍKUR VÖNDUÐ HLÝTT OG NOTALEGT OG NÚTÍMALEG HÖNNUN Innri hönnun íbúðanna skapar hlýtt og notalegt umhverfi. Innri hönnun íbúðanna skapar hlýtt og notalegt Íbúðirnar eru bjartar með stórum gluggum, ljósum veggjum umhverfi. Íbúðirnar eru bjartar með stórum gluggum, og ljósum gólfhita. veggjum Stærð og íbúða gólfhita frá 59m sem 2 - veitir 240m góðan 2. yl Verð íbúða frá kr. 40.9m. á köldum dögum. Stærð íbúða frá 59 m m 2. OPIÐ HÚS ALLA VIRKA DAGA KYNNING HJÁ EIGNAMIÐLUN Opið hús í Bríetartúni 9-11alla virka daga Kynning hjá Eignamiðlun, mánudaginn milli og Sölumenn á staðnum. 12. mars milli kl. 15:00 og 18:00. Bókið skoðun, sölumenn sýna samdægurs. SÖLUMENN Andri Þorlákur Guðlaugsson Ómar Lögfr., Einarsson löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali andri@eignamidlun.is thorlakur@stakfell.is Sími Sími Brynjar Jóhanna Þ. Íris Hilmar Þ. Þórarinn Kristín M. Friðgeirsson Sumarliðason Sigurðardóttir Hafsteinsson Skjaldardóttir Löggiltur fasteignasali BSc., löggiltur Löggiltur fasteignasali thorarinn@eignamidlun.is Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali fasteignasali hilmar@eignamidlun.is Sími johanna@stakfell.is kristin@stakfell.is brynjar@eignamidlun.is Sími Sími Sími Sími eignamidlun.is

26 h Hús & híbýli HÖNNUN Rísandi stjarna í hönnunarheiminum Texti: Stefanía Albertsdóttir / Myndir: Archdaily og James Silverman Ásamt því að vera í stórum verkefnum, líkt og Snabba Hus, hefur Andreas einnig unnið að minni verkefn um, líkt og sínu eigin sumarhúsi sem hefur fengið verðskuldaða athygli. Andreas Martin-Löf er ungur sænskur arkitekt sem rekur und ir eigin nafni arkitektastofu í Stokk hólmi sem stofnuð var árið Á síðasta ári hlaut stofan hin virtu Nordic Architecture Fair Award fyrir verkið Snabba Hus Västberga í Stokkhólmi. Verkefnið sneri fyrst og fremst að því að mæta þeim húsnæðisvanda sem ríkir meðal ungs fólks í Stokkhólmi. Snabba Hus er fjölbýlishús sem byggt er úr forframleiddum einingum en með því er hægt að lækka byggingarkostnað til muna og spara töluverðan tíma. Tilgangur verkefnisins var einnig að minnka þann ójöfnuð sem húnsæðisvandinn skapar. Því má segja að verkefnið sé í raun heilsteypt byggingaráætlun fremur en ein tiltekin bygging og í því felst styrkur þess. Í umsögn dómnefndar segir að Snabba Hus sé ver kefni sem hafi náð fullkomnu jafnvægi hvað varðar tíma, kostnað og gæði en mikilvægt er að styttri byggingatími komi ekki niður á gæðum sem nánast hefur reynst ómögulegt á markaðnum fram að þessu. Einnig segir dómnefndin að verkefnið sýni fram á nýsköpun og jafnframt sé það fordæmisgefandi fyrir aðrar þjóðir sem glími við húsnæðisvanda, ekki síst Norðurlandaþjóðirnar. Þrátt fyrir lágan byggingarkostnað hafi tekist að gera bygginguna fágaða hvað varðar efnisval og útlit, uppfylla allar gæðakröfur og setja fram háþróaða og raunhæfa lausn á vandanum. Verkefnið hlaut einnig verðlaunin Guldrummet Sumarhús í Aspvik Ásamt því að vera í stórum verkefnum, líkt og Snabba Hus, hefur Andreas einnig unnið að minni verkefnum, líkt og sínu eigin sumarhúsi sem hefur fengið verðskuldaða athygli. Húsið sem er um 70 fm að stærð stendur í grónu bröttu landi í Aspvik, í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Stokkhólmi. Landið hefur verið í eigu fjölskyldu Andreasar í rúma hálfa öld en þegar móðir hans lést árið 2009 erfði hann hluta af landinu og ákvað að byggja sér sumarhús. Hann byrjaði að skissa upp húsið þegar hann var barn en vann mest í því á árunum Húsið er að mestu leyti byggt úr stáli, við og gleri en hvílir á steyptum sökkli. Gluggarnir eru allir handsmíðaðir og veggirnir klæddir með ómeðhöndluðum krossvið til að ná tengingu við skógivaxna hlíðina sem húsið stendur í. Einföld form og fágað yfirbragð einkenna húsið en verönd umlykur það allt og eitt helsta aðdráttarafið er vafalaust sundlaugin sem er nokkurs konar infinty pool. Andreas segist hafa viljað skapa sér sumarhús sem er ólíkt hinum dæmigerðu sænsku sumarhúsum og minnist á lyktina sem viðarklæddir veggirnir gefa frá sér og skapa þannig sérstaka upplifun sem minnir á kofa úti í skógi. Snabba Hus sé ver kefni sem hafi náð fullkomnu jafnvægi hvað varðar tíma, kostnað og gæði en mikilvægt er að styttri bygginga tími komi ekki niður á gæðum sem nánast hefur reynst ómögulegt á markaðnum fram að þessu. 8 föstudagurinn 29. júní 2018

27 Vilt þú eignast nýtt raðhús á aðeins kr.? Senter Opið hús Laugardaginn 30 júní kl 16:00 til 16:30 Lerkidalur Vönduð viðhaldslítil raðhús í fjölskylduvænu hverfi sem er í uppbyggingu í Reykjanesbæ, nánar tiltekið Dalshverfi II. Stutt er í stofnbrautir og alla helstu þjónustu og er nýr grunn- og leikskóli í byggingu í hverfinu. Áætlað er að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2019 en á svæðinu nú er starfræktur skóli í bráðabirgðahúsnæði sem útibú frá Akurskóla. Húsin eru klædd með vandaðri og viðhaldslítilli utanhússklæðningu og með vönduðum timburgluggum. Þak er klætt með AluZink og vandaðar stálrennur með hvítum niðurföllum. Þakkantar úr bandsöguðu timbri, hvíttmálaðir. Að framanverðu er lóð hellulögð undir bílastæði með blómakeri á milli íbúða. Skjólveggur við anddyri. Timburverönd ásamt skjólvegg að aftan. Botnlangi malbikaður. Að öðru leyti er lóð tyrfð og frágengin. Húsin eru fullfrágengin að innan og utan. Nánar á Serbyli.is Gunnar Sverrir Harðarson Sölufulltrúi Sími Guðlaugur J. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali Sími

28 v Viðtal LEIRLIST Keramíkblómaker vinsæl á veröndina, pallinn og á leiðin Umsjón: Sjöfn Þórðardóttir / Myndir: Hallur Karlsson Nú eru það kerin, blómakerin. Þau eru mjög vinsæl þessa dagana og fólk vill gjarnan fegra hjá sér á veröndinni og pallinum með fallegum blómakerum sem lífga upp á tilveruna, hvort sem sólin skín eður ei. Íslensk hönnun í forgrunni Ragna Ingimundardóttir er leirlistamaður og hefur verið listhneigð frá því hún man eftir sér. Hún nam við Myndlistaog handíðaskóla Íslands og við Gerrit Rieweld Academi í Hollandi. Ragna hef ur sérhæft sig í leirlist og hefur unun af því að skapa nýja hluti úr leir. Hún keypti sér fyrsta brennsluofninn þegar hún var aðeins tuttugu og fimm ára gömul og hefur verið með vinnustofu heima hjá sér síðan. Leirlistin er ástríða hennar og það má með sanni segja að það er árstíðabundið hvað hún hannar og leirar hverju sinni. Hver árstíð hefur sinn sjarma og gefur hugmyndir að sköpunarverkum. Hvað ertu aðallega að skapa þessa dagana? Nú eru það kerin, blómakerin. Þau eru mjög vinsæl þessa dagana og fólk vill gjarnan fegra hjá sér á veröndinni og pallinum með fallegum blómakerum sem lífga upp á tilveruna, hvort sem sólin skín eður ei. Einnig hefur aukist til muna að fólk vilji fá blómaker á leiði og töluvert hefur verið komið til mín og ég beðin um að hanna og gera blómaker á leiði. Blómakerin eru frostþolin og geta því verið allan ársins hring utan dyra og þola íslenska veðráttu vel. Þess vegna eru þau einnig orðin vinsæl á leiði og hægt að setja árstíðarbundnar plöntur í kerin sem við á að hverju sinni. Ertu með margar tegundir af blómakerum? Ég er með blómakerin í nokkrum stærðum og formum og það má segja að engin tvö ker séu eins. Ég hanna mynstur í og á kerin og jafnframt eru þau í fjölbreyttum litum. Hver hlutur sem ég hanna hefur sinn persónuleika og stíl og oftar en ekki gef ég þeim nöfn. Átt þú þér þinn uppáhaldslit? Ég er hrifnust af jarðlitum og einn af mínum uppáhaldslitum er grænn, mosagrænn litur heillar mig. Hvað er það sem er helsta ástríða þín að skapa, hanna? Vasarnir mínir eru mín ástríða í sköpuninni. Ég stefni að því að vera með stóra sýningu á næstu árum með vösunum mínum. Hver og einn vasi hefur sinn karakter og mér þykir mjög vænt um hvern og einn. Þeir eru í nokkrum stærðum en það er helst þessir stóru sem ég held mest upp á. Einnig er ég með feiri en eitt form og litafóran er fjöl breytt sem og munstrið á vösunum. Ragna segir að verk hennar tengist oft ákveðnum manneskjum sem hún hefur hitt og endurspegli fólkið í mýkt sinni eða hörku, litavali og línuspili. Þannig leitist hún við að gefa hverjum grip viss sérkenni, sem greina hann frá fjöldanum. Þessi viðleitni kemur fyrst og fremst fram í skreytingum verkanna og frágangi þeirra. Hvar er hægt að nálgast og skoða verkin þín? Ég er með vinnustofu heima hjá mér á Nesveginum á Seltjarnarnesi en einnig eru verk eftir mig í Gallerí Skúmaskoti á Skólavörðustíg 21a í hjarta miðborgarinnar. 10 föstudagurinn 29. júní 2018

29 FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, LÁTTU ÞÉR SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUM LÍÐA VEL Gæðarúm í miklu úrvali Öll sæti og bak stillanlegt Öll sæti stillanleg RICCARDO rafstillanlegur tungusófi Brunstad hvíldarstóll ISABELLA hægindasófi. Sjá nánar á lur.is Stillanleg rúm Svefnsófar í miklu úrvali og mörgum litum. Nokkrar stærðir í boði. JACOB stóll frá Calia Italia SITTING VISION hvíldarstólar Öll sæti stillanleg Stillanlegur höfuðpúði ERMES hægindasófi. Sjá nánar á lur.is GRACE hægindastóll ORACOL tungusófi RÚM SÓFAR HVÍLDARSTÓLAR HEILSUKODDAR LJÓS HÚSGÖGN GJAFAVÖRUR BORÐ SÆNGUR VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK Opið alla virka daga Lau.11-16

30 Pipar\TBWA AUKUM ÞÁTTTÖKU EFLUM SAMFÉLAGIÐ Það geta legið margar og ólíkar ástæður fyrir því að fólk falli út af vinnumarkaði og þarfnist starfsendurhæfingar. Kulnun í starfi, afleiðingar slysa og áfalla, eða andlegir sem líkamlegir sjúkdómar. Það er mikilvægt að við sem samfélag tökum vel utan um þessa einstaklinga og hjálpum þeim að fóta sig aftur á vinnumarkaði. Framlag allra skiptir máli, bæði fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. Við hvetjum atvinnurekendur til að skoða ráðningar með opnum huga og nýta sér slíka starfskrafta þar sem það hentar. Allir geta fundið sína fjöl.

31 h FULLKOMIN Heimurinn KROSSGÁTA Í FRÍIÐ REISTU SKYNFÆRI RÆÐA KRINGUM NAGDÝR TJARGA TEFJA FÆDDAR LAGFÆRA Herðir hjartsláttinn til muna meiri háttar. INDEPENDENT mynd: Public domain TVEIR EINS URMULL GRUFLA GLUMDI DANS SKORPA FUGL AFBURÐA SKAPA- NORN SAMTALS HANDA HASTA SAMSTÆÐA RANNSAKA FISK ÖRVERPI Jack Reacher er mættur aftur Æsispennandi atburðarás í París og London höfundur Bh krossgatur.gatur.net HRINDA EINKAR TVEIR EINS SAMKOMA TRJÁ- TEGUND STORKA IÐKA TVEIR EINS HLÝJA BJARG- BRÚN SKVETTA ÚRRÆÐI GRETTA DRÍFA HRÆDDUR KLÍNA STÆKKA BLAÐ ÓHLJÓÐ GALGOPI VÆLA LAMPI KREPPA BLAÐUR FRJÁLSA SJÚK- DÓMUR LÉST Í VIÐBÓT TEMJA VÖRU- MERKI GEGNA SKÖNNUN HRASA PÖSSUN SAMTÖK ÖRÐU SÓLUNDA SVÍN ÁTT VESÆLL FRÁ SEYTLAR BRAGUR ÖSKRA ERLENDIS MANN- DRÁP NABBI KOSNING KVÍÐI KERALDI STANGA HLÓÐIR MÁLMUR SLÁ DÝRA- HLJÓÐ Á FÆTI SÆGUR Í RÖÐ BOTNFALL FÍFLAST Í DYRA- GÆTT KOMUST ÞJÓFNAÐUR ÓSPEKTA Létt Miðlungs Erfið Stríðið mikla verður að fyrri heimsstyrjöldinni Þegar fyrsta heimsstyrjöldin geisaði á árunum hvarflaði ekki að nokkrum manni að mannkyn kæmi sér í aðrar eins aðstæður aftur á 20. öld. Því var ekki talað um fyrstu heimsstyrjöldina eða fyrri heimsstyrjöldina fyrr en í upphafi þeirrar seinni árið Á meðan á fyrri heimsstyrjöld inni stóð nefndu Bretar hana The Great War, Frakkar La Grande Guerre, Þjóðverjar Der Große Krieg, Ítalir La Grande Guerra eða stríðið mikla en þau orð höfðu áður verið höfð um Napóleónsstyrjaldirnar. Einnig var talað um evrópsku styrjöldina og heimsstyrjöldina. Íslendingar töluðu um heimsstríðið fram að seinni heimsstyrjöld. Íslendingar töl uðu um heimsstríðið fram að seinni heimsstyrjöld. Margir töldu þó ljóst að um nokkur nýmæli í mannkynssögunni væri að ræða; í fyrsta sinn höfðu átök í Evrópu áhrif um veröld víða. Breski fréttaritarinn skrifaði bók um fyrri heimsstyrjöldina og kom hún út árið Hann valdi henni nafn sem um leið varar við framtíðinni: Fyrsta heimsstyrjöldin LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 Opið alla virka daga Laugardaga Hermenn sem börðust eða lifðu á árunum töluðu ekki um fyrri heimsstyrjöldina. föstudagurinn 29. júní

32 KJAFTÆÐI HM og ég Ég hef aldrei tengt við íþróttir. Mér þykir samt vænt um margt fólk sem gerir það. Yfirleitt er það afar vandað og gott fólk, alið upp í ákveðinni hugmyndafræði sem er frekar einföld og falleg í sjálfri sér. Hún snýst í grunninn um það að gera sitt besta, gefast ekki upp og ná settu marki. Þessu fylgir jafnan viss áhersla á líkamlegt hreysti og heilbrigðan lífsstíl. Af einhverjum ástæðum hef ég allt af fundið hjá mér þörf til að dissa þetta. Kannski vegna þess að ég var aldrei góð í íþróttum, né hef sérlegan áhuga á heilbrigðum lífsstíl. Með aldri, auknum orðaforða og menntun fann ég mér svo allskyns ný vopn í baráttu minni gegn íþróttum. Þær ýta undir ójöfnuð, eru karllægar og ofbeldisfullar í eðli sínu, sefjun múgsins og vopn kapítalismans. Mér finnst allskonar um íþróttir. En svo byrjar HM. Það flæðir stjórnlaust yfir alla miðla, því rignir jafnt yfir réttláta sem rangláta. Ég spila mig auðvitað umsvifalaust úr leik. Kvarta og kveina, hví þurfa al mennir borgarar að sitja undir þessu og svo er þetta í Rússlandi, wtf? Er Pútín bara í lagi þá, og hvað um þetta með efnavopnaárásina á gaurinn á bekknum í Bretlandi? Enginn nennir að hlusta, dóttir mín sönglar Ég er komin heim í síbylju og mamma bakar kökur í fánalitunum. Vinkona mín sem aldrei hefur sýnt minnsta áhuga á fót bolta í minni viðurvist veit skyndilega allt um byrjunarliðið og konurnar þeirra og ég gefst upp. Laugardagurinn rennur upp, ég klæði mig þæg í regngalla og sest fýld á bekk í Hjartagarðinum, umkringd æst um útlendingum sem segja að ég sé fyrir þeim. Ég hvæsi kurteis á móti, sýp á regnblandaða bjórnum mínum og dey inn í mér. Versti laugardagur ever. Við erum í hvítu, staðfestir svikula vinkonan á kantinum, og Messi er þessi litli númer 10. Freku útlendingarnir eru að bilast úr peppi, ég smitast óviljug með. Finn mig skyndilega í tilfinningalegu upp námi yfir einhverju sem ég alls ekki skil, sé sjaldnast hver er hvað á vellinum og týni oftar en ekki sjón um af boltanum. Smitast samt af tilfinningu, finn mig bráðna að innan, hugmyndafræðileg gildi leka niður kinnarnar á mér með rigningunni. Mig langar rosa mikið að þeir vinni. Gretti Eftir / Bryndísi Evu Ásmundsdóttur mig þó fýlulega framan í glaðlegt andlit vinkonunnar, held kúli. Brosi sjálfsánægð þegar Argentína skorar, eru þeir ekki miklu betri? Vinkonan jánk ar sorgmædd, ég kaupi mér annan bjór. Þegar ég kem til baka hefur Ísland skorað, vinkonan er skríkjandi. Hver er hún eiginlega? Ég sest og reyni að hunsa fiðringinn í maganum. Íþróttir eru vopn kapítalismans. Svo gerist það. Eða þið vitið, ég veit ekki alveg hvað það var sem gerðist en eitthvað var það og Messi fær víti. Þrátt fyrir einlægan andspyrnuásetning hefur mér ekki tekist að vita ekki hver Messi er og hvert mikilvægi hans er fyrir þá sem finnst þetta allt saman á annað borð merkilegt. Ég færi mig út á brún bekkjarins, næ augnsambandi við Messi þar sem hann mundar sig við að taka vítið. Í einhverjum hliðarveruleika finnur hann fyrir mér, ég skynja það skýrt og greinilega. Sendi honum truflandi strauma, sannfæri hann móðurlega um að þetta muni alls ekki takast hjá honum. Messi starir óöruggur til baka, ég kinka sannfærandi kolli til hans og svo gerist það. Hann skýtur og Hannes ver. Vinkonan ærist, út lendingarnir frussa á hálsinn á mér í brjálæðiskasti og ég klappa kurt eisislega. Fer svo inn á klósett og græt. Það tókst, ég truflaði Messi og hann hitti ekki. Hannes varði víti frá Messi, og ég þekki strák sem er vinur Hannesar. Allt þetta með kapítalismann og karllægu gildin verður að bíða betri tíma. Mér finnst svo gaman að þetta hafi gerst. Áfram Ísland, sorrý með mig Messi. Föstudagur. Töluvert miklu peppaðri en nokkru sinni fyrr er ég tilbúin um hádegi, búin að mála mig í framan, kaupa snakk og æfa húh-ið með fremur skelkuðum afkvæmum í einn og hálfan tíma fyrir leik. Svo sökkar hann, satt að segja. Kenning mín um fótbolta, sem hljóðar svo að það gerist bara eitthvað, óháð hæfileikum og getustigi, fær byr undir báða vængi. Stundum gengur vel, stundum ekki og menn sem fá hálfan milljarð á ári fyrir það verkefni eitt að hitta bolta á mark gera það alls ekki. Fyrir því er engin sérstök ástæða, þannig er bara lífið og allt sem er í því. Algjör óþarfi að greina það klukkutímum saman í HM stofum. Ég jafna mig því frekar fljótt, hristi nýtilkomna fótboltamaníu af mér og þvæ mér í framan. Svo rennur upp tíðindalaus mánudagur. Ég er að brjóta saman þvott, unglingssonur minn situr í sófanum, í símanum. Sjónvarpið er óvart á, hvítur hávaði HM suðar í bakgrunni hins daglega lífs okkar. Hverjum er ekki sama. Þetta HM má satt að segja fokka sér. Portúgalar og Íranir hefja svo viðureign, ég vissi ekki að Íranir spiluðu fótbolta. Áhugalaus sonur móður sinnar gjóar öðru auganu á sjónvarpið, ég brýt saman sokka. Svo án nokkurs fyrirvara erum við bæði farin að garga í kór við æsta Írani sem virðast á tíma ætla að slást innbyrðis, þeir meina þetta allt saman eitthvað svo innilega og Ronaldo er þarna líka, hann meinar alltaf allt. Við höfum skyndilega allskonar skoðanir á myndbandadómgæslu, fyllumst þórðargleði yfir misheppnuðu víti Ronaldo og tárumst að leikslokum með gaurnum sem klúðraði dauðafærinu og grætur stjórnlaust í kortér þar til liðsfélagar hans drösla honum af velli. Um þriðjudaginn ætla ég ekkert sérstakt að segja. Svo fór sem fór, en ástvinir mínir geta staðfest að ég gekk um gólf allan leikinn og fastaði fram yfir kvöldmat. Reyndi jafnframt að telepatía þetta í gegn eins og í fyrsta leiknum en B-lið Króata er alls ekki jafn tengt alheimsorkunni og Messi. Okkur getur fundist allskonar um ýmislegt. Það er einkar vandlifað, þetta líf. Það er hinsvegar hundleiðinlegt að lifa því alfarið í afgirtu prinsipp fangelsi eigin sjálfsímyndar þar sem aldrei sést til sólar. Því tilfinningar má ekki vanmeta. Við erum, þegar upp er staðið, ein stór tilfinning. Mómentið þegar við eignumst barn, þegar afi deyr, þegar við verðum ástfangin. Þegar Hannes ver vítið, þegar Þorgrímur Þráins birtir mynd af Rúrik Gísla og sjúkraþjálfaranum hans á Vísi. Það eru þessi stóru tilfinningalegu móment í lífinu sem sitja í okkur, það sem við munum þegar allt er á endanum uppgert. Inn á milli löllum við veginn og þraukum hversdaginn, flest gleymist. Enginn skyldi því tala niður tilfinningar, þær eru drifkrafturinn að baki öllu sem við áorkum og öllu sem við gerum af okkur. Enginn er yfir þær hafinn, hversu vel lesinn eða rétthugsandi sem hann þykist vera. Lifum bara, finnum og njótum. Takk fyrir mig HM, húh. 20 föstudagurinn 29. júní 2018 kjarninn.is

33 FÁÐU ÞÉR NÝJA Taugatrekkjandi sálfræðitryllir sem grípur lesandann frá fyrstu málsgrein Átakanleg og afar áhrifarík sjálfsævisöguleg skáldsaga Eftir nýjan danskan höfund sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016 Snjöll glæpasaga eftir kláran höfund. Stórsigur. STAVANGER AFTENBLAD BOGINSPIRATION.DK LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 Opið alla virka daga Laugardaga

34 l Lífsstíll HEILSA Texti / Íris Hauksdóttir Mynd / Hákon Davíð Björnsson Mín besta hugleiðsla SUP, eða standbretti á íslensku, hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi en sportið krefst mikils jafnvægis enda er staðið ofan á brettinu meðan því er róið yfir vatnsflötinn. Heimir Berg er einn af þeim sem hefur prófað sig áfram með tæknina hér á landi en hann segir sportið henta bæði byrjendum sem og lengra komnum. Heimir opnaði nýverið netverslunina supcenter.is í samstarfi við eiganda fyrirtækisins Adventure Vikings. Heimir starfar sem leiðsögumaður og samfélagsmiðlastjóri hjá Adventure Vikings, fyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta afþreyingarmöguleika svo sem sörf, snorkl, fríköfun, hellaferðir og fjallgöngur fyrir erlenda ferðamenn jafnt sem Íslendinga. Undanfarið hefur þó mest farið í nýjasta sportið sem nefnist Stand Up Paddle, eða standbretti. Við höfum verið að innleiða þetta nýja sport hér á landi við vægast sagt glimrandi viðtökur. Þessi íþrótt springur gífurlega hratt út um allan heim. Tæknin felst í að standa á þessum uppblásnu brettum sem verða fljótt mjög hörð og fljóta því vel. Þátttakendur hafa ár sem þeir róa með. Munurinn á þessu sporti og sörfi er sá að þú þarft ekki að treysta á ölduspár og ert ekki jafnháð/ur veðri. Þar fyrir utan er mjög einfalt að læra á þetta sport og ég get fullyrt að allir geti stundað SUP og ég meina það. Þetta er því hið fullkomna byrjenda- og fjölskyldusport. Eins og góður tími í ræktinni Nokkur ár eru nú síðan Heimir hóf SUPiðkun sína. Hann segir sportið hafa heillað sig frá fyrstu tíð. Ég uppgötvaði snilldina við SUP í gegnum sörfið en í sörfinu snýst nefnilega allt um að fá sem mestan öldugang. Þegar komu dagar þar sem sjórinn var alveg lygn og aðstæður fyrir sörf því óhagstæðar var hægt að nýta sér þær til að suppa. SUP snýst að miklu leyti um friðinn og kyrrð ina sem verður til úti á sjó eða á vatni. Það jafnast ekkert á við þau róandi áhrif sem það hefur á mann að standa þarna úti og horfa yfir lygnt vatnið og náttúruna í kring. Þetta er mín besta hugleiðsla. Þarna öðlast maður nýtt sjónarhorn á umhverfið og náttúruna í kring. Fyrir þá sem vilja síðan reyna aðeins meira á sig er hægt að fara í langa túra á þessum brett um og róa á meiri hraða. Þá er þetta bara orðið eins og góður tími í ræktinni. Hressandi sport, líka í kulda Heimir opnaði nýverið netverslunina su pcenter.is í samstarfi við eiganda fyrir - tæki sins Adventure Vikings. Vefverslunin býður SUP-búnað til sölu og stendur að SUP-skóla fyrir byrjendur. Eftir að hafa varið miklum tíma í að skoða gæði og endingu á búnaði sem nýttist fyrir kaldar aðstæður Íslands hafi vörumerkið Red Paddle Co orðið fyrir valinu. Það er ekkert launungarmál að þeir eru fremstir á sínu sviði og framleiða allra besta búnaðinn í dag. Þetta er eins og með annað sport, það kostar dálítið að byrja en þegar grunnbúnaðurinn er kominn þarf lítið til að endurnýja hann næstu árin. Búnaðurinn samanstendur af bretti, ár, pumpu og svo auðvitað blautgalla eða þurrgalla. Sjálfur stunda ég sörf, snjóbretti og köfun svo það má með sanni segja að ég sé umvafinn köldu umhverfi allt árið um kring. Ég myndi ekki segja að SUP væri hættulegt sport því ef þú kynnir þér öryggisatriðin og ferð eftir leiðsögn ertu alltaf í góðum málum. Svo erum við byrjaðir að bjóða upp á SUP hvataferðir og hópefli fyrir starfs manna-, vina- og skólahópa sem vekja mikla lukku. SUP-námskeiðin fara aftur af stað í byrjun júlí, bæði byrjenda- og framhaldsnámskeið. Þar er tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa alltaf langað til að prufa þetta sport að koma og prófa, læra á búnaðinn og hitta aðra áhuga sama einstaklinga um sportið. Við getum sagt það með stolti að hjá SUP Center Ísland finnurðu einu menntuðu ASI SUP-leiðbein endurna á Íslandi svo að þátttakendur á námskeiðunum okkar eru að læra af þeim færustu í þessu nýja sporti hérna heima. Tæknin felst í að standa á þessum uppblásnu brett um sem verða fljótt mjög hörð og fljóta því vel. Þátttakendur hafa ár sem þeir róa með. Munurinn á þessu sporti og sörfi er sá að þú þarft ekki að treysta á ölduspár og ert ekki jafnháð/ur veðri. 22 föstudagurinn 29. júní 2018

35 Alla mína ævi var ég algerlega háð gleraugum og linsum Alla mína ævi fyrir aðgerðina hjá Augljósi var ég algerlega háð gleraugum og linsum enda með mjög mikla sjónskekkju og fjarsýni. Eftir frábærlega vel heppnaða aðgerð er ég alveg laus við gleraugu og linsur, sem ég hélt að yrði aldrei raunin. Sara Kristín Sigurkarlsdóttir Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð Álfheimar Reykjavík Sími

36 sb Stúdíó Birtíngur Í SAMSTARFI VIÐ ÍSLANDSHÓTEL Texti / Roald Eyvindsson Myndir / Íslandshótel Sveitasæla sunnan heiða Fosshótel Hekla er notalegt sveitahótel í aðeins klukku tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hótelið stendur miðsvæðis á Skeiðunum þaðan sem útsýni er til allra átta. Sunnan heiða er að finna sveita hótelið Foss hótel Heklu að Brjánsstöðum. Þeir sem sækjast eftir því að komast burt úr skarkala höfuðborgarsvæðisins í fallegt og róandi umhverfi verða ekki sviknir af að dvelja þar. Hótelið stendur miðsvæðis á Skeiðunum þaðan sem útsýni er til allra átta og margar af helstu nátt úruperlum Suðurlands eru í grenndinni, svo sem Fimm vörðuháls og Eyjafjallajökull. Þar gefst líka gott tækifæri til útivistar og hreyfingar því stutt er í hálendið, Landmannalaugar, Kjöl og Sprengisand. Matgæðingar fá svo eitthvað fyrir sinn snúð því hótelið stát ar af fínasta veitingastað. Á morgnana og í hádeg inu er þar boðið upp á vel útilátið hlaðborð en þjónað er til borðs á kvöldin. Áhersla er lögð á að bjóða mat úr gæða hráefni sem kemur að miklu leyti beint frá bænd um á Suðurlandi en þetta aðgengi að fersku hráefni skilar sér vel í matseldina, eins og undiritaður getur vottað. Fyrr í sum ar gafst honum færi á að smakka matinn og fékk sér þá steik með kartöflum og íslensku grænmeti sem reyndist svona líka einstaklega gott. Við hlið veitingastaðarins er svo hlýleg betri stofa með bar þar sem hægt er að hafa það notalegt að máltíð lokinni og skammt undan heitur pottur sem tilvalið er að skella sér í fyrir eða eftir mat. Skemmtilegir staðir í grenndinni Sindri Bakari Cafe Þeir sem kunna að meta gott sætmeti og brauð ættu að gera sér ferð í þetta skemmtilega bakarí við Ljónastíg á Flúðum. Það hefur átt miklum vinsældum að fagna síðan það var opnað fyrir tveimur árum, en allt er gert í höndunum upp á gamla mátann. Undirritaður mælir sérstaklega með brauðinu. Það er himneskt! Landmannalaugar Landmannalaugar hafa verið áningastaður fólks um aldir. Þar er einstök náttúrufegurð, falleg fjöll og svo heit laug sem kemur undan Laugahrauninu og upplagt er að skella sér í. Þess má geta að upphaf einnar vinsælustu gönguleiðar landsins, Laugavegarins, eru í Landmannalaugum og liggur leiðin þaðan um Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Emstrur og loks í Þórsmörk. Fyrir þá sem eru á höttunum eftir hóteli með góðri fundaraðstöðu, til dæmis undir vinnufundi eða nokk urra daga ráðstefnur, kemur Fosshótel Hekla sterkt inn. Á hótel inu er hlýlegur fundar- og ráð stefnusalur með góðum tækjabúnaði og rúmar allt að 60 manns. Sá fjöldi kemst hæglega fyrir á veitinga staðnum sem tekur 110 manns í sæti en af þeim sökum er staðurinn líka tilvalinn fyrir hvers kyns mannfögnuði; brúðkaup, afmæli, árshátíðir og fleira. Mögu leikarnir á svæðinu eru óþrjótandi. Undirritaður var svo sann arlega ekki svikinn af dvölinni og ætlar að skella sér aftur við fyrsta tækifæri, en hægt er að bóka herbergi á vefn - um islandshotel.is. Ölvisholt brugghús Tilvalið er að heimsækja handverksbrugghúsið Ölvisholt brugghús í Flóahreppi, sem er skammt frá Fosshóteli Heklu. Þar hefur gamla fjósinu verið breytt í notalega bjórstofu. Hægt er að bóka sig í opnar skoðunarferðir eða bóka sérstaka skoðunarferð fyrir hópa utan hefðbundins opnunartíma. Á boðstólnum eru ferskustu bjórarnir á hverjum tíma ásamt öðrum vel völdum úr framleiðslulínunni. Hótelið býr yfir 46 þægilegum og snyrtilegum herbergjum, ýmist einstaklings, tveggja eða þriggja manna, fjölskylduherbergi og rúmgóðum svítum. Á hótelinu er hlýlegur fundar- og ráðstefnusalur með góðum tækjabúnaði og rúmar allt að 60 manns. Áhersla er lögð á að bjóða mat úr gæða hráefni sem kemur að miklu leyti beint frá bændum á Suðurlandi. Við hlið veitingastaðarins er svo hlýleg betri stofa með bar þar sem hægt er að hafa það notalegt að máltíð lokinni. Matgæðingar fá svo eitthvað fyrir sinn snúð því hótelið státar af fínasta veitingastað. 24 föstudagurinn 29. júní 2018

37 My journey in Iceland was absolutely splendid, even the weather was a pleasant surprise.* Henry Spencer from Liverpool // 11:25 AM Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Ferðalagið um Ísland var alveg meiriháttar, meira að segja veðrið kom mér skemmtilega á óvart. Tilboð á bílum í ábyrgð! Bílaleigubílarnir frá Sixt hafa komið á margar af fallegustu náttúruperlum Íslands, undir stjórn Íslandsvina hvaðanæva að úr heiminum. Þeir eru því allir mátulega tilkeyrðir og tilbúnir í fleiri ævintýri með þér. Hágæða 55 sjónvarp frá Sony fylgir með í takmarkaðan tíma. Arg Opel Mo ka Eldsneyti: Bensín Skipting: Sjálfskiptur Skráningarár: 4/2017 Ekinn: km. Verð: kr. Arg Opel Insignia Eldsneyti: Dísel Skipting: Sjálfskiptur Skráningarár: 6/2017 Ekinn: km. Verð: kr. Arg SsangYong Rexton HLX Eldsneyti: Dísel Skipting: Sjálfskiptur Skráningarár: 4/2017 Ekinn: km. Verð: kr. Arg SsangYong Rexton DLX Eldsneyti: Dísel Skipting: Sjálfskiptur Skráningarár: 4/2017 Ekinn: km. Verð: kr. Arg Opel Astra Eldsneyti: Bensín Skipting: Beinskiptur Skráningarár: 5/2016 Ekinn: km. Verð: kr. Arg SsangYong Korando DLX Eldsneyti: Dísel Skipting: Sjálfskiptur Skráningarár: 5/2017 Ekinn: km. Verð: kr. Arg Opel Astra Sports STW Eldsneyti: Dísel Skipting: Sjálfskiptur Skráningarár: 4/2017 Ekinn: km. Verð: kr. Arg SsangYong Tivoli DLX Eldsneyti: Dísel Skipting: Sjálfskiptur Skráningarár: 5/2017 Ekinn: km. Verð: kr. Arg SsangYong Tivoli DLX Eldsneyti: Dísel Skipting: Sjálfskiptur Skráningarár: 4/2017 Ekinn: km. Verð: kr. Nýlegir notaðir bílar, í ábyrgð og á frábæru tilboði! Reykjavík Krókháls 9 Sími: Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: Opnunartímar: Virka daga Laugardaga benni.is NOTAÐIR BÍLAR

38 g Gestgjafinn BAKAÐ GRASKER Texti / Folda Guðlaugsdóttir Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir / Hákon Davíð Björnsson Bakað grasker með jógúrt og kóríander Grænmetisréttur sem jafnvel hörðustu kjötætur standast ekki. Grænmetisréttir geta verið mjög fjölbreyttir og þarf það ekki að koma niður á bragði eða áferð í matnum að sleppa kjötinu af og til. Þvert á móti þá býður grænmetismatur upp á marga möguleika og spennandi getur verið að prófa sig áfram með öllum þeim nýjungum í korni, kryddi og grænmeti sem fæst nú hérlendis. Þessi grænmetisréttur hefur verið prófaður og samþykktur af hörðustu kjötætum en hann getur staðið einn og sér sem ljúffengur græn metisréttur en virkar einnig vel sem meðlæti með ljósu kjöti. Þrátt fyrir nafnið er bókhveiti ekki korntegund, heldur er það skylt jurt um eins og súrum og rabarbara. Það er fræ plöntunar sem er nýtt til manneldis og er neysla þess algeng í Asíulöndum en fer vaxandi á Vestur löndum. Bókhveiti er ríkt af trefj um og inniheldur ekki glúten og hentar því vel fólki með slíkt óþol. Hérlendis er einnig hægt að fá malað bókhveiti sem hentar vel í pönnukökur og annan bakstur. Bókhveiti og bakað grasker með jógúrt og kóríander fyrir 4 Hægt er að kaupa bókhveiti bæði malað og ómalað, hér er notast við ómalað bókhveiti. Það fæst í heilsudeildum helstu matvöruverslana. Bókhveiti 500 ml grænmetissoð 1 msk. ólífuolía 1 laukur, fínt saxaður 3 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 250 g bókhveiti um það bil 2 tsk. af sjávarsalti um það bil 1 tsk. nýmalaður svartur pipar hnefafylli fersk steinselja, fínt skorin Setjið grænmetissoðið í pott og látið malla við væga suðu. Hitið olíu á djúpri pönnu á miðlungshita, steikið lauk og hvítlauk saman í um 2 mín. Bætið bókhveitinu saman við og blandið lauknum vel saman við. Setjið 150 ml af grænmetissoði saman við og hrærið í allan tímann þar til vökvinn hefur gufað upp að mestu. Bætið við sama magni af soði í einu og látið gufa upp. Endurtakið þar til soðið er búið og bókhveitið hefur eldast. Þetta ferli ætti að taka um mín. Bókhveiti er þétt í sér og það á ekki að vera alveg mjúkt heldur með smá bit undir tönn. Bragðbætið bók hveitið með salti og pipar eftir smekk og hrærið steinseljunni saman við. Berið bókhveitið fram með bakaða graskerinu. Bakað grasker með jógúrt og kóríander 1 grasker, um 1,4 kg 1 tsk. kanill 90 ml ólífuolía 50 g kóríander, auka til að skreyta 1 hvítlauksgeiri, fínt saxaður eða kraminn í hvítlaukspressu 20 g graskersfræ, ristuð í 180 C heitum ofni í um 6-8 mín. 200 g grísk jógúrt 1 ½ tsk. Sriracha-sósa, eða önnur ósæt chili-sósa um það bil 1 tsk. sjávarsalt um það bil 1 tsk. nýmalaður svartur pipar Hitið ofn í 220 C. Skerið grasker í tvennt langsum og skafið fræin og kjarnann úr graskerinu. Skerið graskerið í um 2 cm þykkar sneiðar, hafið hýðið á graskerinu. Setjið sneiðarnar í skál með kanil, 2 msk. af ólífuolíu, ¾ tsk. af sjávarsalti og ½ tsk. af pipar. Blandið öllu vel saman. Setjið graskerið á bökunarplötur með smjörpappír. Bakið graskerið í um það bil mín., eða þar til það er mjúkt og byrjað að brúnast á endunum. Takið úr ofninum og setjið til hliðar til að kólna. Setjið kóríander, hvítlauk, ½ tsk. af sjávarsalti og 4 msk. af ólífuolíu saman í matvinnsluvél og maukið saman. Setjið graskerið yfir bók - hveitið og hellið kóríandersósunni yfir ásamt grískri jógúrt og Sriracha-sósu. Þessi grænmetisréttur hefur verið prófaður og samþykktur af hörðustu kjötætum. Gestgjafinn er leiðandi tímarit um mat, matarmenningu, vín og veitingastaði bæði hér heima og erlendis. 26 föstudagurinn 29. júní 2018

39

40 g Gestgjafinn FERÐALÖG Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Iamsterdam.com og holland.com Amsterdam svo miklu meira en síki og söfn Nokkrir góðir veitingastaðir í Amsterdam. Hvort sem fólk kýs að fara í siglingu eða skoða einhver af þeim fjölmörgu söfnum sem eru í borginni, er eitt víst að allir þurfa að borða. Amsterdam er sérlega vinsæll helgaráfangastaður fyrir Íslendinga og kannski ekki að furða þar sem borgin er einstaklega sjarm - erandi á einhvern svalan hátt. Hægt er að fljúga út að morgni fimmtudags og heim að kvöldi sunnudags. Hvort sem fólk kýs að fara í siglingu eða skoða einhver af þeim fjölmörgu söfnum sem eru í borginni, er eitt víst að allir þurfa að borða. Hér bendum við á fimm góða staði sem við mælum með en munið að gott getur verið að panta borð með góðum fyrirvara. Lion Noir Lion Noir er vinsæll matsölustaður rétt fyrir aftan aðalblómamarkaðinn. Hann er hlý legur, í röff stíl með grænum veggjum og töff skrautmunum og heimamenn sækja staðinn talsvert. Á Lion Noir er unnið út frá því hráefni sem er ferskast hverju sinni og því breytist matseðillinn nokkuð oft eftir því hvaða hráefni er á markaðnum hverju sinni. Barinn á Lion Noir er einstaklega skemmtilegur og ef ekki gefst tími til að borða á staðnum mæli ég með drykk á barn u m, t.d. góðum séniver eða hanastéli. Úrvalið á matseðlinum er fjölbreytt og hægt að panta allt frá samlokum upp í góðar nauta steikur. Í hádeginu er hægt að fá egg benedict, góð salöt og annað létt og ég mæli sérstaklega með french toast á Lion Noir sé það á seðlinum, eftirminnilega gott. Vefsíða: lionnoir.nl Café Panache Café Panache er skemmtilegur staður þar sem innréttingar eru í nútímalegum grófum stíl eins og er svo mikið inn um þessar mundir, falleg rauð ljós sem eru eins og fuglabúr hanga niður úr loftinu og setja skemmtilegan svip á staðinn. Matseðillinn er ávallt unninn út frá árstíðum og því sem er ferskt hverju sinni og því breytist seðillinn nánast vikulega. Maturinn er fremur einfaldur og margir réttir eru grill aðir yfir opnum eldi. Þarna er tilvalið að deila. Staðurinn er ekki langt frá Food hallenmatarmakaðnum í Amsterdam en hann er vinsæll meðal Amsterdambúa og því gott að panta borð. Vefsíða: cafepanache.nl The French Connection The French Connection er einkar skemmti legur matsölustaður sem er í kjallarahvelfingu við Singel-síkið rétt hjá blómamarkaðnum. Matargerðin er unnin út frá frönsk um klassískum réttum sem settir hafa verið í frumlegan búning, hráefnið er að mestu stað- og árstíðabundið. Þessi veitingastaður er vinsæll meðal heima manna og erfitt getur verið að fá borð svo ég mæli með því að fólk panti í tíma. Úrvalið á matseðlinum er gott en lagt er upp úr föstum seðlum með nokkrum réttum. Ég valdi slíkan seðil sem var verulega góður og skemmst er frá því að segja að ég fékk besta rauðrófurétt sem ég hef á ævinni smakkað, bakaðar rauðrófur með sinneps-fáfnisgrasís svo ef hann er á seðlinum þá er skylda, fyrir alla rauðrófu unnendur, að panta hann. Vefsíða: tfcrestaurant.nl Taiko Taiko er japanskur hágæða matsölustaður sem enginn áhugamaður um asíska matar - gerð ætti að láta fram hjá sér fara. Staðurinn er á einu fínasta hótelinu í borginni svo hér er vel við hæfi að klæða sig upp á og fara á The Tunes-bar á undan. Maturinn ber vott um frumlegheit og framhleypni og framsetningin er ekki síðri. Margir fá sér fisk þegar kemur að japanskri matargerð og því kemur kannski á óvart að ég mæli með kjötréttunum en þeir voru algert sælgæti og bornir fram á litlu leirgrilli. Staðurinn er ágætlega stór og hátt er til lofts, svartar innréttingar og flöskur út um allt. Ég mæli eindregið með því að panta borð hér í tíma. Vefsíða: conservatoriumhotel.com /taiko-restaurant Momo Momo er fínn asískur fusion-staður sem er mjög inn og Amsterdambúar sækja staðinn vel. Momo hefur ljóst yfirbragð, hvítir stólar og koníaksbrúnir litir og er því ekki í hinum vinsæla röff stíl. Gaman er að sitja á barnum sem er í miðju staðarins. Hægt er að panta marga litla rétti sem eru spennandi og ég mæli með og úrvalið af kokteilum er gott. Ég mæli með því að panta borð tímanlega Vefsíða: momo-amsterdam.com WOW air flýgur til Amsterdam allt árið um kring. Verð aðra leið með sköttum er frá kr. 28 föstudagurinn 29. júní 2018

41 AFEITRAR VERNDAR ENDURBYGGIR

42 m Menning AFÞREYING Söngveisla í Hafnarborg Texti / Roald Eyvindsson FUR-liðar höguðu sér vel meðan á tökum stóð Íslenskur ljósmyndanemi myndaði bresku hljómsveitina FUR við gerð nýjasta myndbands sveitarinnar. LJÓS- MYNDUN Texti / Roald Eyvindsson Þetta er ekki fyrsta verkefnið af þessu tagi sem Ingimar hefur feng ist við því hann myndaði líka gerð myndbands við Unbroken með Maríu Ólafsdóttur, framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar árið Það var meðal annars tekið upp í gömlu sementsverksmiðjunni á Akranesi og fjöldi fólks kom að gerð þess til að tryggja að það yrði klárað í tæka tíð fyrir Eurovision, segir hann og bætir við að án nokkurs vafa sé gerð þess myndbands stærsta á bak við tjöldin -verkefnið sem hann hafi komið að. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018 blæs Sönghátíð í Hafnarborg til söngveislu dagana júlí. Á meðal þess sem verður í boði má nefna sjö tónleika og fjögur námskeið. Þar má nefna námskeið fyrir áhugafólk um söng sem Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran kennir, en á því verður farið í ýmislegt varðandi söngtækni. Og svo verður tónlistarsmiðja fyrir krakka á aldrinum 6-9 ára þar sem aðaláherslan verður lögð á skapandi og skemmtilega vinnu með þjóðsögur og þjóðlög. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um dagskrána og einstaka viðburði á vefsíðu Hafnarborgar, hafnarborg.is. Drungi og dúlúð Glæpir og drungalegar atburð ir í bókmenntum sem tengjast Reykjavík verða í for grunni í bókmenntagöngum sem Borgar bókasafnið stendur fyrir alla fimmtu daga fram í ágúst. Göngurnar eru í umsjón starfsfólks safnsins og er ætlað að veita þátttakendum skemmtilega innsýn í íslenska krimma og draugasögur. Á undan er sýnd 45 mínútna heimildamynd um íslenska þjóðtrú sem nefnist Spirits of Iceland: Living with Elves, Trolls and Ghosts, en sýningin fer fram í Kamesinu, á 5. hæð safnsins, og er aðgangur ókeypis. Gangan er á ensku og er lagt upp frá Grófinni við Tryggvagötu klukkan 15. Miðaverð er krónur og frítt fyrir 17 ára og yngri. Miðar eru seldir á bókasafn inu í Grófinni og á Hljómsveitin FUR hefur verið að gera það gott. Ingimar Þórhallson myndaði bresku sveitina FUR við gerð nýjasta myndbands hennar við lagið What would I do. Það var gaman að fá tækifæri til að kynnast þeim við þessar kringumstæður, segir hann hress. Þetta eru afskaplega skemmtilegir strákar, kurteisir og hógværir og það auðveldaði vinnuna. Verkefnið fékk Ingimar í gegnum tvíburabræður sína Jakob og Jónas Þórhallssyni sem störfuðu með sveitinni síðastliðið haust þegar þeir gerðu myndband við lag henn ar, If you know that I m lonely. Það var tilnefnt til fjölda verðlauna og átti þátt í því að koma FUR á kortið. Í ljósi ánægju með samstarfið leituðu meðlimirn ir aftur til bræðranna með næsta videó og þeir ákváðu að fá Ingimar, sem er á lokaári í ljósmyndanámi við hinn virta háskóla Camberwell College of Arts í London, til að mynda það sem gerðist á bak við tjöldin. Þannig að skyndilega var ljósmyndaneminn staddur í stúdíói í Norður-London fyrir þremur vikum í miðri hitabylgju að mynda eina af heitustu upprennandi rokksveitum Bretlands. Ingimar viðurkennir að þetta hafi verið svolítið súrrealísk upplifun. Náttúran og samspil manns og náttúru eru Ingimar hugleikin. Þetta eru afskaplega skemmtilegir strákar, kurteisir og hógværir og það auðveldaði vinnuna. Ég passaði bara að láta lítið fyrir mér fara og reyndi að ná öllum þessum óvæntu augnablikum sem komu upp í samskiptum sveitarinnar, leikstjórans og fólksins undir hans stjórn, rifjar hann upp og segir að tæknilega séð hafi þetta verið örlítið krefjandi verkefni, því hann hafi notast við Leicu M-myndavél og prime-linsur og því sjálfur þurft að stilla allt ljósop, hraða og fókus, auk þess sem hitinn hafi verið hrikalegur. En sviðsetningin leit vel út frá mínum bæjardyrum séð og þetta gekk allt saman vel að lokum. Ingimar Þórhallson. Auðheyrilegt er að Ingimar hefur í nógu að snúast. Fyrir utan að vera í fullu námi er hann með nokkur járn í eldinum, meðal annars gerð spilastokks með náttúrumyndum sem hann er að vinna með breskum hönnuði, og ljósmyndabók sem kemur til með að innihalda myndir úr íslenskri náttúru. Þá hefur hann verið í samstarfi við fyrirtækið Sólarfilmu um gerð vara sem eru skreyttar myndum eftir hann og nýverið myndaði hann háhitasvæði á Íslandi, en útkoman, 72 ljósmyndir, prýða veggi nýlegs hótels. En hvenær kemur myndbandið með FUR út og hvar verður hægt að skoða myndirnar? Þær eru í höndum leikstjórans sem ræður því hvernig þær verða notaðar, svarar hann. En myndbandið kemur út í júlí, skilst mér, og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna því þetta var skemmtilegt verkefni. Áhrifamestu bækurnar Umsjón / Roald Eyvindsson Gleymir því aldrei þegar Dísa var pyntuð Dísa ljósálfur eftir hollenska höfundinn G.T. Rotmann situr sennilega fast í minn ingu allra þeirra sem lásu bókina sem börn, byrjar Anna Lea Friðriksdóttir, bókaútgefandi hjá Sölku, þegar hún er beðin um að nefna þær bækur sem hafa haft hvað djúpstæðust áhrif á hana. Eins og þeir vita sem til þekkja týnir aðalper sónan Dísa litla mömmu sinni í sögunni og fólkið sem finnur hana klippir af henni væng ina með risastórum skærum. Hryllilegt, alveg hreint. Það nægir mér að sjá myndskreytingu úr bókinni og þá hellist lestrarupplifunin úr æsku aftur yfir mig í öllu sínu veldi, stynur Anna Lea og segir að blessunarlega fari þó allt vel að lokum. En ég er jafnt og þétt að jafna mig, bætir hún við kímin. Þá segir Anna Lea ritið Norrøn grammatikk eftir norska málfræðinginn Ragnvald Iversen hafa haft töluverð áhrif á sig líka. Ég reyndi að læra ritið utanbókar þegar ég var í íslenskunámi í háskólanum, rifjar hún upp, og það á sennilega stærstan hlut í því að leið mín lá í bók menntirnar en ekki í málfræðina. Ritið hlýtur því að teljast nokkuð áhrifa mikið, mögulega ekki á þann hátt sem greyið Iversen sá fyrir sér, enda hef ég starfað með og í kringum bækur síðan. Stuttu eftir kynni sín af forníslenskri málfræði segist Anna Lea ennfremur hafa lesið myndasöguna Maus eftir Art Spiegelman, en sú bók hafi slengt henni af fullum þunga í heim mynda sagna. Sem kveikti hressilega í mínum innra nördi sem hafði legið í dvala. Maus sýndi og sannaði að myndasögur eru alveg jafnmiklar alvörubókmenntir og aðrar bækur enda hlaut höfundurinn Pulitzer -verðlaunin fyrir hana, segir hún og getur þess að svo hafi náttúrlega allar bækur sem Salka gefur út mikil áhrif á hana. Þær gera það að verkum að ég fæ að vinna skemmtilegasta starf í heimi. Hryllilegt, alveg hreint. Það nægir mér að sjá myndskreyt ingu úr bókinni og þá hellist lestrarupplifunin úr æsku aftur yfir mig í öllu sínu veldi. 30 föstudagurinn 29. júní 2018

43 FRÉTTIR, PISTLAR OG ÁHUGAVERT EFNI Matarumfjöllun og uppskriftir úr Gestgjafanum Hönnun og heimili úr Húsum og híbýlum Áhugavert fólk og fjölbreytt efni úr Vikunni SKEMMTILEGASTI VEFUR LANDSINS i h g h v Innlent Heimurinn Gestgjafinn Hús & híbýli Vikan

44 m Menning AFÞREYING Kjánalegir frasar, yfirdrifinn hasar og hlægileg áhættuatriði Saknar þess að leika á íslensku Leikarinn Sindri Swan landaði bitastæðu hlutverki í breskum vísindatrylli. Texti / Roald Eyvindsson Sakbitnar sælur Umsjón / Roald Eyvindsson Tómas Valgeirsson kvikmyndagagnrýnandi og blaðamaður deilir sínum sakbitnu sælum með lesendum. Spice World (1997) Spice World er eins og svar Bretlands við Með allt á hreinu, ekki síður í ljósi þess að báðar kvikmyndir innihalda senur þar sem þekkt band kemst í kynni við geimverur og gengur söguþráðurinn ekki út á neitt nema að hafa gaman. Í Spice World er kjánahrollurinn allsráðandi og leikhæfileikar Kryddpíanna langt frá því að vera neitt til að hrópa húrra yfir (þótt hún Geri standi sig eflaust best af öllum hópnum). Söguþráðurinn er þvældur, fáránlegur og ekki undir neinum kringumstæðum ætti myndin að teljast fólki bjóðandi í dag. En gleðiorka stelpnanna er hressi lega smitandi, andinn svo flipp aður, framvindan furðuleg og jaðrar það við hreina dásemd að sjá fullt af frægu liði skjóta upp kollinum í fáránlegum gestahlutverkum. Og svarið er já, ég fíla tónlistina líka en við skulum ekki fara nánar út í það. Never Back Down (2008) Hvað gerist þegar þú endurgerir The Karate Kid fyrir alda mótakynslóðina, með MMA-slagsmálum og án þess að viðurkenna að um endurgerð sé að ræða? Never Back Down er sú mynd, en ekki nóg með það, heldur eru klisjurnar svo yfirdrifnar og margar að það mætti auðveldlega halda að myndin sé bein paródía. Handritið er tóm, ólgandi tjara og áhorfandinn er í hættu við það að fá alvarlegar tannskemmdir yfir því að gnísta tönnum yfir illa skrifuðum samræðum. Never Back Down er hins vegar svo alvörugefin og púkaleg að hún gefur frá sér einhvern ljóma sem gerir hana að stórskemmtilegum sora. Að öðru leyti eru slagsmálasenurnar merkilega flottar og taka allar Karate Kid-kvikmyndirnar í nefið. Einnig verður að segjast að aðalleikari myndarinnar lítur ískyggilega mikið út eins og ungur Tom Cruise. Gefum henni prik fyrir það. Commando (1985) Ef þú ert að leita að hornsteini kjánalegra eitís - hasarmynda, þá er Commando hættulega nálægt toppnum. Hún hefur allt sem þarf; kjánalega frasa, yfirdrifinn hasar, hlægileg áhættuatriði og illmenni sem sigrar Freddy Mercury-tví farakeppnina. Hann Ahnuld Schwarzenegger er í hörkustuði og tekur sig alvarlega með prýði, en það er ekki auðvelt markmið þegar persóna hans gengur undir hinu kostulega nafni John Matrix. Því er það ekkert nema gargandi snilld að horfa á Commando í góðum félagsskap, sérstaklega með þeim sem hafa aldrei séð hana. Það verður hlegið fram á næsta dag. Því get ég lofað. Blossi (1997) Blossi er algjört barn síns tíma, en hvílíkt barn! Myndin á sér hreinlega engan sinn líka og er nánast svo rugluð og vond að hún fer heilan gæðahring og er nálægt því að vera költ-gimsteinn fyrir vikið. Myndin er pönkuð, stefnulaus, súrrealísk, illa leikin niður í tær og í sjálfu sér algjört frávik í íslenskri kvikmyndagerð hvað byggingu og speki varðar. Stíllinn er hraður, háfleygur og lokaatriðin þarf nánast að sjá til að trúa. Það að myndin skuli ekki enn vera fáanleg í neinu stafrænu formi er glæpi líkast fyrir okkar dægurmenningu. Blossi má alls ekki þurrkast út úr íslenskri kvikmyndasögu, hvort sem við elskum hann, hötum, elskum að hata eða öfugt. Tómas Valgeirsson kvikmyndagagnrýnandi og blaðamaður. Sindri starfar sem ljósmyndari og leikari í London en hann lærði leiklist og leikstjórn við The Kogan Academy of Dramatic Arts. Þetta er vísindaskáldskapur, tryllir sem gerist í framtíðinni og fjallar um öflugar verur sem telja mannkynið ófært um að hugsa um jörðina og vaka af þeirri ástæðu yfir því. Ein þessara vera sér hins vegar það góða í mannfólk inu og trúir að maður nokkur að nafni Daniel, sem ég leik, geti breytt öllu með því að færa valdið aftur í hendur þess, segir Sindri, spurður út í myndina. THEM er að hans sögn sjálfstætt framleidd kvikmynd og önnur kvikmynd spænska leikstjórans Ignacio Maiso í fullri lengd. Án þess að vilja fara nánar út í sögurþráðinn segir hann að handritið sé mjög forvitnilegt og frábrugðið þeim verkefnum sem hann hefur fengist við hingað til vegna þeirra ögrandi heimspeki legu spurninga sem sagan velti upp. Svo hafi hlutverkið sjálft líka verið krefjandi þar sem persóna hans gangi í gegnum mikil umskipti í myndinni. Byrji sem maður sem lifir tiltölulega áhyggjulausi lífi en verði tauga hrúga þegar hann uppgötvar að hann hefur örlög jarðarbúa í hendi sér. Fram að þessu hef ég kannski verið að taka þátt í hefðbundnari verkefnum, ef svo má að orði komast, þar sem áherslan hefur meira verið á fólk og samskipti, lýsir hann og nefnir í því samhengi sjónvarpsefni framleitt af þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF um Díönu prinsessu þar sem hann leikur trúnaðarvin hennar. Sömu sögu er að segja um mynd ina Stan & Ollie þar sem ég fer með lítið hlutverk en sú mynd kemur út á næsta ári og skartar John C. Reilley og Steve Coogan í aðalhlutverkum. Já! Hvernig var að hitta stjörnur eins og Reilley og Coogan? Magnað svarar hann. Coogan var mjög hógvær, nánast feiminn en Reilly heilsaði upp á alla og var afar viðkunnanlegur. Þeir voru báðir frábærir. Sindri er búsettur í London og starfar þar bæði sem leikari og ljósmyndari og segir það ganga vel þótt vissulega sé ákveðinn línudans að sinna báðum störfum. Kosturinn er sá að maður getur stýrt sínum tíma að einhverju leyti og mætt í prufur og tökur. En það er líka ókostur því maður mætir ekki í fasta vinnu og fær borgað um hver mánaðarmót heldur þarf að eltast við verkefni og það getur verið tímafrekt. Á heildina litið segist hann þó vera ánægður og hafa nóg að gera. Það sé kannski helst að hann sakni þess að vinna á Íslandi. Ég væri alveg til í að taka að mér einhver verkefni þar. Ég sakna þess að leika á íslensku. En hvenær er von á THEM? Tja, tökur standa enn yfir í London en ef allt gengur vel reikna fram leiðendurnir með að klára myndina fyrir 2019, segir hann hress, og gefa út seint sama ár, eða snemma Kemur í ljós. Coogan var mjög hógvær, nánast feiminn en Reilly heilsaði upp á alla og var afar viðkunnanlegur. Þeir voru báðir frábærir. Fánýtur fróðleikur Ósanngjarn samanburður við stefnu Trumps Texti / Roald Eyvindsson Sicario 2: Soldado var frumsýnd í vikunni en hún er framhald Sicario (2015) en myndirnar fjalla um átök lögreglu og eiturlyfjagengis við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Leikararnir Josh Brolin og Benicio Del Toro snúa aftur en Emily Blunt er fjarri góðu gamni því handritshöfundinum fannst að sögu persónu hennar væri lokið. Hann útilokar þó ekki endurkomu hennar í þriðju myndinni sem er í vinnslu. Ég elska Kapítólu... gríðarlega skemmtileg bók og spennandi, frábær persónusköpun. KB / KILJAN LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 Tónlistin er nú í höndum Hildar Guðnadóttur sem hefur samið tónlist við kvikmyndirnar Tom of Finland og Eiðinn, einnig þættina Ófærð, og hún lék á selló í tónlistinni við Sicario, The Revenant, Prisoners og Arrival. Eins og kunnugt er var Jóhann Jóhannsson heitinn tilnefndur til Óskars- og Bafta verðlauna fyrir tónlistina við Sicario, en þeir Brolin og Del Toro héldu ekki vatni yfir tónlistinni. Hún opnar jörðina og þú finnur ekki fyrir þér þegar þú ert að horfa á myndina. Hún hefur gríðarleg áhrif á mann, sagði Brolin í viðtali. Fyrir utan Sicario-myndirnar hafa Del Toro og Brolin leikið saman í Avengers: Infinity War, en þar fara þeir með hlutverk Safnarans og Thanos sem skildi heimsbyggð ina eftir á reiðiskjálfi í myndinni. Bent hefur verið á að myndin komi út á óheppilegum tíma í ljósi nýlegra, harðra aðgerða bandarískra yfirvalda gegn innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Aðstandendur myndarinnar segja að með því að líkja þeim aðgerðum við baráttuna við eiturlyfjasmygl sé verið að bera saman epli og appelsínur. 32 föstudagurinn 29. júní 2018

45 ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% afsláttur

46 m Menning DÆGURMÁL Skiptir lögfræði út fyrir sirkusnám Texti / Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mynd / Daníel Hauksson Bryndís Torfadóttir, mastersnemi í lögfræði og meðlimur í Sirkus Íslands, tekur sér eins árs frí frá lögfræðinámi til að nema sirkuslistir í skólanum AFUK í Kaupmannahöfn. Sjónvarpsþættir væntanlegir Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Söngvarinn, safnvörðurinn og myntsafnarinn Sigurður Helgi Pálmason, mun á næstu dögum hefja vinnu við gerð sjónvarpsþátta upp úr hugmynd sem kviknaði milli hans og Jón Þórs Hannessonar framleiðanda árið Á Facebook-síðu sinni segir hann að undirbúningsvinna hafi staðið í nokkurn tíma og upptökur hefjist á næstu dögum. Það má með sanni segja að ég sé fullur tilhlökkunar, ekki síst vegna þess frábæra fólks sem ég fæ að vinna með. Þættirnir eru framleidd ir af Repu blik og verða sýndir á RÚV. Ég verð duglegur að leyfa ykkur að fylgjast með, segir Sigurður í stöðuuppfærslunni en hann gefur lítið upp um efni þáttanna en segir þó að þeir muni fjalla um muni og sögu. Sigurður er sonur söngfólksins Pálma Gunnarssonar og Þuríðar Sigurðardóttur. Móðir hans var einmitt sú fyrsta til að kommenta á færsluna og Siggi sló á létta strengi þegar hann svaraði kom men inu: Mamma, ef þitt komment verður það eina sem verður við þessa frétt frá mér þá er ég hættur á Facebook. Sigurður Helgi Pálmason. Þetta var algjör skyndi - ákvörðun. Ég sá auglýstar prufur í skólanum úti og var búin að hafa augastað á því í smátíma, en prufurnar voru í apríl á þessu ári. Daginn fyrir prufur ákvað ég að panta mér flug og fljúga út í prufurnar, segir Bryndís. Við tóku þriggja daga prufur sem reyndu hressilega á. Í prufunum var sviðsframkoma, líkamleg hæfni og samhæfing próf uð; til dæmis dans, þrek og jöggl. Þetta var frekar krefjandi, segir Bryndís og hlær. Þetta voru langir dagar, en ég var að jafna mig á ökkla broti síðan í janúar og gat ekki alveg verið hoppandi og skopp andi út um allt. En ég náði að sýna eitthvað af því sem ég get, bætir hún við, hógværðin uppmáluð. Svo fór að Bryndís komst inn í sirkusnámið, sem er eitt ár. Ég var ekki búin að reikna með að komast inn og leiddi ekkert hugann að því. Ég var því byrjuð að gera önnur plön en þegar ég fékk fréttirnar hikaði ég ekki við að segja já. Lögfræði og sirkus eiga lítið sameiginlegt Bryndís byrjar í sirkusnáminu í lok ágúst en hún er einnig mastersnemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún fer því í námsleyfi í eitt ár, en hingað til hefur hún náð að sameina þessi tvö ólíku fög. Í prufunum var sviðsframkoma, líkamleg hæfni og samhæfing prófuð; til dæmis dans, þrek og jöggl. Þetta var frekar krefjandi, segir Bryndís og hlær. Þetta var algjör skyndiákvörðun. Daginn fyrir prufur ákvað ég að panta mér flug og fljúga út í prufurnar. Því miður eiga lögfræði og sirkus voðalega lítið sameiginlegt, ég hef allavega ekki fundið neitt hingað til. Þetta eru mjög ólíkir hlutir en blanda af báðum gefur manni gott jafnvægi í lífinu. Það er mjög krefjandi að blanda þessu saman þar sem bæði fögin eru afar tímafrek en það hefur sem betur fer gengið hingað til. Ég vona að það gangi áfram. Byrjaði í sirkus fyrir tilviljun Bryndís hefur verið hluti af sirkushópnum Sirkus Íslands í að verða þrjú ár, en byrjaði að æfa með hópnum af einskærri tilviljun. Ég hafði verið að æfa súlufimi og á loftfimleikahring í súlufimistúdíói í nokkurn tíma. Þegar þjálfarinn minn hætti fór ég að hugsa um hvað ég ætti að gera. Þá mundi ég eftir Sirkus Íslands og ákvað að senda tölvupóst og spyrja hvort ég mætti koma á æfingu. Ég mætti á æfingu samdægurs og hef mætt síðan þá, segir Bryndís, en hennar sérgrein í sirkusnum eru loftfimleikar og akró; jafnvægisfimleikar á gólfi. Ég var í fimleikum þegar ég var yngri sem hjálpar mikið. Ég lærði hins vegar helling af þeim sem ég æfi með í sirkusnum og hafa ekki sérstakan bakgrunn í fimleikum. Þannig að það er alls ekki nauðsynlegt. Mikið frelsi í sirkusnum Sirkus Íslands fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir og heldur upp á áfangann með afmælissýningum í sumar, bæði í Reykjavík 13. til 22. júlí, og á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hópurinn setur annars vegar upp fjölskyldusýningu sem heitir Áratugur af sirkus og hins vegar fullorðinssýninguna Skinnsemi. Bryndís segir að sýningar sumarsins verði blanda af nýjum og klassískum atriðum, en stífar æfingar standa nú yfir. Það stendur ekki á svörunum þegar blaðamaður spyr af hverju sirkusinn togi svona í hana. Þetta er ótrúlega gaman. Sirkusinn reynir á líkamlegan styrk og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og ná árangri. Ég vinn líka með ofboðslega skemmtilegu fólki. Þetta er um margt svipað og fimleikarnir nema í sirkusnum hef ég svo mikið frelsi. Það þarf ekki að gera allt rétt heldur getur maður gert hlutina á sinn hátt. Það er það sem gerir þetta svona sérstakt. REYKJA VÍK FRINGE FESTIVAL Texti / Lilja Katrín Gunnarsdóttir Skyndilega einhleypur í breyttum stefnumótaheimi 1. Metsölulisti Eymundsson Barnabækur júní LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 Það sem knýr sýninguna áfram er hve spaugilegt það var hve týndur ég var í þessum nýja heimi sem ég hafði svo kjána lega mikla vanþekkingu á þegar ég var í sambandi, segir ástralski grínistinn Jonathan Duffy, vanalega þekktur sem Jono. Jono sýnir uppistandið I Wouldn t Date Me Either á hátíðinni Reykja vík Fringe Festival í byrjun júlí, en verkið fjallar um þann tíma þegar Jono varð einhleypur eftir tíu ára samband og þurfti að læra að deita upp á nýtt. Sambönd virtust ekki endast eins lengi því það var keimur af skyndibitamenningu þegar kom að stefnumótum. Þú finnur einhvern, sérð til hvort það virkar eða færð það sem þú vilt og heldur áfram. Ég held að það sé gott og slæmt. Annars vegar held ég að það veiti fólki kraft til að vera minna meðvirkt og ekki byggja sjálfsmat sitt á hæfni sinni í að vera í sambandi. Á hinn bóginn hef ég tekið eftir tísku þar sem fólk byrjar í sambandi en endar það um leið og nýjabrumið fer af, í staðinn fyrir að vinna í hlutunum og gera sambandið sterkara, segir Jono. Svo kom að því að Jono fann ástina, en hann og kærasti hans hafa búið saman í hartnært ár. Ég var hreinskilinn við hann um allt frá byrjun og gerði meira að segja grín að því að ég væri með pabbalíkama og hryti þegar ég drykki, segir sprellarinn, en það er einmitt hans besta ráð til fólks á stefnumótabuxunum - að koma hreint fram. Verið hreinskilin. Ekki bara við fólkið sem þið deitið heldur líka ykkur sjálf. Jono sýnir I Wouldn t Date Me Either í Secret Cellar 4. og 8. júlí og í Tjarnarbíói 5. og 7. júlí. Jono hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið og á að baki sýningarnar Australiana og An Evening With Jono Duffy. Hann segir nýju sýninguna frábrugðna þeim þótt gestir megi treysta á að Jono verði alveg jafnhispurslaus og hans er von og vísa. Ég tala opinskátt um hluti eins og kynlíf og aðra hluti sem eru tabú. Mér finnst fólk njóta þess því það heyrir hluti sem það vildi alltaf fræðast um en var of hrætt að spyrja, segir Jono, sem er samkynhneigður en segir að flestir gestir á sýningum hans sé gagnkynhneigt fólk. Mér finnst eins og ég sé að fræða fólk í gegnum typpa brandara, segir hann og hlær. En ef þú vilt ekki að barnið þitt viti neitt um endaþarmsgælur og stefnumótaappið Grindr, ekki koma með það. 34 föstudagurinn 29. júní 2018

47 Ú T S A L A N ER HAFIN ALLAR VÖRUR Á 20-70% AFSLÆTTI TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI OPIÐ MÁN-FÖS LAU OG SUN VEFVERSLUN Á

48 NÚ HAFA ALLIR HNÖPPUM AÐ HNEPPA Í SUMAR Loks eru Nóa hnapparnir fáanlegir í pokum. Nældu þér í ljúffenga perluhnappa og lakkríshnappa í næstu verslun.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

Kynferðisleg áreitni á vinnustað

Kynferðisleg áreitni á vinnustað Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað PIPAR\TBW fyrst&fremst fimmtudagur

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Íslenskir kynferðisbrotamenn.

Íslenskir kynferðisbrotamenn. Tímarit félagsráðgjafa, 2. árgangur 2007, 15 24 15 Íslenskir kynferðisbrotamenn. Greining út frá svörum brotaþola Hildigunnur Magnúsardóttir, Félagsráðgjafi, Kvenna- og barnasvið, Landspítali Háskólasjúkrahús

More information

TÍMARIT FÉLAGS HEYRNARLAUSRA FEBRÚAR 2018 ÁSLAUG ÝR GEFST EKKI UPP Í BARÁTTUNNI

TÍMARIT FÉLAGS HEYRNARLAUSRA FEBRÚAR 2018 ÁSLAUG ÝR GEFST EKKI UPP Í BARÁTTUNNI DÖFFBLAÐIÐ TÍMARIT FÉLAGS HEYRNARLAUSRA FEBRÚAR 2018 FRÍTT EINTAK MIKILVÆG UMRÆÐA STAÐA MÁLA HEYRNAR- LAUSRA ER BARA TIL SKAMMAR OG Á ÁBYRGÐ STJÓRNVALDA eftir GABRIEL BENJAMIN ÁSLAUG ÝR GEFST EKKI UPP

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Þetta var eiginlega nauðgun

Þetta var eiginlega nauðgun Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þetta var eiginlega nauðgun Tælingar og blekkingar í kynferðislegum samskiptum Ritgerð til BA prófs í heimspeki Edda Thorarensen Kt.: 130484-2639 Leiðbeinandi:

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Ofbeldissamband yfirgefið

Ofbeldissamband yfirgefið Ritrýndar greinar Ofbeldissamband yfirgefið Ingólfur V. Gíslason, fil. dr. í félagsfræði, dósent við Háskóla Íslands. Valgerður S. Kristjánsdóttir, MA í félagsfræði, hjá Leikskólanum Grænuborg. Ingólfur

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2016 31. desember 2016 Útgefandi: Umboðsmaður barna Kringlunni 1, 5. h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2017

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Elísabet Karlsdóttir ásamt Sólveigu Sigurðardóttur Unnið fyrir Barnaverndarstofu Nóvember

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

EFNISYFIRLIT. Blað Barnaheilla Ársrit júní Útgefandi: Barnaheill Save the Children á Íslandi. Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir

EFNISYFIRLIT. Blað Barnaheilla Ársrit júní Útgefandi: Barnaheill Save the Children á Íslandi. Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir 2018 EFNISYFIRLIT Blað Barnaheilla Ársrit júní 2018 Útgefandi: Barnaheill Save the Children á Íslandi Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir Ábyrgðarmaður: Erna Reynisdóttir Forsíðumynd: Bragi Þór Jósefsson tók

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

FRÉTTATILKYNNING. Vegna málefna veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri

FRÉTTATILKYNNING. Vegna málefna veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri FRÉTTATILKYNNING Vegna málefna veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri Umbjóðandi minn, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins (Rúv) um málefni veitingastaðarins

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 5. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Í mararskauti mjúku

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

BA ritgerð. Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn

BA ritgerð. Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn BA ritgerð Þjóðfræði Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn Þjóðfræði sófans Dagný Davíðsdóttir Valdimar Tr. Hafstein Febrúar 2018 Þetta er náttúrulega lífsnauðsynlegt húsgagn Þjóðfræði sófans Dagný

More information

Fullorðnir glíma líka við ADHD. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. 50 ráð við athyglisbresti

Fullorðnir glíma líka við ADHD. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. 50 ráð við athyglisbresti Fullorðnir glíma líka við ADHD Viðtal við Grétar Sigurbergsson geðlækni Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum 50 ráð við athyglisbresti...kemst ekkert áfram á fíflagangi og kjaftavaðli Viðtal við

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma 10 ára afmælisrit stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma Ómetanlegt framlag í áratug Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Fyrir áratug var félagið Einstök börn stofnað, félag sem

More information

Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga

Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Sviðstjóri, áhrifaþátta heilbrigðis Kennslustjóri Diplómanáms í jákvæðri sálfræði Hamingja Yfirlit Þróun hamingju

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM sifjaspell og afleiðingar þeirra Dr. Guðrún Jónsdóttir félags ráð gjafi tók bækling inn saman í samvinnu við konur

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 30. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Njóttu þess að vera í námi Náman

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Lilja Rut Bech Hlynsdóttir og Tinna Arnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Hanna María Ásgrímsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed. gráðu í Leikskólakennarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Apríl 2009 Lokaverkefni til B.Ed.

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 41. tbl 4. árg. fimmtudagur 7. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Bjarni Skúlason Margfaldur Íslandsmeistari,

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

TRYGGÐU ÞÉR BESTA VERÐIÐ MEÐ

TRYGGÐU ÞÉR BESTA VERÐIÐ MEÐ STÆKKAÐU HEIMINN OG TRYGGÐU ÞÉR BESTA VERÐIÐ MEÐ ÁSKRIFTARKORTI Í BORGARLEIKHÚSINU borgarleikhus.is Sjáumst í leikhúsinu DÚKKUHEIMILI y 2. hlutiz Frumsýnt 21. september Frumsýnt 15. mars Frumsýnt 14. september

More information